Button og Barrichello dæmdir brotlegir 3. október 2009 11:22 Jenson Button ók of geyst í tímatökum þegar viðvörunarflöggum var veifað og var refsað fyrir. mynd: kappakstur.is Keppinautunum um heimsmeistaratitilinn var refsað i dag fyrir brot í tímatökum á Suzuka brautinni. Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello voru dæmdir brotlegir þegar þeir óku of geyst þegar viðvörunarflöggum var veifað í brautinni vegna óhapps. Báðir voru færðir aftur um fimm sæti á ráslínu. Keppinautur þeirra um meistaratitilinn, Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað, en Barrichello er níundi og Button ellefti. Brawn ökumennirnir slógu ekkert af þegar gulum flöggum var veifað eftir að Sebastian Buemi keyrði á vegg og brot úr bíl hans þeyttust inn á brautina. Skapaði þetta hættu sem Brawn ökumennirnir sinntu ekki neitt. Þeir voru dæmdir ásamt Adrian Sutil, Fernando Alonso og Buemi fyrir að gæta ekki að sér í brautinni. Button er með 15 stiga forskot í stigamóti ökumanna á Barrichello og 26 stig á Vettel. Fyrir sigur í móti fást 10 stig, síðan 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vettel er því í ágætri stöðu að sækja á stigaforskot Brawn ökumannanna í nótt. Kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 04.30 í nótt, en mótið verður endursýnt á sunnudagsmorgun.Sjá rásröðina og brautarlýsingu - Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Keppinautunum um heimsmeistaratitilinn var refsað i dag fyrir brot í tímatökum á Suzuka brautinni. Bæði Jenson Button og Rubens Barrichello voru dæmdir brotlegir þegar þeir óku of geyst þegar viðvörunarflöggum var veifað í brautinni vegna óhapps. Báðir voru færðir aftur um fimm sæti á ráslínu. Keppinautur þeirra um meistaratitilinn, Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað, en Barrichello er níundi og Button ellefti. Brawn ökumennirnir slógu ekkert af þegar gulum flöggum var veifað eftir að Sebastian Buemi keyrði á vegg og brot úr bíl hans þeyttust inn á brautina. Skapaði þetta hættu sem Brawn ökumennirnir sinntu ekki neitt. Þeir voru dæmdir ásamt Adrian Sutil, Fernando Alonso og Buemi fyrir að gæta ekki að sér í brautinni. Button er með 15 stiga forskot í stigamóti ökumanna á Barrichello og 26 stig á Vettel. Fyrir sigur í móti fást 10 stig, síðan 8, 6, 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vettel er því í ágætri stöðu að sækja á stigaforskot Brawn ökumannanna í nótt. Kappaksturinn í Japan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl. 04.30 í nótt, en mótið verður endursýnt á sunnudagsmorgun.Sjá rásröðina og brautarlýsingu -
Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira