Button og Barrichello dæmdir brotlegir 3. október 2009 11:22 Jenson Button ók of geyst í tímatökum þegar viðvörunarflöggum var veifað og var refsað fyrir. mynd: kappakstur.is Keppinautunum um heimsmeistaratitilinn var refsað i dag fyrir brot í tímatökum á Suzuka brautinni. Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello voru dæmdir brotlegir þegar þeir óku of geyst þegar viðvörunarflöggum var veifað í brautinni vegna óhapps. Báðir voru færðir aftur um fimm sæti á ráslínu. Keppinautur þeirra um meistaratitilinn, Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað, en Barrichello er níundi og Button ellefti. Brawn ökumennirnir slógu ekkert af þegar gulum flöggum var veifað eftir að Sebastian Buemi keyrði á vegg og brot úr bíl hans þeyttust inn á brautina. Skapaði þetta hættu sem Brawn ökumennirnir sinntu ekki neitt. Þeir voru dæmdir ásamt Adrian Sutil, Fernando Alonso og Buemi fyrir að gæta ekki að sér í brautinni. Button er með 15 stiga forskot í stigamóti ökumanna á Barrichello og 26 stig á Vettel. Fyrir sigur í móti fást 10 stig, síðan 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vettel er því í ágætri stöðu að sækja á stigaforskot Brawn ökumannanna í nótt. Kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 04.30 í nótt, en mótið verður endursýnt á sunnudagsmorgun.Sjá rásröðina og brautarlýsingu - Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Keppinautunum um heimsmeistaratitilinn var refsað i dag fyrir brot í tímatökum á Suzuka brautinni. Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello voru dæmdir brotlegir þegar þeir óku of geyst þegar viðvörunarflöggum var veifað í brautinni vegna óhapps. Báðir voru færðir aftur um fimm sæti á ráslínu. Keppinautur þeirra um meistaratitilinn, Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað, en Barrichello er níundi og Button ellefti. Brawn ökumennirnir slógu ekkert af þegar gulum flöggum var veifað eftir að Sebastian Buemi keyrði á vegg og brot úr bíl hans þeyttust inn á brautina. Skapaði þetta hættu sem Brawn ökumennirnir sinntu ekki neitt. Þeir voru dæmdir ásamt Adrian Sutil, Fernando Alonso og Buemi fyrir að gæta ekki að sér í brautinni. Button er með 15 stiga forskot í stigamóti ökumanna á Barrichello og 26 stig á Vettel. Fyrir sigur í móti fást 10 stig, síðan 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vettel er því í ágætri stöðu að sækja á stigaforskot Brawn ökumannanna í nótt. Kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 04.30 í nótt, en mótið verður endursýnt á sunnudagsmorgun.Sjá rásröðina og brautarlýsingu -
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira