Vettel sótti sigur á Suzuka brautinni 4. október 2009 08:09 Mögulegur meistari, Sebastian Vettel og fráfarandi meistari, Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Japan í nótt. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel vann verk sitt vel á Suzuka brautinni í Japan í nótt og kom fyrstur í endamark í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Red Bull. Vettel minnkaði forskot Jenson Buttons um 9 stig, því Button náði aðeins áttunda sæti í mótinu, eftir að hafa ræst af stað í tíunda sæti. Þriðji maðurinn í titilslagnum, Rubens Barrichello varð sjjöundi og vann eitt stig á Button. Hann er samt 14 stigum á eftir honum og Vettel 16. Vettel var í sérflokki í Japan og engin átti roð í hann hvað fyrsta sætið varðar. Jarno Trulli á Toyota tryggði sér annað sætið á undan Lewis Hamilton á McLaren. Aðrir sáu vart til sólar hvað verðlaunasæti varðar. Vettel sagðist stefna á sigur í síðustu tveimur mótunum, en það er eina leið hans til að landa titli ökumanna. Hann verður að treysta á að Button og Barrichello gangi ekki vel, eins og um helgina. Með samskonar árangri yrði hann meistari, en tæpt þó. Sjá lokastöðuna og stigagjöfina Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel vann verk sitt vel á Suzuka brautinni í Japan í nótt og kom fyrstur í endamark í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Red Bull. Vettel minnkaði forskot Jenson Buttons um 9 stig, því Button náði aðeins áttunda sæti í mótinu, eftir að hafa ræst af stað í tíunda sæti. Þriðji maðurinn í titilslagnum, Rubens Barrichello varð sjjöundi og vann eitt stig á Button. Hann er samt 14 stigum á eftir honum og Vettel 16. Vettel var í sérflokki í Japan og engin átti roð í hann hvað fyrsta sætið varðar. Jarno Trulli á Toyota tryggði sér annað sætið á undan Lewis Hamilton á McLaren. Aðrir sáu vart til sólar hvað verðlaunasæti varðar. Vettel sagðist stefna á sigur í síðustu tveimur mótunum, en það er eina leið hans til að landa titli ökumanna. Hann verður að treysta á að Button og Barrichello gangi ekki vel, eins og um helgina. Með samskonar árangri yrði hann meistari, en tæpt þó. Sjá lokastöðuna og stigagjöfina
Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira