Boston þurfti tvær framlengingar gegn Charlotte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2009 09:00 Ray Allen fagnar sigurkörfu sinni í nótt. Mynd/GettyImages Boston Celtics komst í hann krappann í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Bobcats, 111-109, eftir tvíframlengdan leik. Ray Allen tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga körfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir af leiknum. Charlotte er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina, hafði unnið Lakers-liðið kvöldið áður og var í góðri stöðu til þess að vinna leikinn. Boston hefur gengið í gegnum meiðslahrjáðar og erfiðar vikur en náði með þessu eins leiks forskoti á Orlando sem tapaði í nótt. Paul Pierce var með 32 stig hjá Boston, Allen skoraði 21 og Rajon Rondo var með 21 stig og 9 stoðsendingar. Hjá Charlotte var Gerald Wallace með 20 stig og 10 fráköst.Chris Bosh var með 24 stig og lykilkörfu í lokin þegar Toronto Raptors vann 99-95 sigur á Orlando Magic. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Jose Calderon var með 21 stig fyrir Toronto og Shawn Marion bætti við 17 stigum og 15 fráköstum. Dwight Howard var með 30 stig hjá Orlando.Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð og vann 104-98 sigur á Milwaukee Bucks. Kobe Bryant var ákveðinn í að tapa ekki fleiri leikjum, hitti út 7 fyrstu skotunum sínum og endaði með 30 stig. Pau Gasol var sterkur í lokin með 8 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ramon Sessions var með þrennu hjá Bucks, 16 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst.Devin Harris var með 19 stig og 11 stoðsendingar í 111-98 sigri New Jersey Nets á Detroit Pistons sem endaði fimm leikja taphrinu liðsins. Richard Hamilton skoraði 29 stig fyrir Knicks-liðið sem var að spila fjórða kvöldið í röð.Memphis Grizzlies vann fyrsta heimasigur sinn eftir Stjörnuleikshelgina þegar liðið vann 112-107 sigur á Washington Wizards. Nýliðarnir Marc Gasol og O.J. Mayo voru með 18 stig hvor. Caron Butler skoraði 31 stig fyrir Wizards og Antawn Jamison bætti við 28 stigum og 10 fráköstum en það dugði ekki til og Washington tapaði þriðja leiknum í röð.Dirk Nowitzki skoraði 30 stig í 98-96 sigri Dallas Mavericks á Miami Heat en hetja liðsins var Josh Howard sem skoraði 20 stig og fiskaði ruðning á Mario Chalmers 2,3 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var annar sigurleikur Dallas í röð og liðið hefur ennfremur unnið 10 af 11 heimaleikjum frá Stjörnuleikshelginni. Dwyane Wade var með 23 stig og 6 stoðsendingar hjá Miami.Steve Nash var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 114-109 sigri Phoenix Suns á Houston Rockets og hinir gömlu karlarnir, Grant Hill (23 stig), Shaquille O'Neal (22 stig) og Jason Richardson (18 stig), hjálpuðu líka til. Ron Artest var með 28 stig hjá Houston og Yao Ming bætti við 20 stigum og 14 fráköstum.Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-98 sigri New Orleans Hornets á Los Angeles Clippers. Það stefnir í mikla baráttu milli New Orleans, San Antonio og Houston um sigurinn í Suðvestur-deildinni. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og Zach Randolph skoraði 24.Lokaleikur kvöldsins var fjörugur en Golden State Warriors vann þá 143-141 sigur á Sacramento Kings eftir framlengdan leik. Monta Ellis var með 42 stig fyrir Warriors en Kevin Martin skoraði 50 stig fyrir Kings. Ronny Turiaf tryggði Golden State sigurinn á vítalínunni 12,2 sekúndum fyrir leikslok en Sacramento klikkaði á lokaskotinu eftir að hafa tryggt sér framlengingu fyrr í leiknum. NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Boston Celtics komst í hann krappann í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Bobcats, 111-109, eftir tvíframlengdan leik. Ray Allen tryggði Boston sigurinn með þriggja stiga körfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir af leiknum. Charlotte er að berjast um síðasta sætið í úrslitakeppnina, hafði unnið Lakers-liðið kvöldið áður og var í góðri stöðu til þess að vinna leikinn. Boston hefur gengið í gegnum meiðslahrjáðar og erfiðar vikur en náði með þessu eins leiks forskoti á Orlando sem tapaði í nótt. Paul Pierce var með 32 stig hjá Boston, Allen skoraði 21 og Rajon Rondo var með 21 stig og 9 stoðsendingar. Hjá Charlotte var Gerald Wallace með 20 stig og 10 fráköst.Chris Bosh var með 24 stig og lykilkörfu í lokin þegar Toronto Raptors vann 99-95 sigur á Orlando Magic. Þetta var fimmti sigur Toronto í röð. Jose Calderon var með 21 stig fyrir Toronto og Shawn Marion bætti við 17 stigum og 15 fráköstum. Dwight Howard var með 30 stig hjá Orlando.Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð og vann 104-98 sigur á Milwaukee Bucks. Kobe Bryant var ákveðinn í að tapa ekki fleiri leikjum, hitti út 7 fyrstu skotunum sínum og endaði með 30 stig. Pau Gasol var sterkur í lokin með 8 af 15 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Ramon Sessions var með þrennu hjá Bucks, 16 stig, 16 stoðsendingar og 10 fráköst.Devin Harris var með 19 stig og 11 stoðsendingar í 111-98 sigri New Jersey Nets á Detroit Pistons sem endaði fimm leikja taphrinu liðsins. Richard Hamilton skoraði 29 stig fyrir Knicks-liðið sem var að spila fjórða kvöldið í röð.Memphis Grizzlies vann fyrsta heimasigur sinn eftir Stjörnuleikshelgina þegar liðið vann 112-107 sigur á Washington Wizards. Nýliðarnir Marc Gasol og O.J. Mayo voru með 18 stig hvor. Caron Butler skoraði 31 stig fyrir Wizards og Antawn Jamison bætti við 28 stigum og 10 fráköstum en það dugði ekki til og Washington tapaði þriðja leiknum í röð.Dirk Nowitzki skoraði 30 stig í 98-96 sigri Dallas Mavericks á Miami Heat en hetja liðsins var Josh Howard sem skoraði 20 stig og fiskaði ruðning á Mario Chalmers 2,3 sekúndum fyrir leikslok. Þetta var annar sigurleikur Dallas í röð og liðið hefur ennfremur unnið 10 af 11 heimaleikjum frá Stjörnuleikshelginni. Dwyane Wade var með 23 stig og 6 stoðsendingar hjá Miami.Steve Nash var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 114-109 sigri Phoenix Suns á Houston Rockets og hinir gömlu karlarnir, Grant Hill (23 stig), Shaquille O'Neal (22 stig) og Jason Richardson (18 stig), hjálpuðu líka til. Ron Artest var með 28 stig hjá Houston og Yao Ming bætti við 20 stigum og 14 fráköstum.Chris Paul skoraði 30 stig og gaf 14 stoðsendingar í 104-98 sigri New Orleans Hornets á Los Angeles Clippers. Það stefnir í mikla baráttu milli New Orleans, San Antonio og Houston um sigurinn í Suðvestur-deildinni. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og Zach Randolph skoraði 24.Lokaleikur kvöldsins var fjörugur en Golden State Warriors vann þá 143-141 sigur á Sacramento Kings eftir framlengdan leik. Monta Ellis var með 42 stig fyrir Warriors en Kevin Martin skoraði 50 stig fyrir Kings. Ronny Turiaf tryggði Golden State sigurinn á vítalínunni 12,2 sekúndum fyrir leikslok en Sacramento klikkaði á lokaskotinu eftir að hafa tryggt sér framlengingu fyrr í leiknum.
NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins