Vettel sótti sigur á Suzuka brautinni 4. október 2009 08:09 Mögulegur meistari, Sebastian Vettel og fráfarandi meistari, Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Japan í nótt. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel vann verk sitt vel á Suzuka brautinni í Japan í nótt og kom fyrstur í endamark í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Red Bull. Vettel minnkaði forskot Jenson Buttons um 9 stig, því Button náði aðeins áttunda sæti í mótinu, eftir að hafa ræst af stað í tíunda sæti. Þriðji maðurinn í titilslagnum, Rubens Barrichello varð sjjöundi og vann eitt stig á Button. Hann er samt 14 stigum á eftir honum og Vettel 16. Vettel var í sérflokki í Japan og engin átti roð í hann hvað fyrsta sætið varðar. Jarno Trulli á Toyota tryggði sér annað sætið á undan Lewis Hamilton á McLaren. Aðrir sáu vart til sólar hvað verðlaunasæti varðar. Vettel sagðist stefna á sigur í síðustu tveimur mótunum, en það er eina leið hans til að landa titli ökumanna. Hann verður að treysta á að Button og Barrichello gangi ekki vel, eins og um helgina. Með samskonar árangri yrði hann meistari, en tæpt þó. Sjá lokastöðuna og stigagjöfina Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel vann verk sitt vel á Suzuka brautinni í Japan í nótt og kom fyrstur í endamark í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Red Bull. Vettel minnkaði forskot Jenson Buttons um 9 stig, því Button náði aðeins áttunda sæti í mótinu, eftir að hafa ræst af stað í tíunda sæti. Þriðji maðurinn í titilslagnum, Rubens Barrichello varð sjjöundi og vann eitt stig á Button. Hann er samt 14 stigum á eftir honum og Vettel 16. Vettel var í sérflokki í Japan og engin átti roð í hann hvað fyrsta sætið varðar. Jarno Trulli á Toyota tryggði sér annað sætið á undan Lewis Hamilton á McLaren. Aðrir sáu vart til sólar hvað verðlaunasæti varðar. Vettel sagðist stefna á sigur í síðustu tveimur mótunum, en það er eina leið hans til að landa titli ökumanna. Hann verður að treysta á að Button og Barrichello gangi ekki vel, eins og um helgina. Með samskonar árangri yrði hann meistari, en tæpt þó. Sjá lokastöðuna og stigagjöfina
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira