LeBron James talinn líklegastur 12. apríl 2009 08:45 LeBron James hefur verið stórkostlegur með Cleveland í vetur Nordic Photos/Getty Images Nú eru blaðamenn vestanhafs að leggja lokahönd á að skila inn atkvæðaseðlum sínum í kjörinu á verðmætasta leikmanni NBA deildarinnar í vetur. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að það verði LeBron James hjá Cleveland Cavaliers sem hreppir hnossið að þessu sinni, en þessi fjölhæfa ofurstjarna hefur aldrei leikið betur en í vetur. Tölfræði James er að venju ótrúleg. Kappinn skorar 28,3 stig að meðaltali í leik, hirðir 7,6 fráköst, gefur 7,3 stoðsendingar, stelur 1,7 boltum og ver yfir 1 skot í leik. Þá hefur hann bætt sig mikið í mikilvægum þáttum leiksins eins og varnarleik og vítanýtingu. James hefur vissulega skilað ótrúlegri tölfræði áður, en það er samt bætt gengi Cleveland sem gerir það að verkum að James þykir nær öruggur um að verða valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í ár (MVP). Ef Cleveland heldur áfram á sama róli mun það nefnilega vinna 66 leiki í vetur - hvorki meira né minna en 21 leik fleiri en síðasta vetur. Liðið hefur bætt við sig mannskap frá síðasta tímabili, en flestir þakka LeBron James að mestu fyrir gott gengi liðsins. James er líka að komast í sögubækur í vetur fyrir annað merkilegt framlag til leiksins. Ef svo fer sem horfir verður hann aðeins fjórði leikmaðurinn í nútímasögu NBA til að leiða lið sitt í fimm helstu tölfræðiþáttum (stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum). Það hafa aðeins þeir Dave Cowens (Boston 1977-78), Scottie Pippen (Chicago 1994-95) og Kevin Garnett (Minnesota 2002-03) afrekað áður. NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Nú eru blaðamenn vestanhafs að leggja lokahönd á að skila inn atkvæðaseðlum sínum í kjörinu á verðmætasta leikmanni NBA deildarinnar í vetur. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á því að það verði LeBron James hjá Cleveland Cavaliers sem hreppir hnossið að þessu sinni, en þessi fjölhæfa ofurstjarna hefur aldrei leikið betur en í vetur. Tölfræði James er að venju ótrúleg. Kappinn skorar 28,3 stig að meðaltali í leik, hirðir 7,6 fráköst, gefur 7,3 stoðsendingar, stelur 1,7 boltum og ver yfir 1 skot í leik. Þá hefur hann bætt sig mikið í mikilvægum þáttum leiksins eins og varnarleik og vítanýtingu. James hefur vissulega skilað ótrúlegri tölfræði áður, en það er samt bætt gengi Cleveland sem gerir það að verkum að James þykir nær öruggur um að verða valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í ár (MVP). Ef Cleveland heldur áfram á sama róli mun það nefnilega vinna 66 leiki í vetur - hvorki meira né minna en 21 leik fleiri en síðasta vetur. Liðið hefur bætt við sig mannskap frá síðasta tímabili, en flestir þakka LeBron James að mestu fyrir gott gengi liðsins. James er líka að komast í sögubækur í vetur fyrir annað merkilegt framlag til leiksins. Ef svo fer sem horfir verður hann aðeins fjórði leikmaðurinn í nútímasögu NBA til að leiða lið sitt í fimm helstu tölfræðiþáttum (stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum). Það hafa aðeins þeir Dave Cowens (Boston 1977-78), Scottie Pippen (Chicago 1994-95) og Kevin Garnett (Minnesota 2002-03) afrekað áður.
NBA Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira