Fengu Kraums-verðlaunin 17. desember 2009 06:00 Kraums-verðlaunin voru afhent í annað sinn gær við hátíðlega athöfn. Hér stilla verðlaunahafarnir sér upp saman. fréttablaðið/anton Sex flytjendur fengu Kraumsverðlaunin afhent í gær. Meðal þeirra voru hljómsveitirnar Bloodgroup og Hjaltalín. Um er að ræða sérstaka viðurkenningu Kraums-tónlistarsjóðs til þeirra verka sem hafa þótt framúrskarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu. Kraumur mun styðja við sigurplöturnar og jafnframt auka við möguleika flytjendanna á að koma þeim á framfæri utan landsteinana með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis. Dómnefnd Kraumslistans er skipuð sextán aðilum sem hafa síðustu ár starfað við umfjöllun og spilun á íslenskri tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson blaðamaður. Tuttugu plötur voru tilnefndar til Kraums-verðlaunanna í ár. Á meðal hljómsveita og tónlistarmanna sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar í þetta sinn eru Dikta, Egill Sæbjörnsson, múm og Feldberg. Á síðasta ári sigruðu plötur Agent Fresco, FM Belfast, Huga Guðmundssonar, Ísafoldar, Mammút og Retro Stefson. Sigurvegarar: Anna Guðný Guðmundsdóttir - Tuttugu tillit til Jesúbarnsins Bloodgroup - Dry Land Helgi Hrafn Jónsson - For the Rest of My Childhood Hildur Guðnadóttir - Without Sinking Hjaltalín - Terminal Morðingjarnir - Flóttinn mikli Það var margt um manninn þegar Kraums-verðlaunin voru afhent í gær. .Haraldur Leví Gunnarsson hjá Records Records-útgáfunni var á meðal gesta. Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sex flytjendur fengu Kraumsverðlaunin afhent í gær. Meðal þeirra voru hljómsveitirnar Bloodgroup og Hjaltalín. Um er að ræða sérstaka viðurkenningu Kraums-tónlistarsjóðs til þeirra verka sem hafa þótt framúrskarandi, frumleg og spennandi í íslenskri plötuútgáfu á árinu. Kraumur mun styðja við sigurplöturnar og jafnframt auka við möguleika flytjendanna á að koma þeim á framfæri utan landsteinana með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis. Dómnefnd Kraumslistans er skipuð sextán aðilum sem hafa síðustu ár starfað við umfjöllun og spilun á íslenskri tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson blaðamaður. Tuttugu plötur voru tilnefndar til Kraums-verðlaunanna í ár. Á meðal hljómsveita og tónlistarmanna sem hlutu ekki náð fyrir augum dómnefndarinnar í þetta sinn eru Dikta, Egill Sæbjörnsson, múm og Feldberg. Á síðasta ári sigruðu plötur Agent Fresco, FM Belfast, Huga Guðmundssonar, Ísafoldar, Mammút og Retro Stefson. Sigurvegarar: Anna Guðný Guðmundsdóttir - Tuttugu tillit til Jesúbarnsins Bloodgroup - Dry Land Helgi Hrafn Jónsson - For the Rest of My Childhood Hildur Guðnadóttir - Without Sinking Hjaltalín - Terminal Morðingjarnir - Flóttinn mikli Það var margt um manninn þegar Kraums-verðlaunin voru afhent í gær. .Haraldur Leví Gunnarsson hjá Records Records-útgáfunni var á meðal gesta.
Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“