Nýliðar Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í fótbolta eru að standa sig vel í Lengjubikarnum. Liðið vann 3-1 sigur á Leikni í Egilshöllinni í gær og er því öruggt með sæti í átta liða úrslitum keppninnar.
Þorvaldur Árnason kom Stjörnunni yfir í upphafi leiks og þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson og Arnar Már Björgvinsson komu liðinu í 3-0 með tveimur mörkum í lokin áður en Brynjar Hlöðversson minnkaði muninn fyrir Leikni. Leiknir var manni færri síðast klukkutíma leiksins.
Stjarnan hefur náði í 10 stig í fyrstu fjórum leikjum sínum í Lengjubikarnum og skorað í þeim tólf mörk eða þrjú mörk að meðaltali í leik. Þjálfari liðsins er Bjarni Jóhannsson.
Stjarnan er með þremur stigum meira en Leiknir sem er í 2. sæti 3-riðils og sjö stigum meira en Fylkir og KR sem eiga bæði bara tvo leiki eftir. Fylkir og KR geta því ekki náð Garðbæingum en tvö efstu liðin komast í átta liða úrslitin.