Lánin og Icesave Jón Kaldal skrifar 23. júlí 2009 07:00 Frumvarpið um ríkisábyrgð á Icesave-samningunum virðist ætla að verða stærri biti en ríkisstjórnin ræður við að gleypa. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur, ásamt fjölda málsmetandi fólks, ítrekað varað við afleiðingum þess að Alþingi felli samningana. Rökin eru að með því værum við Íslendingar að senda út þau skilaboð til alþjóðasamfélagsins að við ætlum ekki að standa við ábyrgð á Icesave, eins og ráðamenn okkar lýstu þó yfir þegar í haust við ýmis tilefni. Afleiðingar væru að við fengjum ekki þau erlendu lán sem nauðsynleg eru til að endurræsa gangverk efnahagslífsins. Þetta mat Steingríms er hárrétt ef samningurinn verður felldur á þeim forsendum að Íslendingum beri ekki að ábyrgjast Icesave og eigi því ekki að borga neitt. Þeirri vörn var fyrst stillt upp í byrjun október í fyrra en var skotin í kaf á öllum vígstöðvum og að lokum lögð til grafar í samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) þar sem Davíð Oddsson og Árni Mathiesen skrifuðu undir að Íslendingar myndu virða skuldbindingar sínar varðandi þessa reikninga Landsbankans. Það kom því verulega á óvart þegar umræður um þessa hugmynd hófust á nýjan leik í vor. Góðu heilli bendir allt til þess að sæmileg jarðtenging sé komin í flesta flokka og menn hafi áttað sig á því að það er ekki í boði að víkja sér undan þessari ábyrgð né skjóta deilum um hana til íslenskra dómstóla. Þverpólitísk sátt virðist vera að myndast um að samningaleiðin sé eini valkosturinn. Vandamálið er að efi ríkir í öllum flokkum um þá samninga sem liggja fyrir. Ef rétt er að vilji er fyrir því í öllum þingflokkum að semja skuli um málið, og sú afturganga að Tryggingarsjóður innstæðueigenda sé einn ábyrgur komin aftur í gröf sína, hefur hins vegar skapast ný staða sem ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan eiga að geta náð sátt um. Lánin sem fjármálaráðherra óttast að fáist ekki afgreidd koma annars vegar frá vinaþjóðum í Póllandi og á Norðurlöndunum og hins vegar frá AGS. Þessi lán bíta hvert í annars skott. AGS afgreiðir ekki sinn hluta nema vinaþjóðirnar standi við sín fyrirheit, og vinaþjóðirnar afgreiða ekki sín lán nema framkvæmdastjórn AGS í Washington samþykki í ágúst næsta áfanga þess prógramms sem Ísland er í. Afdrif Icesave-málsins á Alþingi hefur úrslitaáhrif á afgreiðslu allra þessara lána. Grundvöllur þeirra er þó ekki ákveðin útfærsla á samningum um ábyrgð Íslands á Icesave. Full ástæða er því til að kanna hvort möguleiki sé á því að vinaþjóðir okkar, og jafnvel AGS, séu reiðubúnar til að afgreiða umsamin lán, ef allir flokkar á Alþingi lýsa því afdráttarlaust yfir að full samstaða sé um að ábyrgjast Icesave. Á þeim grundvelli pólitískrar sáttar væri hægt að halda áfram því gríðarlega mikilvæga uppbyggingarstarfi sem bíður. Eftir stæði tæknileg útfærsla á nýjum samningum við Hollendinga og Breta. Það er svo allt annað mál hvort hagkvæmari samningar yrðu uppskeran. Ísland er bæði ofar en Holland og Bretland á lista OECD yfir ríkustu þjóðir heims. Það stendur örugglega nokkuð í ráðamönnum beggja þjóða að bjóða skattborgurum sínum upp á að blæða fyrir ævintýramennsku íslensks banka og klúður íslenskra eftirlitsstofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Frumvarpið um ríkisábyrgð á Icesave-samningunum virðist ætla að verða stærri biti en ríkisstjórnin ræður við að gleypa. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur, ásamt fjölda málsmetandi fólks, ítrekað varað við afleiðingum þess að Alþingi felli samningana. Rökin eru að með því værum við Íslendingar að senda út þau skilaboð til alþjóðasamfélagsins að við ætlum ekki að standa við ábyrgð á Icesave, eins og ráðamenn okkar lýstu þó yfir þegar í haust við ýmis tilefni. Afleiðingar væru að við fengjum ekki þau erlendu lán sem nauðsynleg eru til að endurræsa gangverk efnahagslífsins. Þetta mat Steingríms er hárrétt ef samningurinn verður felldur á þeim forsendum að Íslendingum beri ekki að ábyrgjast Icesave og eigi því ekki að borga neitt. Þeirri vörn var fyrst stillt upp í byrjun október í fyrra en var skotin í kaf á öllum vígstöðvum og að lokum lögð til grafar í samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) þar sem Davíð Oddsson og Árni Mathiesen skrifuðu undir að Íslendingar myndu virða skuldbindingar sínar varðandi þessa reikninga Landsbankans. Það kom því verulega á óvart þegar umræður um þessa hugmynd hófust á nýjan leik í vor. Góðu heilli bendir allt til þess að sæmileg jarðtenging sé komin í flesta flokka og menn hafi áttað sig á því að það er ekki í boði að víkja sér undan þessari ábyrgð né skjóta deilum um hana til íslenskra dómstóla. Þverpólitísk sátt virðist vera að myndast um að samningaleiðin sé eini valkosturinn. Vandamálið er að efi ríkir í öllum flokkum um þá samninga sem liggja fyrir. Ef rétt er að vilji er fyrir því í öllum þingflokkum að semja skuli um málið, og sú afturganga að Tryggingarsjóður innstæðueigenda sé einn ábyrgur komin aftur í gröf sína, hefur hins vegar skapast ný staða sem ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan eiga að geta náð sátt um. Lánin sem fjármálaráðherra óttast að fáist ekki afgreidd koma annars vegar frá vinaþjóðum í Póllandi og á Norðurlöndunum og hins vegar frá AGS. Þessi lán bíta hvert í annars skott. AGS afgreiðir ekki sinn hluta nema vinaþjóðirnar standi við sín fyrirheit, og vinaþjóðirnar afgreiða ekki sín lán nema framkvæmdastjórn AGS í Washington samþykki í ágúst næsta áfanga þess prógramms sem Ísland er í. Afdrif Icesave-málsins á Alþingi hefur úrslitaáhrif á afgreiðslu allra þessara lána. Grundvöllur þeirra er þó ekki ákveðin útfærsla á samningum um ábyrgð Íslands á Icesave. Full ástæða er því til að kanna hvort möguleiki sé á því að vinaþjóðir okkar, og jafnvel AGS, séu reiðubúnar til að afgreiða umsamin lán, ef allir flokkar á Alþingi lýsa því afdráttarlaust yfir að full samstaða sé um að ábyrgjast Icesave. Á þeim grundvelli pólitískrar sáttar væri hægt að halda áfram því gríðarlega mikilvæga uppbyggingarstarfi sem bíður. Eftir stæði tæknileg útfærsla á nýjum samningum við Hollendinga og Breta. Það er svo allt annað mál hvort hagkvæmari samningar yrðu uppskeran. Ísland er bæði ofar en Holland og Bretland á lista OECD yfir ríkustu þjóðir heims. Það stendur örugglega nokkuð í ráðamönnum beggja þjóða að bjóða skattborgurum sínum upp á að blæða fyrir ævintýramennsku íslensks banka og klúður íslenskra eftirlitsstofnana.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun