Íslenski boltinn á morgun: 24 leikir á dagskrá 21. ágúst 2009 22:45 FH-ingar geta varið Íslandsmeistaratitil sinn á morgun. Mynd/E.Stefán Alls fara 24 leikir fram í Íslandsmótinu á Íslandi á morgun. Leikið er í öllum deildin meistaraflokkanna nema efstu deild kvenna sem hlé er á vegna EM. Við skulum líta á hvað verður að gerast. Pepsi-deild karla: FH getur orðið ÍslandsmeistariFH getur tryggt sér titilinn á morgun. Liðið á fimm leiki eftir og er ellefu stigum á undan Fylki. Til að verða meistari þarf FH að vinna Grindavík og Fylkir má ekki vinna Fjölni. Að sama skapi verður Fjölnir að vinna en ef liðið tapar gæti það lent langt á eftir öðrum liðum þar sem bæði ÍBV og Grindavík, sem eru í sætunum fyrir ofan, eiga eftir að leika tveimur leikjum fleiri en Fjölnir. Leikirnir á morgun: Fram-Stjarnan Valur-Breiðablik Fylkir-Fjölnir FH-Grindavík 1. deild karla: ÍA verður að vinna og HK getur komist í 2. sætiSkagamenn hreinlega verða að hysja upp um sig ef þeir ætla ekki að falla niður um tvær deildir á tveimur árum. Liðið er í slæmum málum eftir sigur Aftureldingar í gær og eiga erfiðan leik á Akureyri á morgun. ÍA er með 18 stig í 8. sæti en Afturelding er í 9. sætinu með 16 stig þegar fimm umferðir eru eftir, Afturelding á þó aðeins fjóra leiki eftir. HK tekur á móti Fjarðabyggð og þar sem Haukar töpuðu í kvöld getur liðið komist upp í 2. sætið. Víkingur frá Ólafsvík er svo gott sem fallið en það gæti verið staðfest eftir leikina á morgun. Leikirnir á morgun: HK-Fjarðabyggð KA-ÍA Víkingur Ólafsvík - Þór 2. deild karla: Spennandi barátta um sæti í 1. deild Það eru fjórir leikir í 2. deildinni á morgun. Topplið Gróttu er með 37 stig en Njarðvík getur með sigri komist í 35 stig. Reynir er með 31 stig og eiga erfiðan útileik á Króknum. Leikirnir á morgun: Víðir-BÍ/Bolungarvík Tindastóll-Reynir Sandgerði Höttur-KS/Leiftur Magni-Njarðvík 3. deild karla: Lokaumferðin um helgina Um helgina fer fram lokaumferðin í 3. deild karla og er hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni á nokkrum vígstöðvum. Átta lið komast í úrslitakeppnina en hún hefst laugardaginn 29. ágúst þegar fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum fara fram. Í A-riðli hefur Ýmir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en baráttan um hitt sætið stendur á milli Ægis og Sindra en þau mætast einmitt í Þorlákshöfn á morgun. Í B-riðlinum er ljóst að KFS og Álftanes komast í úrslitakeppnina en þrjú félög berjast um eitt sæti í C-riðli. KV hefur þegar tryggt sér efsta sætið en svo koma þrjú félög jöfn að stigum, Hvíti Riddarinn, KFG og Berserkir en Hvíti Riddarinn og KFG mætast í Mosfellsbænum á laugardaginn. Í D-riðli eru Völsungar öruggir á toppnum en Huginn og Dalvík/Reynir heyja baráttu um annað sætið.1. deild kvenna: Úrslitakeppnin hefst á morgun Á morgun hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fjórum leikjum og er um að ræða fyrri viðureignir í 8-liða úrslitum. Í 1. deild kvenna var leikið í tveimur riðlum og komust fjögur efstu lið hvors riðils í úrslitakeppnina og tekur nú við útsláttarkeppni. Viðureignirnar í 8-liða úrslitum eru: Völsungur - HK/Víkingur Sindri - ÍBV FH - Þróttur R. Selfoss - Haukar Síðari leikir viðureignanna fara svo fram þriðjudaginn 25. ágúst og undanúrslitin hefjast laugardaginn 29. ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Sjá meira
Alls fara 24 leikir fram í Íslandsmótinu á Íslandi á morgun. Leikið er í öllum deildin meistaraflokkanna nema efstu deild kvenna sem hlé er á vegna EM. Við skulum líta á hvað verður að gerast. Pepsi-deild karla: FH getur orðið ÍslandsmeistariFH getur tryggt sér titilinn á morgun. Liðið á fimm leiki eftir og er ellefu stigum á undan Fylki. Til að verða meistari þarf FH að vinna Grindavík og Fylkir má ekki vinna Fjölni. Að sama skapi verður Fjölnir að vinna en ef liðið tapar gæti það lent langt á eftir öðrum liðum þar sem bæði ÍBV og Grindavík, sem eru í sætunum fyrir ofan, eiga eftir að leika tveimur leikjum fleiri en Fjölnir. Leikirnir á morgun: Fram-Stjarnan Valur-Breiðablik Fylkir-Fjölnir FH-Grindavík 1. deild karla: ÍA verður að vinna og HK getur komist í 2. sætiSkagamenn hreinlega verða að hysja upp um sig ef þeir ætla ekki að falla niður um tvær deildir á tveimur árum. Liðið er í slæmum málum eftir sigur Aftureldingar í gær og eiga erfiðan leik á Akureyri á morgun. ÍA er með 18 stig í 8. sæti en Afturelding er í 9. sætinu með 16 stig þegar fimm umferðir eru eftir, Afturelding á þó aðeins fjóra leiki eftir. HK tekur á móti Fjarðabyggð og þar sem Haukar töpuðu í kvöld getur liðið komist upp í 2. sætið. Víkingur frá Ólafsvík er svo gott sem fallið en það gæti verið staðfest eftir leikina á morgun. Leikirnir á morgun: HK-Fjarðabyggð KA-ÍA Víkingur Ólafsvík - Þór 2. deild karla: Spennandi barátta um sæti í 1. deild Það eru fjórir leikir í 2. deildinni á morgun. Topplið Gróttu er með 37 stig en Njarðvík getur með sigri komist í 35 stig. Reynir er með 31 stig og eiga erfiðan útileik á Króknum. Leikirnir á morgun: Víðir-BÍ/Bolungarvík Tindastóll-Reynir Sandgerði Höttur-KS/Leiftur Magni-Njarðvík 3. deild karla: Lokaumferðin um helgina Um helgina fer fram lokaumferðin í 3. deild karla og er hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni á nokkrum vígstöðvum. Átta lið komast í úrslitakeppnina en hún hefst laugardaginn 29. ágúst þegar fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum fara fram. Í A-riðli hefur Ýmir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en baráttan um hitt sætið stendur á milli Ægis og Sindra en þau mætast einmitt í Þorlákshöfn á morgun. Í B-riðlinum er ljóst að KFS og Álftanes komast í úrslitakeppnina en þrjú félög berjast um eitt sæti í C-riðli. KV hefur þegar tryggt sér efsta sætið en svo koma þrjú félög jöfn að stigum, Hvíti Riddarinn, KFG og Berserkir en Hvíti Riddarinn og KFG mætast í Mosfellsbænum á laugardaginn. Í D-riðli eru Völsungar öruggir á toppnum en Huginn og Dalvík/Reynir heyja baráttu um annað sætið.1. deild kvenna: Úrslitakeppnin hefst á morgun Á morgun hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fjórum leikjum og er um að ræða fyrri viðureignir í 8-liða úrslitum. Í 1. deild kvenna var leikið í tveimur riðlum og komust fjögur efstu lið hvors riðils í úrslitakeppnina og tekur nú við útsláttarkeppni. Viðureignirnar í 8-liða úrslitum eru: Völsungur - HK/Víkingur Sindri - ÍBV FH - Þróttur R. Selfoss - Haukar Síðari leikir viðureignanna fara svo fram þriðjudaginn 25. ágúst og undanúrslitin hefjast laugardaginn 29. ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Sjá meira