Óttinn við svínaflensuna veldur niðursveiflu á mörkuðum 27. apríl 2009 08:51 Flugfélög og félög í ferðamannaiðnaðinum víða um heim verða fyrir barðinu á óttanum við svínaflensuna. Hlutir í þessum félögum hrapa í verði á mörkuðum í dag. Á sama tíma hafa hlutir hjá lyfjaframleiðendum og félögum sem framleiða lækningatól eins og andlitsgrímur og gúmmíhanska hækkað verulega. Þá hefur dollarinn veikst verulega gagnvart jeninu og gengi mexískanska pesósins hefur fallið um 3% í fyrstu viðskiptum dagsins á gjaldeyrismörkuðum. Sem dæmi um verðfallið má nefna að hlutir í British Airways hafa fallið um 17% í morgun og hjá SAS er fallið um 7%. Hinsvegar hafa hlutir í Top Glove, stærsta framleiðenda heims á gúmmíhönskum, hækkað um 8% svo dæmi sé tekið. Í frétt um málið í The Guardian segir að fjárfestar í Asíu séu sérstaklega taugaveiklaðir vegna málsins enda minnugir þess sem gerðist þegar fuglaflensan geysaði árin 2005 og 2006 þar í álfu. Sem stendur eru yfir 100 manns látnir úr flensunni í Mexíkó og yfir 400 eru sýktir. Flensan hefur breiðst út til suðurhluta Bandaríkjanna þar sem 20 tilfelli af flensunni hafa verið staðfest. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flugfélög og félög í ferðamannaiðnaðinum víða um heim verða fyrir barðinu á óttanum við svínaflensuna. Hlutir í þessum félögum hrapa í verði á mörkuðum í dag. Á sama tíma hafa hlutir hjá lyfjaframleiðendum og félögum sem framleiða lækningatól eins og andlitsgrímur og gúmmíhanska hækkað verulega. Þá hefur dollarinn veikst verulega gagnvart jeninu og gengi mexískanska pesósins hefur fallið um 3% í fyrstu viðskiptum dagsins á gjaldeyrismörkuðum. Sem dæmi um verðfallið má nefna að hlutir í British Airways hafa fallið um 17% í morgun og hjá SAS er fallið um 7%. Hinsvegar hafa hlutir í Top Glove, stærsta framleiðenda heims á gúmmíhönskum, hækkað um 8% svo dæmi sé tekið. Í frétt um málið í The Guardian segir að fjárfestar í Asíu séu sérstaklega taugaveiklaðir vegna málsins enda minnugir þess sem gerðist þegar fuglaflensan geysaði árin 2005 og 2006 þar í álfu. Sem stendur eru yfir 100 manns látnir úr flensunni í Mexíkó og yfir 400 eru sýktir. Flensan hefur breiðst út til suðurhluta Bandaríkjanna þar sem 20 tilfelli af flensunni hafa verið staðfest.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira