Það er nóg af leikjum í undankeppnum Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildar UEFA í vikunni og það eru ekki bara íslensku liðin sem verða á ferðinni. Á heimasíðu Knattspyrnusambandsins er farið yfir verkefni íslenskra eftirlitsmanna í vikunni.
Fimm íslenskir eftirlitsmenn verða á leikjum þessum keppnum einn er dómaraeftirlitsmaður í Meistaradeild Evrópu í kvöld og á fimmtudag verða svo þrír dómaraeftirlitsmenn að störfum í Evrópudeild UEFA og einn eftirlitsmaður.
Egill Már Markússon verður dómaraeftirlitsmaður í Wales í kvöld þegar að Rhyl FC og FK Partizan mætast í Meistaradeild Evrópu.
Sigurður Hannesson verður dómaraeftirlitsmaður í Sviss þar sem FC Basel og FC Santa Coloma eigast við á fimmtudaginn.
Ingi Jónsson verður dómaraeftirlitsmaður í Lúxemborg á leik FC Differdange 03 og HNK Rijeka á fimmtudaginn.
Eyjólfur Ólafsson verður dómaraeftirlitsmaður í Skotlandi á leik Falkirk og Vaduz á fimmtudaginn.
Guðmundur Pétursson verður eftirlitsmaður UEFA í Litháen á leik FK Vetra og HJK Helsinki á fimmtudaginn.
