Yfir 50 bankar í Bandaríkjunum orðnir gjaldþrota í ár 5. júlí 2009 10:59 Tala þeirra banka í Bandaríkjunum sem orðið hafa gjaldþrota í ár nemur nú 52 eftir að sjö bankar lýstu sig gjaldþrota í síðustu viku. Þetta eru meir en helmingi fleiri bankagjaldþrot vestan hafs í ár en á öllu árinu í fyrra. Hér er um að ræða litla og meðalstóra héraðsbanka í ríkjum Bandaríkjanna. Af þeim sjö sem urðu gjaldþrota í síðustu viku voru sex í Illinois og einn í Texas. Langflest hafa gjaldþrotin hinsvegar orðið í Kaliforníu en það ríki glímir nú við alvarlegan fjárhagsvanda. Í frétt um málið á CNN Money segir að samkvæmt upplýsingum frá tryggingarsjóði innistæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) hafa þessi gjaldþrot í ár kostað sjóðinn 12,3 milljarða dollara, eða rúmlega 1.500 milljarða kr. Á öllu árinu í fyrra þurfti FDIC að greiða 17,6 milljarða dollara vegna bankagjaldþrota en sjóðurinn tryggir allar innistæður upp að 250.000 dollurum. Sú upphæð var hækkuð úr 100.000 dollurum í fyrra. Þessir héraðsbankar hafa orðið illa úti í fjármálakreppunni þar sem fasteignaverð hefur hrapað og atvinnuleysi aukist sem gerir almenning illa í stakk búinn til að standa við afborganir og vexti af lánum sínum. Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tala þeirra banka í Bandaríkjunum sem orðið hafa gjaldþrota í ár nemur nú 52 eftir að sjö bankar lýstu sig gjaldþrota í síðustu viku. Þetta eru meir en helmingi fleiri bankagjaldþrot vestan hafs í ár en á öllu árinu í fyrra. Hér er um að ræða litla og meðalstóra héraðsbanka í ríkjum Bandaríkjanna. Af þeim sjö sem urðu gjaldþrota í síðustu viku voru sex í Illinois og einn í Texas. Langflest hafa gjaldþrotin hinsvegar orðið í Kaliforníu en það ríki glímir nú við alvarlegan fjárhagsvanda. Í frétt um málið á CNN Money segir að samkvæmt upplýsingum frá tryggingarsjóði innistæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) hafa þessi gjaldþrot í ár kostað sjóðinn 12,3 milljarða dollara, eða rúmlega 1.500 milljarða kr. Á öllu árinu í fyrra þurfti FDIC að greiða 17,6 milljarða dollara vegna bankagjaldþrota en sjóðurinn tryggir allar innistæður upp að 250.000 dollurum. Sú upphæð var hækkuð úr 100.000 dollurum í fyrra. Þessir héraðsbankar hafa orðið illa úti í fjármálakreppunni þar sem fasteignaverð hefur hrapað og atvinnuleysi aukist sem gerir almenning illa í stakk búinn til að standa við afborganir og vexti af lánum sínum.
Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira