Ótrúleg flautukarfa LeBron tryggði Cleveland sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2009 11:00 LeBron skýtur hér að körfunni þegar 0,6 sekúndur eru eftir af leiknum. Nordic Photos / Getty Images LeBron James skrifaði nafn sitt enn einu sinni gylltu letri í sögubækur Cleveland Cavaliers og NBA-deildarinnar er hann tryggði sínum mönnum hreint ótrúlegan sigur gegn Orlando Magic í nótt, 96-95. Í stuttu máli sagt var Cleveland tveimur stigum undir þegar ein sekúnda var til leiksloka. Mo Williams tók innkast og gaf á LeBron James. Hann náði að snúa öxlunum að körfunni og skjóta þó svo að hann væri með Hedo Turkoglu í sér. Tíminn rann út á meðan boltinn var í loftinu og ofan í körfuna fór hann. Allt trylltist í höllinni. „Það var ekki hægt að heyra neitt nema fagnaðaröskrið," sagði LeBron eftir leik. „Þessir stuðningsmenn eiga þetta skilið. Þetta var mikilvægasta skot ferils míns. Sekúnda er langur tími fyrir mig - fyrir aðra er sekúnda mjög skammur tími. Maður æfir sig í svona skotum sem krakki." Frægustu flautukörfu í sögu Cleveland fyrir leikinn í nótt átti Michael Jordan hjá Chicago Bulls, en það skot setti hann niður í úrslitakeppninni árið 1989. Sá gerði það að verkum að Cleveland féll úr leik í úrslitakeppninni.Hér er sigrinum fræga fagnað.Nordic Photos / Getty ImagesMeð sigri hefði Orlando komist í 2-0 og þar með unnið báða leikina á heimavelli Cleveland. Næsti leikur er á heimavelli Orlando á sunnudagskvöldið. Turkoglu hafði átt stórleik og þá sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði síðustu fimm stig Orlando í leiknum og sjö af síðustu níu. Hann setti niður þrist þegar 48 sekúndur voru eftir og jafnaði þar með metin, 93-93. Hann setti svo niður erfitt skot úr teignum þegar sekúnda var eftir, 95-93. En þá var komið að þætti LeBron James. Cleveland byrjaði miklu mun betur í leiknum og náði mest 23 stiga forystu. En Orlando neitaði að gefast upp og náði að jafna metin og komast svo yfir í fjórða leikhluta. Turkoglu skoraði 21 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis 21. LeBron James var með 35 stig og Mo Williams nítján. Zydrunas Ilgauskas var með tólf stig og fimmtán fráköst. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
LeBron James skrifaði nafn sitt enn einu sinni gylltu letri í sögubækur Cleveland Cavaliers og NBA-deildarinnar er hann tryggði sínum mönnum hreint ótrúlegan sigur gegn Orlando Magic í nótt, 96-95. Í stuttu máli sagt var Cleveland tveimur stigum undir þegar ein sekúnda var til leiksloka. Mo Williams tók innkast og gaf á LeBron James. Hann náði að snúa öxlunum að körfunni og skjóta þó svo að hann væri með Hedo Turkoglu í sér. Tíminn rann út á meðan boltinn var í loftinu og ofan í körfuna fór hann. Allt trylltist í höllinni. „Það var ekki hægt að heyra neitt nema fagnaðaröskrið," sagði LeBron eftir leik. „Þessir stuðningsmenn eiga þetta skilið. Þetta var mikilvægasta skot ferils míns. Sekúnda er langur tími fyrir mig - fyrir aðra er sekúnda mjög skammur tími. Maður æfir sig í svona skotum sem krakki." Frægustu flautukörfu í sögu Cleveland fyrir leikinn í nótt átti Michael Jordan hjá Chicago Bulls, en það skot setti hann niður í úrslitakeppninni árið 1989. Sá gerði það að verkum að Cleveland féll úr leik í úrslitakeppninni.Hér er sigrinum fræga fagnað.Nordic Photos / Getty ImagesMeð sigri hefði Orlando komist í 2-0 og þar með unnið báða leikina á heimavelli Cleveland. Næsti leikur er á heimavelli Orlando á sunnudagskvöldið. Turkoglu hafði átt stórleik og þá sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði síðustu fimm stig Orlando í leiknum og sjö af síðustu níu. Hann setti niður þrist þegar 48 sekúndur voru eftir og jafnaði þar með metin, 93-93. Hann setti svo niður erfitt skot úr teignum þegar sekúnda var eftir, 95-93. En þá var komið að þætti LeBron James. Cleveland byrjaði miklu mun betur í leiknum og náði mest 23 stiga forystu. En Orlando neitaði að gefast upp og náði að jafna metin og komast svo yfir í fjórða leikhluta. Turkoglu skoraði 21 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis 21. LeBron James var með 35 stig og Mo Williams nítján. Zydrunas Ilgauskas var með tólf stig og fimmtán fráköst.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira