Skattar og foreldrar Jón Kaldal skrifar 15. maí 2009 06:00 Flest bendir til þess að tilveran verði beisk á ýmsa lund á næstu misserum. Þar á meðal í orðsins fyllstu merkingu, því verð á sykri stefnir hratt upp á við. Vegna uppskerubrests á Indlandi hefur heimsmarkaðsverð á sykri hækkað um fimmtíu prósent á nokkrum mánuðum og hefur fyrir vikið ekki verið hærra í þrjú ár. Þessu til viðbótar boðar Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sérstakan sykurskatt sem hann ætlar að leggja fyrir ríkisstjórnina í dag. Er skatturinn hugsaður sem liður í að bæta tannheilsu barna og unglinga. Nú er hreint ekkert athugavert við að sælgætisgrísir landsins horfi fram á magra tíma. Hitt er annað mál að það er örugglega tálsýn að sykurskattur hafi eitthvað með tannheilsu ungmenna að gera þegar upp er staðið. Þar hafa aðrir þættir mun meiri áhrif. Staðreyndin er sú að upp úr 1990 hafði tekist með þrotlausu forvarnarstarfi að stórbæta tannheilsu yngstu kynslóða Íslendinga. Var hún orðin um það bil jafn góð og jafnaldra þeirra á hinum Norðurlöndunum. Um miðjan síðasta áratug ákvað hins vegar þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að norræna heilbrigðismódelið í tannverndarmálum dygði ekki hér og ákvað að hætta að endurgreiða tannlæknakostnað barna að fullu. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Íslenskir krakkar eru nú með tvisvar sinnum fleiri skemmdar tennur en jafnaldrar þeirra í Svíþjóð. Er það arfleifð kerfisbreytingar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á sínum tíma. Það er verðugt verkefni að koma skikk á tannheilsu barna og mikið gleðiefni að kominn sé í heilbrigðisráðuneytið ráðherra sem hefur það að hjartans máli. Ekki fer á milli mála að framlag hins opinbera er þar mikilvægt. Hugmynd Ögmundar um sykurskattinn er hins vegar dæmi um að ákafinn hafi borið hann ofurliði. Íslendingar hafa lengi verið í efstu deild í heiminum í gosdrykkjaþambi, og hefur þó skattur aldrei verið lágur á þeim veigum. Þambið er miklu frekar einn af þjóðarósiðum okkar, líkt og að geta helst ekki farið á milli húsa nema akandi í einkabíl. Í viðtali við Ríkisútvarpið í gær taldi heilbrigðisráðherra upp þá sem hann vill að samhæfi krafta sína í baráttunni við tannskemmdir barna. „Hér þurfa að koma að heilbrigðisyfirvöld, skólarnir og sveitarfélögin," sagði hann og gleymdi allra mikilvægasta hópnum; foreldrunum. Auðvitað stendur það fyrst og fremst upp á foreldra að halda börnum sínum frá of miklum sætindum og að passa upp á að þau bursti í sér tennurnar. Það eru líka foreldrar þessa lands sem þurfa að taka upp betri siði í innkaupum á til dæmis drykkjarvörum fyrir heimilin. En því miður vitum við einnig að ekki ráða allir foreldrar við hlutverk sitt. „Foreldrar sem ekki sinna börnunum teljast með mestu erfiðleikum sem börn eiga við að stríða í Svíþjóð," sagði Lena Nyberg, umboðsmaður sænskra barna, í merkilegu erindi í Norræna húsinu fyrir tveimur árum. Þessi hópur barna þarf aukna hjálp frá þeim sem Ögmundur taldi upp. Skattur á sykur skiptir hann engu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Flest bendir til þess að tilveran verði beisk á ýmsa lund á næstu misserum. Þar á meðal í orðsins fyllstu merkingu, því verð á sykri stefnir hratt upp á við. Vegna uppskerubrests á Indlandi hefur heimsmarkaðsverð á sykri hækkað um fimmtíu prósent á nokkrum mánuðum og hefur fyrir vikið ekki verið hærra í þrjú ár. Þessu til viðbótar boðar Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sérstakan sykurskatt sem hann ætlar að leggja fyrir ríkisstjórnina í dag. Er skatturinn hugsaður sem liður í að bæta tannheilsu barna og unglinga. Nú er hreint ekkert athugavert við að sælgætisgrísir landsins horfi fram á magra tíma. Hitt er annað mál að það er örugglega tálsýn að sykurskattur hafi eitthvað með tannheilsu ungmenna að gera þegar upp er staðið. Þar hafa aðrir þættir mun meiri áhrif. Staðreyndin er sú að upp úr 1990 hafði tekist með þrotlausu forvarnarstarfi að stórbæta tannheilsu yngstu kynslóða Íslendinga. Var hún orðin um það bil jafn góð og jafnaldra þeirra á hinum Norðurlöndunum. Um miðjan síðasta áratug ákvað hins vegar þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að norræna heilbrigðismódelið í tannverndarmálum dygði ekki hér og ákvað að hætta að endurgreiða tannlæknakostnað barna að fullu. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Íslenskir krakkar eru nú með tvisvar sinnum fleiri skemmdar tennur en jafnaldrar þeirra í Svíþjóð. Er það arfleifð kerfisbreytingar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á sínum tíma. Það er verðugt verkefni að koma skikk á tannheilsu barna og mikið gleðiefni að kominn sé í heilbrigðisráðuneytið ráðherra sem hefur það að hjartans máli. Ekki fer á milli mála að framlag hins opinbera er þar mikilvægt. Hugmynd Ögmundar um sykurskattinn er hins vegar dæmi um að ákafinn hafi borið hann ofurliði. Íslendingar hafa lengi verið í efstu deild í heiminum í gosdrykkjaþambi, og hefur þó skattur aldrei verið lágur á þeim veigum. Þambið er miklu frekar einn af þjóðarósiðum okkar, líkt og að geta helst ekki farið á milli húsa nema akandi í einkabíl. Í viðtali við Ríkisútvarpið í gær taldi heilbrigðisráðherra upp þá sem hann vill að samhæfi krafta sína í baráttunni við tannskemmdir barna. „Hér þurfa að koma að heilbrigðisyfirvöld, skólarnir og sveitarfélögin," sagði hann og gleymdi allra mikilvægasta hópnum; foreldrunum. Auðvitað stendur það fyrst og fremst upp á foreldra að halda börnum sínum frá of miklum sætindum og að passa upp á að þau bursti í sér tennurnar. Það eru líka foreldrar þessa lands sem þurfa að taka upp betri siði í innkaupum á til dæmis drykkjarvörum fyrir heimilin. En því miður vitum við einnig að ekki ráða allir foreldrar við hlutverk sitt. „Foreldrar sem ekki sinna börnunum teljast með mestu erfiðleikum sem börn eiga við að stríða í Svíþjóð," sagði Lena Nyberg, umboðsmaður sænskra barna, í merkilegu erindi í Norræna húsinu fyrir tveimur árum. Þessi hópur barna þarf aukna hjálp frá þeim sem Ögmundur taldi upp. Skattur á sykur skiptir hann engu máli.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun