Ótrúleg flautukarfa LeBron tryggði Cleveland sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2009 11:00 LeBron skýtur hér að körfunni þegar 0,6 sekúndur eru eftir af leiknum. Nordic Photos / Getty Images LeBron James skrifaði nafn sitt enn einu sinni gylltu letri í sögubækur Cleveland Cavaliers og NBA-deildarinnar er hann tryggði sínum mönnum hreint ótrúlegan sigur gegn Orlando Magic í nótt, 96-95. Í stuttu máli sagt var Cleveland tveimur stigum undir þegar ein sekúnda var til leiksloka. Mo Williams tók innkast og gaf á LeBron James. Hann náði að snúa öxlunum að körfunni og skjóta þó svo að hann væri með Hedo Turkoglu í sér. Tíminn rann út á meðan boltinn var í loftinu og ofan í körfuna fór hann. Allt trylltist í höllinni. „Það var ekki hægt að heyra neitt nema fagnaðaröskrið," sagði LeBron eftir leik. „Þessir stuðningsmenn eiga þetta skilið. Þetta var mikilvægasta skot ferils míns. Sekúnda er langur tími fyrir mig - fyrir aðra er sekúnda mjög skammur tími. Maður æfir sig í svona skotum sem krakki." Frægustu flautukörfu í sögu Cleveland fyrir leikinn í nótt átti Michael Jordan hjá Chicago Bulls, en það skot setti hann niður í úrslitakeppninni árið 1989. Sá gerði það að verkum að Cleveland féll úr leik í úrslitakeppninni.Hér er sigrinum fræga fagnað.Nordic Photos / Getty ImagesMeð sigri hefði Orlando komist í 2-0 og þar með unnið báða leikina á heimavelli Cleveland. Næsti leikur er á heimavelli Orlando á sunnudagskvöldið. Turkoglu hafði átt stórleik og þá sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði síðustu fimm stig Orlando í leiknum og sjö af síðustu níu. Hann setti niður þrist þegar 48 sekúndur voru eftir og jafnaði þar með metin, 93-93. Hann setti svo niður erfitt skot úr teignum þegar sekúnda var eftir, 95-93. En þá var komið að þætti LeBron James. Cleveland byrjaði miklu mun betur í leiknum og náði mest 23 stiga forystu. En Orlando neitaði að gefast upp og náði að jafna metin og komast svo yfir í fjórða leikhluta. Turkoglu skoraði 21 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis 21. LeBron James var með 35 stig og Mo Williams nítján. Zydrunas Ilgauskas var með tólf stig og fimmtán fráköst. NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Sjá meira
LeBron James skrifaði nafn sitt enn einu sinni gylltu letri í sögubækur Cleveland Cavaliers og NBA-deildarinnar er hann tryggði sínum mönnum hreint ótrúlegan sigur gegn Orlando Magic í nótt, 96-95. Í stuttu máli sagt var Cleveland tveimur stigum undir þegar ein sekúnda var til leiksloka. Mo Williams tók innkast og gaf á LeBron James. Hann náði að snúa öxlunum að körfunni og skjóta þó svo að hann væri með Hedo Turkoglu í sér. Tíminn rann út á meðan boltinn var í loftinu og ofan í körfuna fór hann. Allt trylltist í höllinni. „Það var ekki hægt að heyra neitt nema fagnaðaröskrið," sagði LeBron eftir leik. „Þessir stuðningsmenn eiga þetta skilið. Þetta var mikilvægasta skot ferils míns. Sekúnda er langur tími fyrir mig - fyrir aðra er sekúnda mjög skammur tími. Maður æfir sig í svona skotum sem krakki." Frægustu flautukörfu í sögu Cleveland fyrir leikinn í nótt átti Michael Jordan hjá Chicago Bulls, en það skot setti hann niður í úrslitakeppninni árið 1989. Sá gerði það að verkum að Cleveland féll úr leik í úrslitakeppninni.Hér er sigrinum fræga fagnað.Nordic Photos / Getty ImagesMeð sigri hefði Orlando komist í 2-0 og þar með unnið báða leikina á heimavelli Cleveland. Næsti leikur er á heimavelli Orlando á sunnudagskvöldið. Turkoglu hafði átt stórleik og þá sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði síðustu fimm stig Orlando í leiknum og sjö af síðustu níu. Hann setti niður þrist þegar 48 sekúndur voru eftir og jafnaði þar með metin, 93-93. Hann setti svo niður erfitt skot úr teignum þegar sekúnda var eftir, 95-93. En þá var komið að þætti LeBron James. Cleveland byrjaði miklu mun betur í leiknum og náði mest 23 stiga forystu. En Orlando neitaði að gefast upp og náði að jafna metin og komast svo yfir í fjórða leikhluta. Turkoglu skoraði 21 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis 21. LeBron James var með 35 stig og Mo Williams nítján. Zydrunas Ilgauskas var með tólf stig og fimmtán fráköst.
NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Sjá meira