Afskriftir skulda Jón Kaldal skrifar 3. mars 2009 06:00 Hvernig skal meðhöndla mjög skuldsett heimili og fyrirtæki er spurning sem enn er ósvarað. Framsóknarmenn hafa kynnt tillögur um að afskrifa flatt 20 prósent skulda íbúðakaupenda og fyrirtækja við vægast sagt dræmar undirtektir. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á þá einföldu staðreynd í Fréttablaðinu í gær að tillögur framsóknarmanna henta best þeim sem hafa verið glæfralegastir í lántökum og skulda því hæstu upphæðirnar. Pétur Gunnarsson, sem hefur gegnt fjölbreyttum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, sagði sig úr flokknum þegar tillögurnar voru kynntar og kvaddi með þeim orðum að þær væru hrægammakapítalismi dauðans og ekki til í þeim félagshyggja. Framsóknarmönnum til hróss má þó segja að þeim hefur lukkast að vekja athygli á hversu hægt þokast að setja fram leiðir til að taka á vandanum. Hitt er öruggt er að tillögur þeirra verða aldrei að veruleika, enda varla annað en eitt dýrasta kosningaloforð lýðveldisins. Það er líka tálsýn að til sé ein töfralausn sem hentar hvort tveggja fyrir heimilin og fyrirtækin. Í flestum tilvikum hlýtur mat á greiðslugetu hvers einstaklings og fyrirtækis að vega þyngst þegar bankarnir ákveða hvernig mál þeirra eru meðhöndluð. Eitt er að skuldbreyta, lengja í lánum eða frysta greiðslur tímabundið. Annað gildir þegar kemur að hreinum afskriftum skulda. Þar er hætta á alvarlegri mismunun bæði milli einstaklinga og fyrirtækja. Mikið hefur til dæmis verið rætt um nauðsyn þess að halda fyrirtækjum gangandi. Þetta er háskaleg hugmyndafræði ef hún gengur of langt. Á meðan gengi krónunnar var sem sterkast og hér flæddi um ódýrt erlent fjármagn, þreifst alls kyns rekstur sem ekki er grundvöllur fyrir lengur. Fjölmörg slík fyrirtæki eru nú í gjörgæslu hjá bönkunum. Í grófum dráttum má segja að þeirra bíði þrír möguleikar: A) Núverandi eigendur fá skuldir niðurfelldar og halda rekstri áfram. B) Nýir eigendur kaupa, fá skuldir niðurfelldar og haldi rekstri áfram. C) Reksturinn fer í þrot og hættir. Hvaða leið verður fyrir valinu er í höndum bankanna. Hættan er sú að þeir taki hvert fyrirtækið á fætur öðru, afskrifi skuldir, og sendi svo aftur út í samkeppnina eins og nýhreinsaða hunda, undir því yfirskyni að verið sé að standa vörð um hagsmuni bankans. Vissulega getur það verið rétt, en slík afgreiðsla skekkir hins vegar mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem engar afskriftir hafa fengið. Þetta getur einnig framlengt offramboð á tiltekinni þjónustu með ómældu tjóni fyrir viðkomandi geira. Íslenskt samfélag ber til dæmis örugglega ekki jafn margar byggingavöru- og húsgagnaverslanir nú og það gerði fyrir hrun. Efnahagsumhverfið hefur minnkað um nokkrar stærðir og samfélagið verður að laga sig sem hraðast að breyttum aðstæðum. Ákvarðanir um afskriftir, líf og dauða fyrirtækja eru teknar í bönkum sem eru að fullu í eigu ríkisins. Það er eðlileg og nauðsynleg krafa að skilmerkileg svör fáist við því á hvaða forsendum þessar ákvarðanir eru teknar. Stjórnmálamennirnir eru komnir með bankana í fangið og geta ekki skorast undan því að taka á þeim ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig skal meðhöndla mjög skuldsett heimili og fyrirtæki er spurning sem enn er ósvarað. Framsóknarmenn hafa kynnt tillögur um að afskrifa flatt 20 prósent skulda íbúðakaupenda og fyrirtækja við vægast sagt dræmar undirtektir. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, benti á þá einföldu staðreynd í Fréttablaðinu í gær að tillögur framsóknarmanna henta best þeim sem hafa verið glæfralegastir í lántökum og skulda því hæstu upphæðirnar. Pétur Gunnarsson, sem hefur gegnt fjölbreyttum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, sagði sig úr flokknum þegar tillögurnar voru kynntar og kvaddi með þeim orðum að þær væru hrægammakapítalismi dauðans og ekki til í þeim félagshyggja. Framsóknarmönnum til hróss má þó segja að þeim hefur lukkast að vekja athygli á hversu hægt þokast að setja fram leiðir til að taka á vandanum. Hitt er öruggt er að tillögur þeirra verða aldrei að veruleika, enda varla annað en eitt dýrasta kosningaloforð lýðveldisins. Það er líka tálsýn að til sé ein töfralausn sem hentar hvort tveggja fyrir heimilin og fyrirtækin. Í flestum tilvikum hlýtur mat á greiðslugetu hvers einstaklings og fyrirtækis að vega þyngst þegar bankarnir ákveða hvernig mál þeirra eru meðhöndluð. Eitt er að skuldbreyta, lengja í lánum eða frysta greiðslur tímabundið. Annað gildir þegar kemur að hreinum afskriftum skulda. Þar er hætta á alvarlegri mismunun bæði milli einstaklinga og fyrirtækja. Mikið hefur til dæmis verið rætt um nauðsyn þess að halda fyrirtækjum gangandi. Þetta er háskaleg hugmyndafræði ef hún gengur of langt. Á meðan gengi krónunnar var sem sterkast og hér flæddi um ódýrt erlent fjármagn, þreifst alls kyns rekstur sem ekki er grundvöllur fyrir lengur. Fjölmörg slík fyrirtæki eru nú í gjörgæslu hjá bönkunum. Í grófum dráttum má segja að þeirra bíði þrír möguleikar: A) Núverandi eigendur fá skuldir niðurfelldar og halda rekstri áfram. B) Nýir eigendur kaupa, fá skuldir niðurfelldar og haldi rekstri áfram. C) Reksturinn fer í þrot og hættir. Hvaða leið verður fyrir valinu er í höndum bankanna. Hættan er sú að þeir taki hvert fyrirtækið á fætur öðru, afskrifi skuldir, og sendi svo aftur út í samkeppnina eins og nýhreinsaða hunda, undir því yfirskyni að verið sé að standa vörð um hagsmuni bankans. Vissulega getur það verið rétt, en slík afgreiðsla skekkir hins vegar mjög samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem engar afskriftir hafa fengið. Þetta getur einnig framlengt offramboð á tiltekinni þjónustu með ómældu tjóni fyrir viðkomandi geira. Íslenskt samfélag ber til dæmis örugglega ekki jafn margar byggingavöru- og húsgagnaverslanir nú og það gerði fyrir hrun. Efnahagsumhverfið hefur minnkað um nokkrar stærðir og samfélagið verður að laga sig sem hraðast að breyttum aðstæðum. Ákvarðanir um afskriftir, líf og dauða fyrirtækja eru teknar í bönkum sem eru að fullu í eigu ríkisins. Það er eðlileg og nauðsynleg krafa að skilmerkileg svör fáist við því á hvaða forsendum þessar ákvarðanir eru teknar. Stjórnmálamennirnir eru komnir með bankana í fangið og geta ekki skorast undan því að taka á þeim ábyrgð.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun