Dallas losar sig við Terrell Owens Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2009 13:20 Owens hefur lokið keppni í Dallas. Nordic Photos/Getty Images Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, hefur ákveðið að losa sig við vandræðagemlinginn Terrell Owens. Jones segir það hafa verið nauðsynlegt liðsins vegna að losa sig við Owens. Nú geti liðið byrjað upp á nýtt. Owens var hjá Dallas-liðinu í þrjú ár. Spilaði oft á tíðum frábærlega en var jafn oft í blöðunum vegna misgáfulegra athafna utan vallar. Flestar af þeim fréttum snérust um viðhorf Owens til liðsins og leiksins en neikvæðni hans ku ekki hafa haft góð áhrif á hópinn. „Eftir tímabilið töluðum við um breytingar. Þessi ákvörðun var tekin með hagsmuni liðsins í huga. Nú munum við halda áfram með nýtt lið með nýju viðhorfi og á nýjum leikvangi," sagði Jones en Kúrekarnir hafa ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan 1996. Owens fór oft á tíðum á kostum með Cowboys og greip fleiri bolta fyrir snertimörkum en nokkur annar leikmaður í deildinni síðustu þrjú ár. Það er ekki síst honum að þakka að Tony Romo leikstjórnandi varð að stórstjörnu og fékk stóran samning. Þrátt fyrir það klikkaði liðið alltaf í úrslitakeppninni og nú var nóg komið að mati eigandans. Dallas hefur einnig losað sig við Adam „Pacman" Jones og Tank Johnson en þeir hafa báðir einnig verið í vandræðum utan vallar. Það er spurning hvað tekur við hjá hinum 35 ára gamla Owens. Dallas var hans þriðja lið á ferlinum en öll hans félög hafa losað sig við hann vegna neikvæðs viðhorfs. Frammistaðan hefur ekki skipt öllu. Erlendar Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Jerry Jones, eigandi Dallas Cowboys, hefur ákveðið að losa sig við vandræðagemlinginn Terrell Owens. Jones segir það hafa verið nauðsynlegt liðsins vegna að losa sig við Owens. Nú geti liðið byrjað upp á nýtt. Owens var hjá Dallas-liðinu í þrjú ár. Spilaði oft á tíðum frábærlega en var jafn oft í blöðunum vegna misgáfulegra athafna utan vallar. Flestar af þeim fréttum snérust um viðhorf Owens til liðsins og leiksins en neikvæðni hans ku ekki hafa haft góð áhrif á hópinn. „Eftir tímabilið töluðum við um breytingar. Þessi ákvörðun var tekin með hagsmuni liðsins í huga. Nú munum við halda áfram með nýtt lið með nýju viðhorfi og á nýjum leikvangi," sagði Jones en Kúrekarnir hafa ekki unnið leik í úrslitakeppninni síðan 1996. Owens fór oft á tíðum á kostum með Cowboys og greip fleiri bolta fyrir snertimörkum en nokkur annar leikmaður í deildinni síðustu þrjú ár. Það er ekki síst honum að þakka að Tony Romo leikstjórnandi varð að stórstjörnu og fékk stóran samning. Þrátt fyrir það klikkaði liðið alltaf í úrslitakeppninni og nú var nóg komið að mati eigandans. Dallas hefur einnig losað sig við Adam „Pacman" Jones og Tank Johnson en þeir hafa báðir einnig verið í vandræðum utan vallar. Það er spurning hvað tekur við hjá hinum 35 ára gamla Owens. Dallas var hans þriðja lið á ferlinum en öll hans félög hafa losað sig við hann vegna neikvæðs viðhorfs. Frammistaðan hefur ekki skipt öllu.
Erlendar Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira