Ótrúleg flautukarfa LeBron tryggði Cleveland sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2009 11:00 LeBron skýtur hér að körfunni þegar 0,6 sekúndur eru eftir af leiknum. Nordic Photos / Getty Images LeBron James skrifaði nafn sitt enn einu sinni gylltu letri í sögubækur Cleveland Cavaliers og NBA-deildarinnar er hann tryggði sínum mönnum hreint ótrúlegan sigur gegn Orlando Magic í nótt, 96-95. Í stuttu máli sagt var Cleveland tveimur stigum undir þegar ein sekúnda var til leiksloka. Mo Williams tók innkast og gaf á LeBron James. Hann náði að snúa öxlunum að körfunni og skjóta þó svo að hann væri með Hedo Turkoglu í sér. Tíminn rann út á meðan boltinn var í loftinu og ofan í körfuna fór hann. Allt trylltist í höllinni. „Það var ekki hægt að heyra neitt nema fagnaðaröskrið," sagði LeBron eftir leik. „Þessir stuðningsmenn eiga þetta skilið. Þetta var mikilvægasta skot ferils míns. Sekúnda er langur tími fyrir mig - fyrir aðra er sekúnda mjög skammur tími. Maður æfir sig í svona skotum sem krakki." Frægustu flautukörfu í sögu Cleveland fyrir leikinn í nótt átti Michael Jordan hjá Chicago Bulls, en það skot setti hann niður í úrslitakeppninni árið 1989. Sá gerði það að verkum að Cleveland féll úr leik í úrslitakeppninni.Hér er sigrinum fræga fagnað.Nordic Photos / Getty ImagesMeð sigri hefði Orlando komist í 2-0 og þar með unnið báða leikina á heimavelli Cleveland. Næsti leikur er á heimavelli Orlando á sunnudagskvöldið. Turkoglu hafði átt stórleik og þá sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði síðustu fimm stig Orlando í leiknum og sjö af síðustu níu. Hann setti niður þrist þegar 48 sekúndur voru eftir og jafnaði þar með metin, 93-93. Hann setti svo niður erfitt skot úr teignum þegar sekúnda var eftir, 95-93. En þá var komið að þætti LeBron James. Cleveland byrjaði miklu mun betur í leiknum og náði mest 23 stiga forystu. En Orlando neitaði að gefast upp og náði að jafna metin og komast svo yfir í fjórða leikhluta. Turkoglu skoraði 21 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis 21. LeBron James var með 35 stig og Mo Williams nítján. Zydrunas Ilgauskas var með tólf stig og fimmtán fráköst. NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
LeBron James skrifaði nafn sitt enn einu sinni gylltu letri í sögubækur Cleveland Cavaliers og NBA-deildarinnar er hann tryggði sínum mönnum hreint ótrúlegan sigur gegn Orlando Magic í nótt, 96-95. Í stuttu máli sagt var Cleveland tveimur stigum undir þegar ein sekúnda var til leiksloka. Mo Williams tók innkast og gaf á LeBron James. Hann náði að snúa öxlunum að körfunni og skjóta þó svo að hann væri með Hedo Turkoglu í sér. Tíminn rann út á meðan boltinn var í loftinu og ofan í körfuna fór hann. Allt trylltist í höllinni. „Það var ekki hægt að heyra neitt nema fagnaðaröskrið," sagði LeBron eftir leik. „Þessir stuðningsmenn eiga þetta skilið. Þetta var mikilvægasta skot ferils míns. Sekúnda er langur tími fyrir mig - fyrir aðra er sekúnda mjög skammur tími. Maður æfir sig í svona skotum sem krakki." Frægustu flautukörfu í sögu Cleveland fyrir leikinn í nótt átti Michael Jordan hjá Chicago Bulls, en það skot setti hann niður í úrslitakeppninni árið 1989. Sá gerði það að verkum að Cleveland féll úr leik í úrslitakeppninni.Hér er sigrinum fræga fagnað.Nordic Photos / Getty ImagesMeð sigri hefði Orlando komist í 2-0 og þar með unnið báða leikina á heimavelli Cleveland. Næsti leikur er á heimavelli Orlando á sunnudagskvöldið. Turkoglu hafði átt stórleik og þá sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði síðustu fimm stig Orlando í leiknum og sjö af síðustu níu. Hann setti niður þrist þegar 48 sekúndur voru eftir og jafnaði þar með metin, 93-93. Hann setti svo niður erfitt skot úr teignum þegar sekúnda var eftir, 95-93. En þá var komið að þætti LeBron James. Cleveland byrjaði miklu mun betur í leiknum og náði mest 23 stiga forystu. En Orlando neitaði að gefast upp og náði að jafna metin og komast svo yfir í fjórða leikhluta. Turkoglu skoraði 21 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis 21. LeBron James var með 35 stig og Mo Williams nítján. Zydrunas Ilgauskas var með tólf stig og fimmtán fráköst.
NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira