Íslensku bankarnir ollu mettapi norska tryggingarsjóðsins 20. apríl 2009 15:43 Íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir, ollu því að tryggingarsjóður bankainnistæðna í Noregi skilaði mettapi á síðasta ári. Alls nam tap sjóðsins á árinu 1,8 milljörðum norskra kr. eða sem svarar til rúmlega 34 milljarða kr. Í umfjöllun um málið í Dagens Næringsliv segir að auk taps vegna íslensku bankanna mátti sjóðurinn sá fjárfestingar sínar hrapa í verði í fyrra. Arne Hyttnes einn af stjórnendum sjóðsins segir að þetta ásamt íslensku bönkunum hafi leitt til þess að tap af rekstri sjóðsins hafi aldrei verið meira í sögu sjóðsins. Samkvæmt bókhaldi sjóðsins var eigið fé hans í árslok 15,3 milljarðar norskra kr. Það hefði hinsvegar þurft að vera 19,1 milljarðar nkr. ef sjóðurinn á að standa við lögbundnar skyldur sínar. Það sem á vantar, rúmir 3,7 milljarðar nkr. verða bankarnir í Noregi að taka á sig í formi aukinna greiðslna til sjóðsins. Þannig liggur fyrir að greiðslurnar verða 1,5 milljarður nkr. í ár en til samanburðar námu greiðslurnar 460 milljónum nkr. í fyrra. Fram kom í frétt á visir.is í lok janúar að Kaupþing myndi standa við lögbundnar greiðslur sínar til innistæðueigenda í Noregi. Alls er þar um 900 milljónir norskra kr. að ræða eða um 17 milljarða kr. sem sjóðurinn fær endurgreidda. Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir, ollu því að tryggingarsjóður bankainnistæðna í Noregi skilaði mettapi á síðasta ári. Alls nam tap sjóðsins á árinu 1,8 milljörðum norskra kr. eða sem svarar til rúmlega 34 milljarða kr. Í umfjöllun um málið í Dagens Næringsliv segir að auk taps vegna íslensku bankanna mátti sjóðurinn sá fjárfestingar sínar hrapa í verði í fyrra. Arne Hyttnes einn af stjórnendum sjóðsins segir að þetta ásamt íslensku bönkunum hafi leitt til þess að tap af rekstri sjóðsins hafi aldrei verið meira í sögu sjóðsins. Samkvæmt bókhaldi sjóðsins var eigið fé hans í árslok 15,3 milljarðar norskra kr. Það hefði hinsvegar þurft að vera 19,1 milljarðar nkr. ef sjóðurinn á að standa við lögbundnar skyldur sínar. Það sem á vantar, rúmir 3,7 milljarðar nkr. verða bankarnir í Noregi að taka á sig í formi aukinna greiðslna til sjóðsins. Þannig liggur fyrir að greiðslurnar verða 1,5 milljarður nkr. í ár en til samanburðar námu greiðslurnar 460 milljónum nkr. í fyrra. Fram kom í frétt á visir.is í lok janúar að Kaupþing myndi standa við lögbundnar greiðslur sínar til innistæðueigenda í Noregi. Alls er þar um 900 milljónir norskra kr. að ræða eða um 17 milljarða kr. sem sjóðurinn fær endurgreidda.
Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira