NBA í nótt: Anthony með 38 stig í sigri Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2009 09:08 Carmelo Anthony í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Carmelo Anthony fór á kostum í sigri Denver á Portland í NBA-deildinni í nótt, 106-90, eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Leikbannið fékk hann fyrir að neita að koma af velli þegar honum var skipt út af í leik um síðustu helgi. Hann passaði sig á því nú að endurtaka ekki þann leik og bókstaflega hljóp af velli þegar honum var skipt út af. „Ég er búinn að læra mína lexíu," sagði Anthony sem var reyndar ekki sáttur við að hafa misst af síðasta leik þar sem Denver tapaði fyrir Detroit á útivelli. Þegar skiptingin kom í nótt klöppuðu áhorfendur og George Karl, þjálfari Denver, brosti út í annað. „Mér fannst þetta nokkuð fyndið," sagði Karl. Myndbandsupptöku af atvikinu má sjá hér. Brandon Roy var með 22 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldrige nítján en sigur Denver var nokkuð öruggur. Í hinum leik næturinnar vann New Orleans sigur á Dallas, 104-88. Chris Paul fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 27 stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Áhorfendur og aðrir leikmenn trúðu svo varla eigin augum þegar hann rak boltann í gegnum fætur Jason Terry á fullri ferð áður en hann gaf boltann á Rasual Butler sem skoraði með troðslu, eins og sjá má hér. „Ótrúlegt. Þetta er eitthvað það allra flottasta sem ég hef séð á ævi minni og hann gerði þetta gegn NBA-leikmanni. Ég var á miðjum vellinum og bara stoppaði. Ég gat ekki klárað sóknina því ég hafði aldrei séð annað eins," sagði Tyson Chandler, liðsfélagi Paul. „Ég þurfti að hugsa fljótt," sagði Paul um atvikið. „Það var annað hvort að hlaupa í gegnum hann eða að kasta boltanum á milli fótanna hans og ná honum svo hinum megin. Ég hef gert þetta á æfingum áður og þetta var það eina sem mér datt í hug með svo skömmum fyrirvara." David West skoraði nítján stig og Butler átján. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og Jason Kidd þrettán. NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Carmelo Anthony fór á kostum í sigri Denver á Portland í NBA-deildinni í nótt, 106-90, eftir að hafa tekið út leikbann í síðasta leik. Leikbannið fékk hann fyrir að neita að koma af velli þegar honum var skipt út af í leik um síðustu helgi. Hann passaði sig á því nú að endurtaka ekki þann leik og bókstaflega hljóp af velli þegar honum var skipt út af. „Ég er búinn að læra mína lexíu," sagði Anthony sem var reyndar ekki sáttur við að hafa misst af síðasta leik þar sem Denver tapaði fyrir Detroit á útivelli. Þegar skiptingin kom í nótt klöppuðu áhorfendur og George Karl, þjálfari Denver, brosti út í annað. „Mér fannst þetta nokkuð fyndið," sagði Karl. Myndbandsupptöku af atvikinu má sjá hér. Brandon Roy var með 22 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldrige nítján en sigur Denver var nokkuð öruggur. Í hinum leik næturinnar vann New Orleans sigur á Dallas, 104-88. Chris Paul fór á kostum í leiknum í nótt og skoraði 27 stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Áhorfendur og aðrir leikmenn trúðu svo varla eigin augum þegar hann rak boltann í gegnum fætur Jason Terry á fullri ferð áður en hann gaf boltann á Rasual Butler sem skoraði með troðslu, eins og sjá má hér. „Ótrúlegt. Þetta er eitthvað það allra flottasta sem ég hef séð á ævi minni og hann gerði þetta gegn NBA-leikmanni. Ég var á miðjum vellinum og bara stoppaði. Ég gat ekki klárað sóknina því ég hafði aldrei séð annað eins," sagði Tyson Chandler, liðsfélagi Paul. „Ég þurfti að hugsa fljótt," sagði Paul um atvikið. „Það var annað hvort að hlaupa í gegnum hann eða að kasta boltanum á milli fótanna hans og ná honum svo hinum megin. Ég hef gert þetta á æfingum áður og þetta var það eina sem mér datt í hug með svo skömmum fyrirvara." David West skoraði nítján stig og Butler átján. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og Jason Kidd þrettán.
NBA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira