Íslensku bankarnir ollu mettapi norska tryggingarsjóðsins 20. apríl 2009 15:43 Íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir, ollu því að tryggingarsjóður bankainnistæðna í Noregi skilaði mettapi á síðasta ári. Alls nam tap sjóðsins á árinu 1,8 milljörðum norskra kr. eða sem svarar til rúmlega 34 milljarða kr. Í umfjöllun um málið í Dagens Næringsliv segir að auk taps vegna íslensku bankanna mátti sjóðurinn sá fjárfestingar sínar hrapa í verði í fyrra. Arne Hyttnes einn af stjórnendum sjóðsins segir að þetta ásamt íslensku bönkunum hafi leitt til þess að tap af rekstri sjóðsins hafi aldrei verið meira í sögu sjóðsins. Samkvæmt bókhaldi sjóðsins var eigið fé hans í árslok 15,3 milljarðar norskra kr. Það hefði hinsvegar þurft að vera 19,1 milljarðar nkr. ef sjóðurinn á að standa við lögbundnar skyldur sínar. Það sem á vantar, rúmir 3,7 milljarðar nkr. verða bankarnir í Noregi að taka á sig í formi aukinna greiðslna til sjóðsins. Þannig liggur fyrir að greiðslurnar verða 1,5 milljarður nkr. í ár en til samanburðar námu greiðslurnar 460 milljónum nkr. í fyrra. Fram kom í frétt á visir.is í lok janúar að Kaupþing myndi standa við lögbundnar greiðslur sínar til innistæðueigenda í Noregi. Alls er þar um 900 milljónir norskra kr. að ræða eða um 17 milljarða kr. sem sjóðurinn fær endurgreidda. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir, ollu því að tryggingarsjóður bankainnistæðna í Noregi skilaði mettapi á síðasta ári. Alls nam tap sjóðsins á árinu 1,8 milljörðum norskra kr. eða sem svarar til rúmlega 34 milljarða kr. Í umfjöllun um málið í Dagens Næringsliv segir að auk taps vegna íslensku bankanna mátti sjóðurinn sá fjárfestingar sínar hrapa í verði í fyrra. Arne Hyttnes einn af stjórnendum sjóðsins segir að þetta ásamt íslensku bönkunum hafi leitt til þess að tap af rekstri sjóðsins hafi aldrei verið meira í sögu sjóðsins. Samkvæmt bókhaldi sjóðsins var eigið fé hans í árslok 15,3 milljarðar norskra kr. Það hefði hinsvegar þurft að vera 19,1 milljarðar nkr. ef sjóðurinn á að standa við lögbundnar skyldur sínar. Það sem á vantar, rúmir 3,7 milljarðar nkr. verða bankarnir í Noregi að taka á sig í formi aukinna greiðslna til sjóðsins. Þannig liggur fyrir að greiðslurnar verða 1,5 milljarður nkr. í ár en til samanburðar námu greiðslurnar 460 milljónum nkr. í fyrra. Fram kom í frétt á visir.is í lok janúar að Kaupþing myndi standa við lögbundnar greiðslur sínar til innistæðueigenda í Noregi. Alls er þar um 900 milljónir norskra kr. að ræða eða um 17 milljarða kr. sem sjóðurinn fær endurgreidda.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira