Iðnaðarframleiðslan langt umfram væntingar í Þýskalandi 8. júlí 2009 12:43 Iðnaðarframleiðsla í Þýskalandi jókst um 3,7% í maí síðastliðnum frá fyrri mánuði og hefur ekki aukist jafn mikið í einum mánuði í 16 ár. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þetta gefi væntingum byr undir báða vængi þess efnis að þýska hagkerfið væri nú kominn yfir versta hjalla efnahagslægðarinnar og það versta væri afstaðið í þýskum iðnaði. Aukningin var langt umfram væntingar. Spár höfðu gert ráð fyrir að aukningin yrði 0,5% í maí eftir samdrátt iðnaðarframleiðslu í apríl. Tölurnar voru birtar í gær og urðu til þess að evran styrktist lítillega gagnvart dollar. Svo virðist sem hagtölur séu nú byrjaðar að ríma við væntingar sem hafa undanfarið snúist til betri vegar. Þannig hafa væntingar þýskra greinenda og fjárfesta verulega glæðst undanfarna mánuði og hafa nú ekki verið hærri um 3 ára skeið. Á fyrsta ársfjórðungi dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 6,9% samanborið við sama fjórðung fyrir ári síðan og var samdrátturinn einna mestur þar af stóru ríkjum ESB á tímabilinu. Samdráttinn má rekja til fimmtungs samdráttar í útflutningi á tímabilinu en þýska hagkerfið á mikið undir að eftirspurn á heimsvísu taki við sér á nýjan leik og heimsviðskipti fari að glæðast. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Iðnaðarframleiðsla í Þýskalandi jókst um 3,7% í maí síðastliðnum frá fyrri mánuði og hefur ekki aukist jafn mikið í einum mánuði í 16 ár. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þetta gefi væntingum byr undir báða vængi þess efnis að þýska hagkerfið væri nú kominn yfir versta hjalla efnahagslægðarinnar og það versta væri afstaðið í þýskum iðnaði. Aukningin var langt umfram væntingar. Spár höfðu gert ráð fyrir að aukningin yrði 0,5% í maí eftir samdrátt iðnaðarframleiðslu í apríl. Tölurnar voru birtar í gær og urðu til þess að evran styrktist lítillega gagnvart dollar. Svo virðist sem hagtölur séu nú byrjaðar að ríma við væntingar sem hafa undanfarið snúist til betri vegar. Þannig hafa væntingar þýskra greinenda og fjárfesta verulega glæðst undanfarna mánuði og hafa nú ekki verið hærri um 3 ára skeið. Á fyrsta ársfjórðungi dróst landsframleiðsla í Þýskalandi saman um 6,9% samanborið við sama fjórðung fyrir ári síðan og var samdrátturinn einna mestur þar af stóru ríkjum ESB á tímabilinu. Samdráttinn má rekja til fimmtungs samdráttar í útflutningi á tímabilinu en þýska hagkerfið á mikið undir að eftirspurn á heimsvísu taki við sér á nýjan leik og heimsviðskipti fari að glæðast.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira