Novator gerir kröfu um breytingar á stjórn Amer Sports 6. mars 2009 09:15 Novator, í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar, hefur gert kröfu um að breytingar verði gerðar á stjórn íþróttaverslunnarkeðjunnar Amer Sports í Finnlandi. Hefur Novator farið fram á aukahluthafafund af þessum sökum. Á almennum hluthafafundi Amer Sports sem haldinn var í gærdag var ákveðið, að tillögu stjórnar félagsins, að greiða arð til hluthafa fyrir síðasta ár og efna til hlutafjáraukningar. Novator er ósátt við þessa niðurstöðu og vill að Amer Sports selji eignir til að létta á skuldastöðu sinni. Novator er stærsti hluthafi Amer Sports með 20,1% af hlutaféinu. Novator vill ennfremur breyta hlutafjárreglum Amer Sports þannig að hver af fimm stærstu hluthöfum félagsins eigi sæti í stjórn þess. Heiðar Guðjónsson forstjóri Novator segir í samtali við Reuters að að þeir vilji ekki búta Amer Sports niður. "Við viljum aðeins að stjórn félagsins skoði allar leiðir sem geti sem best þjónað hagsmunum félagsins," segir Heiðar. Novator vill að aukahluthafafundur verði haldinn eins fljótt og auðið er. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Novator, í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar, hefur gert kröfu um að breytingar verði gerðar á stjórn íþróttaverslunnarkeðjunnar Amer Sports í Finnlandi. Hefur Novator farið fram á aukahluthafafund af þessum sökum. Á almennum hluthafafundi Amer Sports sem haldinn var í gærdag var ákveðið, að tillögu stjórnar félagsins, að greiða arð til hluthafa fyrir síðasta ár og efna til hlutafjáraukningar. Novator er ósátt við þessa niðurstöðu og vill að Amer Sports selji eignir til að létta á skuldastöðu sinni. Novator er stærsti hluthafi Amer Sports með 20,1% af hlutaféinu. Novator vill ennfremur breyta hlutafjárreglum Amer Sports þannig að hver af fimm stærstu hluthöfum félagsins eigi sæti í stjórn þess. Heiðar Guðjónsson forstjóri Novator segir í samtali við Reuters að að þeir vilji ekki búta Amer Sports niður. "Við viljum aðeins að stjórn félagsins skoði allar leiðir sem geti sem best þjónað hagsmunum félagsins," segir Heiðar. Novator vill að aukahluthafafundur verði haldinn eins fljótt og auðið er.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira