Svissneskir bankastjórar settir í farbann 27. mars 2009 13:25 Töluverður fjöldi svissneskra banka hafa nú sett bankastjóra sína í farbann. Mega þeir ekki einu sinni ferðast til nágrannalanda á borð við Frakkland og Þýskaland. Ástæðan fyrir farbanninu er ótti um að bankastjórarnir verði kyrrsettir erlendis vegna hlutdeildar bankanna í skattsvikum og öðru ólöglegu athæfi. Financial Times fjallar um málið og þar segir að stöðugt fleiri einkabankar í Sviss, einkum í Genf, hafi sett bankastjóra sín í farbann. Óttinn við kyrrsetningu er ekki ástæðulaus. Nefna má að nýlega var einn af bankastjórum UBS kyrrsettur af bandarískum yfirvöldum þar í landi. Grunur lék á að bankinn hefði aðstoðað fjölda Bandaríkjamanna við skattsvik. Bankastjórinn var ekki leystur úr haldi fyrr en UBS hafði fallist á að greiða 800 milljónir dollara í sekt. Svissneskur bankamaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir í samtali við Financial Times að ef hann ferðist til Þýskalands í dag eigi hann á hættu að verða handtekinn þar af tollyfirvöldum. Hið sama gildi um lönd á borð við Bandaríkin. „Ef ég þarf að ferðast til Bandaríkjanna hugsa ég mig um tvisvar áður en ég legg af stað," segir hann. Og þessi bankamaður bætir því við að menn séu jafnvel hættir að ferðast til Frakklands. „Staðan er nú sú að við höldum okkur bara alfarið heima í Genf," segir þessi bankamaður. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Töluverður fjöldi svissneskra banka hafa nú sett bankastjóra sína í farbann. Mega þeir ekki einu sinni ferðast til nágrannalanda á borð við Frakkland og Þýskaland. Ástæðan fyrir farbanninu er ótti um að bankastjórarnir verði kyrrsettir erlendis vegna hlutdeildar bankanna í skattsvikum og öðru ólöglegu athæfi. Financial Times fjallar um málið og þar segir að stöðugt fleiri einkabankar í Sviss, einkum í Genf, hafi sett bankastjóra sín í farbann. Óttinn við kyrrsetningu er ekki ástæðulaus. Nefna má að nýlega var einn af bankastjórum UBS kyrrsettur af bandarískum yfirvöldum þar í landi. Grunur lék á að bankinn hefði aðstoðað fjölda Bandaríkjamanna við skattsvik. Bankastjórinn var ekki leystur úr haldi fyrr en UBS hafði fallist á að greiða 800 milljónir dollara í sekt. Svissneskur bankamaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir í samtali við Financial Times að ef hann ferðist til Þýskalands í dag eigi hann á hættu að verða handtekinn þar af tollyfirvöldum. Hið sama gildi um lönd á borð við Bandaríkin. „Ef ég þarf að ferðast til Bandaríkjanna hugsa ég mig um tvisvar áður en ég legg af stað," segir hann. Og þessi bankamaður bætir því við að menn séu jafnvel hættir að ferðast til Frakklands. „Staðan er nú sú að við höldum okkur bara alfarið heima í Genf," segir þessi bankamaður.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira