Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður hjá Nordic Partners 12. mars 2009 14:19 Fjármálakreppan hefur gert það að verkum að aðhaldsaðgerðir og niðurskurður eru nú í gangi hjá Nordic Partners. Félagið á hótelin D´Angleterre, Kong Frederik og Front ásamt veitingahúsinu Copenhagen Corner í Danmörku. Gísli Reynison stjórnarformaður Nordic Partners segir að auk þessa séu þeir að vinna að endurfjármögnun á láni því sem þeir tóku hjá Landsbankanum haustið 2007 er fyrrgreindar eignir voru keyptar. Lánið var upp á 318 milljónir danskra kr. eða um 6 milljarða kr. Töluverð umfjöllun er um Nordic Partners á vefsíðunni business.dk undir fyrirsögninni „D´Angleterre-ejer på spanden" eða Eigandi D´Angleterre á hausnum. Gísli segir að hann hafi heyrt af þessari umfjöllun en ekki lesið hana sjálfur. „Það er nú einu sinni þannig að þegar slæmar fréttir berast af íslensku viðskiptalífi nota fjölmiðlar hér yfirleitt tækifærið til að sparka í okkur í leiðinni," segir Gísli. Hann segir fyrirsögnina alls ekki endurspegla raunveruleikann. „Árið í fyrra var okkur erfitt en þetta ár verður betra," segir Gísli. „Og okkar fjárfestingar eru til langs tíma þannig að það var bara gott fyrir okkur að fá þessa niðursveiflu strax í stað þess að þurfa að bregðast við slíku síðar." Nordic Partners er skráð á Íslandi en dönsku hótelin eru rekin í gegnum eignarhaldsfélag í Svíþjóð. Business.dk hefur undir höndum ársreikning frá sænska félaginu fyrir árið 2007 þar sem viðskiptavild þess er skráð upp á 418 milljónir sænskra kr. eða um 2,2 milljarða kr. Hefur vefsíðan eftir sérfræðingum að þessi viðskiptavild sé bókhaldsfiff og ekki í samræmi við stöðuna í dag. Gísli Reynisson segir að Nordic Partners sé ekki skráð á markaði og því þurfi þeir ekkert á bókhaldsfiffum að halda. „Ársreikningar okkar í Svíþjóð eru unnir af sænskum endurskoðendum og þetta er mat þeirra en ekki okkar," segir Gísli. „Það má líka benda á að fasteignamarkaðurinn í Danmörku hefur verið í mikilli niðursveiflu frá því að við festum kaup á þessum eignum þannig að reikna má með að endurskoðendur okkar meti stöðuna öðruvísi í uppgjöri fyrir 2008." Gísli er bjartsýnn á reksturinn hjá Nordic Partners fyrir þetta ár og bendir m.a. á að vextir hafi lækkað töluvert í Danmörku undanfarna mánuði sem léttir undir með skuldastöðunni. Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjármálakreppan hefur gert það að verkum að aðhaldsaðgerðir og niðurskurður eru nú í gangi hjá Nordic Partners. Félagið á hótelin D´Angleterre, Kong Frederik og Front ásamt veitingahúsinu Copenhagen Corner í Danmörku. Gísli Reynison stjórnarformaður Nordic Partners segir að auk þessa séu þeir að vinna að endurfjármögnun á láni því sem þeir tóku hjá Landsbankanum haustið 2007 er fyrrgreindar eignir voru keyptar. Lánið var upp á 318 milljónir danskra kr. eða um 6 milljarða kr. Töluverð umfjöllun er um Nordic Partners á vefsíðunni business.dk undir fyrirsögninni „D´Angleterre-ejer på spanden" eða Eigandi D´Angleterre á hausnum. Gísli segir að hann hafi heyrt af þessari umfjöllun en ekki lesið hana sjálfur. „Það er nú einu sinni þannig að þegar slæmar fréttir berast af íslensku viðskiptalífi nota fjölmiðlar hér yfirleitt tækifærið til að sparka í okkur í leiðinni," segir Gísli. Hann segir fyrirsögnina alls ekki endurspegla raunveruleikann. „Árið í fyrra var okkur erfitt en þetta ár verður betra," segir Gísli. „Og okkar fjárfestingar eru til langs tíma þannig að það var bara gott fyrir okkur að fá þessa niðursveiflu strax í stað þess að þurfa að bregðast við slíku síðar." Nordic Partners er skráð á Íslandi en dönsku hótelin eru rekin í gegnum eignarhaldsfélag í Svíþjóð. Business.dk hefur undir höndum ársreikning frá sænska félaginu fyrir árið 2007 þar sem viðskiptavild þess er skráð upp á 418 milljónir sænskra kr. eða um 2,2 milljarða kr. Hefur vefsíðan eftir sérfræðingum að þessi viðskiptavild sé bókhaldsfiff og ekki í samræmi við stöðuna í dag. Gísli Reynisson segir að Nordic Partners sé ekki skráð á markaði og því þurfi þeir ekkert á bókhaldsfiffum að halda. „Ársreikningar okkar í Svíþjóð eru unnir af sænskum endurskoðendum og þetta er mat þeirra en ekki okkar," segir Gísli. „Það má líka benda á að fasteignamarkaðurinn í Danmörku hefur verið í mikilli niðursveiflu frá því að við festum kaup á þessum eignum þannig að reikna má með að endurskoðendur okkar meti stöðuna öðruvísi í uppgjöri fyrir 2008." Gísli er bjartsýnn á reksturinn hjá Nordic Partners fyrir þetta ár og bendir m.a. á að vextir hafi lækkað töluvert í Danmörku undanfarna mánuði sem léttir undir með skuldastöðunni.
Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira