Dópneysla vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku 20. janúar 2009 10:01 Dópneysla er nú vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða veitingahús, skrifstofur, byggingaframkvæmdir eða annað. Fjallað er um málið í Jyllands-Posten. Þar segir að loksins þegar tekist hafi að útiloka áfengi, aðallega öldrykkju, frá dönskum vinnustöðum færist misnotkun á öðrum fíkniefnum í aukana. Er þar aðallega um örvandi efni að ræða eins og amfetamín og kókaín. Jyllands-Posten ræðir við Finn Zierau lækni hjá Afvötnunarstöð Kaupmannahafnarsvæðisins sem segir að ákveðin kynslóðaskipti séu þegar komi að misnotkun á áfengi og fíkniefnum hjá vinnandi fólki. Áfengisvandamálið sé einkum bundið við eldra fólk, það er yfir 45 ára, og örvandi efnin við yngri hópa eða frá 25 til 45 ára. Misnotkun áfengis, einkum öldrykkja, var þekkt vandamál hjá iðnaðarmönnum og byggingaverkamönnum á byggingasvæðum í Danmörku hér á árum áður. Verkalýðsforystunni tókst með markvissum aðgerðum að útrýma þessu vandamáli að mestu. Nú hinsvegar ber svo við að verkamennirnir hafa í stórum stíl skipt út ölinu fyrir örvandi efni eins og amfetamín. Og kókaín neysla meðal skrifstofufólks, einkum í fjármálageiranum, er einnig vaxandi vandamál. Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Dópneysla er nú vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða veitingahús, skrifstofur, byggingaframkvæmdir eða annað. Fjallað er um málið í Jyllands-Posten. Þar segir að loksins þegar tekist hafi að útiloka áfengi, aðallega öldrykkju, frá dönskum vinnustöðum færist misnotkun á öðrum fíkniefnum í aukana. Er þar aðallega um örvandi efni að ræða eins og amfetamín og kókaín. Jyllands-Posten ræðir við Finn Zierau lækni hjá Afvötnunarstöð Kaupmannahafnarsvæðisins sem segir að ákveðin kynslóðaskipti séu þegar komi að misnotkun á áfengi og fíkniefnum hjá vinnandi fólki. Áfengisvandamálið sé einkum bundið við eldra fólk, það er yfir 45 ára, og örvandi efnin við yngri hópa eða frá 25 til 45 ára. Misnotkun áfengis, einkum öldrykkja, var þekkt vandamál hjá iðnaðarmönnum og byggingaverkamönnum á byggingasvæðum í Danmörku hér á árum áður. Verkalýðsforystunni tókst með markvissum aðgerðum að útrýma þessu vandamáli að mestu. Nú hinsvegar ber svo við að verkamennirnir hafa í stórum stíl skipt út ölinu fyrir örvandi efni eins og amfetamín. Og kókaín neysla meðal skrifstofufólks, einkum í fjármálageiranum, er einnig vaxandi vandamál.
Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira