Seldi fyrstu samuræ-bréfin eftir að Kaupþing eyðilagði markaðinn 8. júlí 2009 08:41 Barclays bankinn hefur gefið út og selt fyrstu samuræ-bréfin í ár en Kaupþing eyðilagði markaðinn með slík bréf í október þegar Kaupþing varð fyrsti evrópski bankinn sem gat ekki borgað af sínum samuræ-bréfum. Samuræ-bréf eru nákvæmlega eins og krónubréf nema þau eru gefin út í japönskum jenum. Í frétt um málið á Bloomberg segir að útgáfa Barclays nemi 52,7 milljörðum jena eða tæplega 72 milljörðum kr. Hluti af bréfunum bera fasta 2,09% vexti og hluti er með fljótandi vexti, það er sex mánaða Libor, með 1,43% álagi. Markaðurinn með samuræ-bréfin varð fyrir miklu áfalli er bandaríski Lehman Brothers varð gjaldþrota í september á síðasta ári en hökti þó áfram. Þegar greiðslufall varð svo á bréfum Kaupþings mánuði síðar hrundi markaðurinn algerlega. Yasuhiro Matsumoto greinandi hjá Shinsei Securities segir í samtali við Bloomberg að fjárfestar séu nú að endurmeta samuræ markaðinn þar sem kjörin eru betri en á nýlegum skuldabréfaútgáfum japanskra fyrirtækja. Hiroshi Harada hjá tryggingarfélaginu Dai-Ichi Mutual í Tókýó segir að kjörin séu viðunandi en umfangið á sölu Barclays hafi verið minna en hann átti von á. Það sýni kannski að fjárfestar eru enn varkárir gangvart svona bréfum sem eru ekki með ríkisábyrgð að baki útgáfunnar. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Barclays bankinn hefur gefið út og selt fyrstu samuræ-bréfin í ár en Kaupþing eyðilagði markaðinn með slík bréf í október þegar Kaupþing varð fyrsti evrópski bankinn sem gat ekki borgað af sínum samuræ-bréfum. Samuræ-bréf eru nákvæmlega eins og krónubréf nema þau eru gefin út í japönskum jenum. Í frétt um málið á Bloomberg segir að útgáfa Barclays nemi 52,7 milljörðum jena eða tæplega 72 milljörðum kr. Hluti af bréfunum bera fasta 2,09% vexti og hluti er með fljótandi vexti, það er sex mánaða Libor, með 1,43% álagi. Markaðurinn með samuræ-bréfin varð fyrir miklu áfalli er bandaríski Lehman Brothers varð gjaldþrota í september á síðasta ári en hökti þó áfram. Þegar greiðslufall varð svo á bréfum Kaupþings mánuði síðar hrundi markaðurinn algerlega. Yasuhiro Matsumoto greinandi hjá Shinsei Securities segir í samtali við Bloomberg að fjárfestar séu nú að endurmeta samuræ markaðinn þar sem kjörin eru betri en á nýlegum skuldabréfaútgáfum japanskra fyrirtækja. Hiroshi Harada hjá tryggingarfélaginu Dai-Ichi Mutual í Tókýó segir að kjörin séu viðunandi en umfangið á sölu Barclays hafi verið minna en hann átti von á. Það sýni kannski að fjárfestar eru enn varkárir gangvart svona bréfum sem eru ekki með ríkisábyrgð að baki útgáfunnar.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira