Ryanair skilar fyrsta tapi í sögu félagsins Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 2. júní 2009 09:54 Ryanair skilar fyrsta tapi í sögu félagsins. Mynd/AFP Flugfélagið Ryanair hefur tilkynnt um fyrsta tapið í sögu félagsins. Tapið má meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði en einnig þurfti félagið að afskrifa virði eignarhlutar þess í keppinautnum Aer Lingus. Tapið var meira en greiningardeildir höfðu spáð fyrir um. Tap Ryanair nam 169 milljónum evra á tímabilinu 1. apríl 2008 til 31. mars 2009, samanborið við 481 milljónar evra hagnað árið áður. Sala félagsins jókst hinsvegar um 8,4% og nam tæpum þremur milljörðum evra. Olíuverð náði methæðum síðasta sumar og segja stjórnendur fyrirtækisins að eldsneytiskostnaður félagsins hafi því farið úr 791 milljón evra upp í 1,3 milljarða evra. Ryanair þurfti að afskrifa 29,8% eignarhlut sinn í Aer Lingus um rúmar 222 milljónir evra eftir að bréf í hinu síðarnefndar hríðféllu. Séu áhrif afskriftanna tekin út úr rekstrarreikningi ásamt svokölluðum einsskiptis þáttum nam hagnaður félagsins 105 milljónum evra en það er 78% lækkun milli ára. Ryanair hefur í tvígang reynt að yfirtaka Aer Lingus án árangurs. Nú síðast í janúar var yfirtökutilboði Ryanair hafnað af ríkisstjórn Írlands sem er næst stærsti hluthafinn í Aer Lingus. Stjórnendur Ryanair sjá engu að síður fram á bjartari tíð með blóm í haga þar sem verð á olíutunnunni hefur lækkað frá því það náði hámarki í júlí á síðastsa ári. Þá kostaði olíutunnan 147 dali en fór niður í 32 dali í desember á síðasta ári. Í dag stendur tunnan í 67 dölum. Michael O´Leary, forstjóri Ryanair segir að félagið ætli að láta lækkun eldsneytiskostnaðar, sem og lækkun annars kostnaðar, skila sér í lækkuðu fargjaldi. Hann segist jafnframt sjá fram á að félagið skili hagnaði upp á 200-300 milljónir evra á þessu reikningsári. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Flugfélagið Ryanair hefur tilkynnt um fyrsta tapið í sögu félagsins. Tapið má meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði en einnig þurfti félagið að afskrifa virði eignarhlutar þess í keppinautnum Aer Lingus. Tapið var meira en greiningardeildir höfðu spáð fyrir um. Tap Ryanair nam 169 milljónum evra á tímabilinu 1. apríl 2008 til 31. mars 2009, samanborið við 481 milljónar evra hagnað árið áður. Sala félagsins jókst hinsvegar um 8,4% og nam tæpum þremur milljörðum evra. Olíuverð náði methæðum síðasta sumar og segja stjórnendur fyrirtækisins að eldsneytiskostnaður félagsins hafi því farið úr 791 milljón evra upp í 1,3 milljarða evra. Ryanair þurfti að afskrifa 29,8% eignarhlut sinn í Aer Lingus um rúmar 222 milljónir evra eftir að bréf í hinu síðarnefndar hríðféllu. Séu áhrif afskriftanna tekin út úr rekstrarreikningi ásamt svokölluðum einsskiptis þáttum nam hagnaður félagsins 105 milljónum evra en það er 78% lækkun milli ára. Ryanair hefur í tvígang reynt að yfirtaka Aer Lingus án árangurs. Nú síðast í janúar var yfirtökutilboði Ryanair hafnað af ríkisstjórn Írlands sem er næst stærsti hluthafinn í Aer Lingus. Stjórnendur Ryanair sjá engu að síður fram á bjartari tíð með blóm í haga þar sem verð á olíutunnunni hefur lækkað frá því það náði hámarki í júlí á síðastsa ári. Þá kostaði olíutunnan 147 dali en fór niður í 32 dali í desember á síðasta ári. Í dag stendur tunnan í 67 dölum. Michael O´Leary, forstjóri Ryanair segir að félagið ætli að láta lækkun eldsneytiskostnaðar, sem og lækkun annars kostnaðar, skila sér í lækkuðu fargjaldi. Hann segist jafnframt sjá fram á að félagið skili hagnaði upp á 200-300 milljónir evra á þessu reikningsári.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira