Kanna áhættustjórnun bankastjórna 7. febrúar 2009 22:58 Alistair Darling fjármálaráðherra Breta. Bresk yfirvöld hyggjast rannsaka bónusgreiðslur til æðstu stjórnenda í bönkum þar í landi og tengsl launabónusa við áhættusækni. Þetta hefur Sunday Telegraph eftir Alistair Darling fjármálaráðherra. Mikill þrýstingur hefur verið á ríkisstjórn Gordons Brown að slík rannsókn verði gerð í ljósi þess að breska ríkið hefur þurft að dæla milljörðum sterlingspunda til að bjarga Royal Bank of Scotland og fleiri bönkum. Í Sunday Telegraph, sem kemur út á morgun, kemur fram að Royal Bank of Scotland hafi gert ráð fyrir að greiða helstu stjórnendum bankans nærri einn milljarð sterlingspunda, eða tæpa 170 milljarða króna í bónusgreiðslur á þessu ári. Haft er eftir Darling í blaðinu að ríkisstjórnin telji sig geta komið fólki til bjargar þegar að áhættusæknin ógnar almannahag. „Ég er að setja af stað rannsókn þar sem farið verður yfir það hvernig bönkum er stjórnað," er haft eftir Darling. Hann segir jafnframt að það sé skylda stjórnarmanna í bönkum að spyrja stjórnendur bankanna áleitinna spurninga. Bæði þegar vel ári og þegar illa ári. „Ég geri ráð fyrir að rannsóknin beinist að því hvernig áhættustjórnun bankastjórna hefur verið. Þar á meðal hvernig laun hafa haft áhrif á áhættusækni," segir Darling. Darling segir þó að stjórnvöld eigi ekki að koma í veg fyrir að stjórnendur banka taki áhættur. Stjórnvöldum beri hins vegar skylda til þess að vernda fólk þegar að of mikil áhættusækni ógni almenningi. Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bresk yfirvöld hyggjast rannsaka bónusgreiðslur til æðstu stjórnenda í bönkum þar í landi og tengsl launabónusa við áhættusækni. Þetta hefur Sunday Telegraph eftir Alistair Darling fjármálaráðherra. Mikill þrýstingur hefur verið á ríkisstjórn Gordons Brown að slík rannsókn verði gerð í ljósi þess að breska ríkið hefur þurft að dæla milljörðum sterlingspunda til að bjarga Royal Bank of Scotland og fleiri bönkum. Í Sunday Telegraph, sem kemur út á morgun, kemur fram að Royal Bank of Scotland hafi gert ráð fyrir að greiða helstu stjórnendum bankans nærri einn milljarð sterlingspunda, eða tæpa 170 milljarða króna í bónusgreiðslur á þessu ári. Haft er eftir Darling í blaðinu að ríkisstjórnin telji sig geta komið fólki til bjargar þegar að áhættusæknin ógnar almannahag. „Ég er að setja af stað rannsókn þar sem farið verður yfir það hvernig bönkum er stjórnað," er haft eftir Darling. Hann segir jafnframt að það sé skylda stjórnarmanna í bönkum að spyrja stjórnendur bankanna áleitinna spurninga. Bæði þegar vel ári og þegar illa ári. „Ég geri ráð fyrir að rannsóknin beinist að því hvernig áhættustjórnun bankastjórna hefur verið. Þar á meðal hvernig laun hafa haft áhrif á áhættusækni," segir Darling. Darling segir þó að stjórnvöld eigi ekki að koma í veg fyrir að stjórnendur banka taki áhættur. Stjórnvöldum beri hins vegar skylda til þess að vernda fólk þegar að of mikil áhættusækni ógni almenningi.
Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira