Ósáttir við að Enex verði skúffufyrirtæki Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2009 00:01 Ásgeir Margeirsson. Mynd/GVA Óánægja er meðal stofnenda og smærri hluthafa Enex með ákvörðun Geysis Green Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) um að skipta upp Enex þannig að REI fái hlut Enex í bandaríska fyrirtækinu Iceland America Energy og GGE fái Enex. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex, segir að með þessu eignist GGE yfir 90 prósent í Enex og nýti rétt sinn til innlausnar á afganginum. Magnús Hallgrímsson, einn stofnenda Enex, er ósáttur við þróunina og hefði ekki viljað kljúfa félagið. Hann telur að REI „hirði" Bandaríkjaverkefnið og GGE stingi Enex í skúffu og sameini GGE. Stofnendum Enex verði fleygt „út á gaddinn". Magnús bendir á að framkvæmdir hafi dregist saman síðustu mánuði og GGE hafi flutt Enex til Keflavíkur, eins og hann hafi komist að raun um þegar hann kom þar að tómum skrifstofum. Þá hafi síma verið lokað án þess að láta hluthafa vita. Meirihlutaeigendur Enex hafa gert litlu hluthöfunum tilboð um að selja bréf sín á eina krónu á hlut eða ganga inn í kaupin á bandaríska félaginu. Magnús segir að tilboðið hafi ekki enn borist skriflega. Hann telur að hluthafar geti líka neitað að selja og krafist þess að farið verði í verðmat, lögum samkvæmt. Hann kveðst vera með alla kostina til skoðunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex og forstjóri GGE, segir að Enex hafi verið með fangið fullt af verkefnum fyrir milljarðatugi en ekki verið með fé til að fara ráðst í þau. Ekki hafi komið til greina að selja verkefnin eftir að heimskreppan hófst og þess vegna hafi þurft að finna nýja lausn. „Hún fólst í því að skipta félaginu upp. REI eignast eignarhlut Enex í félaginu Iceland America Energy í Kaliforníu og GGE fær rúm 90 prósent í Enex," segir hann og telur að ekki hafi verið skynsamlegt að halda Enex sem sjálfstæðu félagi. Við blasi að stóru hluthafarnir kaupi litlu hluthafana út. Eflaust sé hægt að hafa mismunandi skoðanir á verðinu en „miðað við okkar mat á stöðu félagsins er þetta ríflegt verð fyrir þá sem selja". Ásgeir segir litlu hluthafana ekki hafa um neitt að velja, ef þeir selji ekki verði þeir að sæta innlausn. Markaðir Viðskipti Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira
Óánægja er meðal stofnenda og smærri hluthafa Enex með ákvörðun Geysis Green Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) um að skipta upp Enex þannig að REI fái hlut Enex í bandaríska fyrirtækinu Iceland America Energy og GGE fái Enex. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex, segir að með þessu eignist GGE yfir 90 prósent í Enex og nýti rétt sinn til innlausnar á afganginum. Magnús Hallgrímsson, einn stofnenda Enex, er ósáttur við þróunina og hefði ekki viljað kljúfa félagið. Hann telur að REI „hirði" Bandaríkjaverkefnið og GGE stingi Enex í skúffu og sameini GGE. Stofnendum Enex verði fleygt „út á gaddinn". Magnús bendir á að framkvæmdir hafi dregist saman síðustu mánuði og GGE hafi flutt Enex til Keflavíkur, eins og hann hafi komist að raun um þegar hann kom þar að tómum skrifstofum. Þá hafi síma verið lokað án þess að láta hluthafa vita. Meirihlutaeigendur Enex hafa gert litlu hluthöfunum tilboð um að selja bréf sín á eina krónu á hlut eða ganga inn í kaupin á bandaríska félaginu. Magnús segir að tilboðið hafi ekki enn borist skriflega. Hann telur að hluthafar geti líka neitað að selja og krafist þess að farið verði í verðmat, lögum samkvæmt. Hann kveðst vera með alla kostina til skoðunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex og forstjóri GGE, segir að Enex hafi verið með fangið fullt af verkefnum fyrir milljarðatugi en ekki verið með fé til að fara ráðst í þau. Ekki hafi komið til greina að selja verkefnin eftir að heimskreppan hófst og þess vegna hafi þurft að finna nýja lausn. „Hún fólst í því að skipta félaginu upp. REI eignast eignarhlut Enex í félaginu Iceland America Energy í Kaliforníu og GGE fær rúm 90 prósent í Enex," segir hann og telur að ekki hafi verið skynsamlegt að halda Enex sem sjálfstæðu félagi. Við blasi að stóru hluthafarnir kaupi litlu hluthafana út. Eflaust sé hægt að hafa mismunandi skoðanir á verðinu en „miðað við okkar mat á stöðu félagsins er þetta ríflegt verð fyrir þá sem selja". Ásgeir segir litlu hluthafana ekki hafa um neitt að velja, ef þeir selji ekki verði þeir að sæta innlausn.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Sjá meira