Breskir bankar á fallandi fæti 20. janúar 2009 03:00 Hlutabréf Royal Bank of Scotland, sem nú er í meirihlutaeigu breska ríkisins, hríðféllu í gær eftir afkomuviðvörun bankans. Hlutabréf banka og fjármálastofnana í Bretlandi hríðféllu á mörkuðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir nýja áætlun til bjargar fjármálakerfinu sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, kynnti í gær. Einna mest var lækkun hlutabréfa Royal Bank of Scotland, um 67,4 prósent, eftir að bankinn gaf út afkomuviðvörun þar sem hann varaði við því að tap bankans á nýliðnu ári kynni að nema allt að 28 milljörðum punda, eða yfir 5.200 milljörðum íslenskra króna. Slíkt tap hefur ekki áður sést hjá fjármálastofnun í Bretlandi. Ríkið á þegar 58 prósenta hlut í bankanum og áætlanir um að það auki eignarhlut sinn í 70 prósent. Aukinn eignarhlutur ríkisins í bankanum er hluti af björgunaráætlun sem ætlað er að koma ró á fjármálakerfi Bretlands. Þar eru einnig áætlanir um að bönkum verði gert kleift að kaupa tryggingu gegn framtíðartapi af áhættusömum eignasöfnum, að því er Market Watch greinir frá. Þar kemur einnig fram að þótt fjárfestar hafi í fyrstu fagnað áætlunum breska ríkisins hafi þeir svo tekið að efast. „Ég er ekki sannfærður um að tilætluðum árangri verði náð og útlán aukist, því þótt ríkisstjórnin tryggi veðlán þá er bönkunum ekki í raun gert að hreinsa ruslið úr eignasafni sínu,“ hefur Market Watch eftir Peter Dixon, greinanda hjá Commerzbank í Þýskalandi. - óká Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréf banka og fjármálastofnana í Bretlandi hríðféllu á mörkuðum í gær. Fallið varð þrátt fyrir nýja áætlun til bjargar fjármálakerfinu sem Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, kynnti í gær. Einna mest var lækkun hlutabréfa Royal Bank of Scotland, um 67,4 prósent, eftir að bankinn gaf út afkomuviðvörun þar sem hann varaði við því að tap bankans á nýliðnu ári kynni að nema allt að 28 milljörðum punda, eða yfir 5.200 milljörðum íslenskra króna. Slíkt tap hefur ekki áður sést hjá fjármálastofnun í Bretlandi. Ríkið á þegar 58 prósenta hlut í bankanum og áætlanir um að það auki eignarhlut sinn í 70 prósent. Aukinn eignarhlutur ríkisins í bankanum er hluti af björgunaráætlun sem ætlað er að koma ró á fjármálakerfi Bretlands. Þar eru einnig áætlanir um að bönkum verði gert kleift að kaupa tryggingu gegn framtíðartapi af áhættusömum eignasöfnum, að því er Market Watch greinir frá. Þar kemur einnig fram að þótt fjárfestar hafi í fyrstu fagnað áætlunum breska ríkisins hafi þeir svo tekið að efast. „Ég er ekki sannfærður um að tilætluðum árangri verði náð og útlán aukist, því þótt ríkisstjórnin tryggi veðlán þá er bönkunum ekki í raun gert að hreinsa ruslið úr eignasafni sínu,“ hefur Market Watch eftir Peter Dixon, greinanda hjá Commerzbank í Þýskalandi. - óká
Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent