Moody´s dregur úr lánstraustinu hjá Buffet 21. apríl 2009 10:12 Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunina hjá Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélagi auðjöfursins Warren Buffet, úr AAA og niður í AA2 eða um tvö þrep. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þetta setji þrýsting á trúverðugleika Buffet og þýðir að hann mun þurfa að borga nokkuð meir fyrir lán sín en áður. Í umsögn Moody´s með þessari lækkun segir að hún sé m.a. tilkomin vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem fjármálakreppan hefur haft á nokkrar lykilfjárfestingar hjá Berkshire Hathaway ásamt því að allt útlit er fyrir að kreppan verði langvarandi. Sjálfur hefur Buffet sent bréf til meðhluthafa sinna í Berkshire Hathaway. Í bréfinu biður Buffet þá afsökunar og segir að hann hafi sofið á verðinum meðan á nýjar upplýsingar komu fram. Upplýsingar sem hefðu átt að leiða til þess að hann endurskoðaði ákvarðanir sínar og bregðast strax við í stöðunni. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunina hjá Berkshire Hathaway, fjárfestingarfélagi auðjöfursins Warren Buffet, úr AAA og niður í AA2 eða um tvö þrep. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þetta setji þrýsting á trúverðugleika Buffet og þýðir að hann mun þurfa að borga nokkuð meir fyrir lán sín en áður. Í umsögn Moody´s með þessari lækkun segir að hún sé m.a. tilkomin vegna þeirra alvarlegu afleiðinga sem fjármálakreppan hefur haft á nokkrar lykilfjárfestingar hjá Berkshire Hathaway ásamt því að allt útlit er fyrir að kreppan verði langvarandi. Sjálfur hefur Buffet sent bréf til meðhluthafa sinna í Berkshire Hathaway. Í bréfinu biður Buffet þá afsökunar og segir að hann hafi sofið á verðinum meðan á nýjar upplýsingar komu fram. Upplýsingar sem hefðu átt að leiða til þess að hann endurskoðaði ákvarðanir sínar og bregðast strax við í stöðunni.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira