Wade með enn einn stórleikinn og sigurkörfuna - Lakers tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2009 08:47 Dwyane Wade átti enn einn stórleikinn í nótt. Mynd/GettyImages Dwyane Wade tryggði Miami 130-127 sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt þegar hann kórónaði enn einn stórleik sinn með þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Dwyane Wade skoraði 48 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu. Í lokin stal hann boltanum af John Salmons þegar þrjár sekúndur voru eftir, þaut upp völlinn og setti niður þriggja stiga skot á mikilli ferð rétt áður en leiktíminn rann út. "Hr. Dwyane Tyrone Wade yngri, ef hann er ekki orðinn kandídat fyrir að vera kosinn besti leikmaður deildarinnar, þá veit ég ekki hvað hann þarf að gera," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami eftir leikinn. Wade hafði einnig endað fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu nálægt miðlínunni og að auki tryggt Miami framlengingu þegar aðeins 11,5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sigur Miami þýðir að liðið er einum og hálfum leik á eftir Atlanta í baráttunni um 4. sætið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Næstir á eftir Wade í stigaskorun voru Michael Beasley með 18 stig og Mario Chalmers með 17 stig. Ben Gordon skoraði 43 stig fyrir Chicago, John Salmons var með 29 stig og Derrick Rose skoraði 23 stig. Portland vann tólfta heimasigurinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 111-94. Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland sem varð fyrir áfalli þegar Rudy Fernandez lenti illa eftir harkalegt brot. Fernandez var borinn útaf á sjúkrabörum og með hálskraga. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Sjö leikja sigurganga New Orleans endaði í Atlanta en heimamenn í Hawks unnu 89-79 í leik liðanna í nótt. Joe Johnson var með 30 stig fyrir Atlanta og það dugði ekki Hornets að Chris Paul var með 24 stig og 10 stoðsendingar eða að David West bætti við 16 stigum og 20 fráköstum. Richard Hamilton var frábær í 98-94 sigri Detroit Pistons á Orlando Magic en hann var með 29 stig og 14 stoðsendingar í leiknum. Detoit lék án Allen Iverson sjötta leikinn í röð en liðið hefur unnið fimm af þessum sex leikjum. Antonio McDyess var með 13 stig og 18 fráköst en Detroit hefur tak á Orlando því þetta var þriðji sigur liðsins í þremur leikjum á móti Magic í vetur. Houston vann 97-95 útisigur á Denver þar sem Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Houston. Það hefur lítið gengið hjá Houston eftir Stjörnuleikshelgina en liðið hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum fyrir þennan leik. Caron Butler átti flottan leik þegar Washington vann 110-99 útisigur á Minnesota Timberwolves. Butler var með 27 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Bæði liðin höfðu tapað samanlagt 14 leikjum í röð fyrir leikinn. NBA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Dwyane Wade tryggði Miami 130-127 sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt þegar hann kórónaði enn einn stórleik sinn með þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Dwyane Wade skoraði 48 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu. Í lokin stal hann boltanum af John Salmons þegar þrjár sekúndur voru eftir, þaut upp völlinn og setti niður þriggja stiga skot á mikilli ferð rétt áður en leiktíminn rann út. "Hr. Dwyane Tyrone Wade yngri, ef hann er ekki orðinn kandídat fyrir að vera kosinn besti leikmaður deildarinnar, þá veit ég ekki hvað hann þarf að gera," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami eftir leikinn. Wade hafði einnig endað fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu nálægt miðlínunni og að auki tryggt Miami framlengingu þegar aðeins 11,5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sigur Miami þýðir að liðið er einum og hálfum leik á eftir Atlanta í baráttunni um 4. sætið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Næstir á eftir Wade í stigaskorun voru Michael Beasley með 18 stig og Mario Chalmers með 17 stig. Ben Gordon skoraði 43 stig fyrir Chicago, John Salmons var með 29 stig og Derrick Rose skoraði 23 stig. Portland vann tólfta heimasigurinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 111-94. Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland sem varð fyrir áfalli þegar Rudy Fernandez lenti illa eftir harkalegt brot. Fernandez var borinn útaf á sjúkrabörum og með hálskraga. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Sjö leikja sigurganga New Orleans endaði í Atlanta en heimamenn í Hawks unnu 89-79 í leik liðanna í nótt. Joe Johnson var með 30 stig fyrir Atlanta og það dugði ekki Hornets að Chris Paul var með 24 stig og 10 stoðsendingar eða að David West bætti við 16 stigum og 20 fráköstum. Richard Hamilton var frábær í 98-94 sigri Detroit Pistons á Orlando Magic en hann var með 29 stig og 14 stoðsendingar í leiknum. Detoit lék án Allen Iverson sjötta leikinn í röð en liðið hefur unnið fimm af þessum sex leikjum. Antonio McDyess var með 13 stig og 18 fráköst en Detroit hefur tak á Orlando því þetta var þriðji sigur liðsins í þremur leikjum á móti Magic í vetur. Houston vann 97-95 útisigur á Denver þar sem Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Houston. Það hefur lítið gengið hjá Houston eftir Stjörnuleikshelgina en liðið hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum fyrir þennan leik. Caron Butler átti flottan leik þegar Washington vann 110-99 útisigur á Minnesota Timberwolves. Butler var með 27 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Bæði liðin höfðu tapað samanlagt 14 leikjum í röð fyrir leikinn.
NBA Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Fótbolti Fleiri fréttir Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum