NBA í nótt: Cleveland fyrst í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2009 08:56 LeBron James og félagar eru komnir í úrslitakeppnina. Nordic Photos / Getty Images Cleveland tryggði sér í nótt fyrst liða í NBA-deildinni sæti í úrslitakeppninni sem hefst í vor. Cleveland vann Milwaukee, 91-73. Liðið hefur að meðaltali unnið átta af hverjum tíu leikjum í vetur og er með næstbesta árangurinn í deildinni - liðið er hársbreidd á eftir LA Lakers. Cleveland er þó með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það er rúmur mánuður þar til deildakeppninni lýkur. LeBron James varm eð 23 stig í leiknum í nótt og Delonte West var með 13 stig og átta stolna bolta. Þetta kom þó fæstum á óvart og leikmenn voru ekki mikið að fagna að þessi áfangi væri í höfn. „Við vissum að við myndum komst í úrslitakeppnina," sagði James. „Það hefði auðvitað verið stórslys fyrir okkur hefði það ekki tekist." Mo Williams skoraði fimmtán stig gegn sínum gömlu félögum og Zydrunas Ilgauskas var með fjórtán. Hjá Milwaukee var Richard Jefferson stigahæstur með 29 stig en liðið er nú í áttunda sæti Austurdeildarinnar. New York vann Atlanta, 109-105. Larry Hughes var með 23 stig fyrir New York og er nú farið að ganga betur hjá sínu nýja félagi eftir erfiða byrjun þar. Hann kom til New York frá Chicago þann 19. febrúar síðastliðinn. Miami vann Phoenix, 135-129. Dwyane Wade skoraði 35 stig og gaf sextán stoðsendingar sem er persónuleg metjöfnun. Michael Beasly og Daequan Cook voru báðir varamenn í leiknum en skoruðu þó samanlagt 55 stig gegn Shaq og félögum. Boston vann New Jersey, 115-111. Paul Pierce var með 31 stig og skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 20 sekúndur vour eftir. Oklahoma City vann Washington, 88-83. Russell Westbrook og Thabo Sefolosha voru aðalmennirnir í sigri Oklahoma City og þá sérstaklega á síðustu tveimur mínútum leiksins. Þetta var þriðji sigur Oklahoma City í röð og er það í fyrsta sinn sem liðinu tekst að ná það mörgum sigurleikjum í röð síðan félagið flutti frá Seattle. Chicago vann Golden State, 110-88. John Salmons skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. Joakim Noah skoraði fjórtán og tók sautján fráköst. Utah vann Houston, 101-94. Carlos Boozer var með 20 stig og sautján fráköst. Dallas vann San Antonio, 107-102. Josh Howard skoraði 29 stig og skoraði lykilkörfu á lokamínútu leiksins. Jason Kidd setti svo niður þrist þegar 31 sekúnda var eftir. Portland vann Indiana, 107-105. Brandon Roy var með 28 stig og setti niður tvö víti þegar 1,7 sekúndur voru eftir. Þetta var tíundi sigur Portland á heimavelli í röð. Memphis vann LA Clippers, 118-95. Rudy Gay skoraði 35 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Memphis hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Cleveland tryggði sér í nótt fyrst liða í NBA-deildinni sæti í úrslitakeppninni sem hefst í vor. Cleveland vann Milwaukee, 91-73. Liðið hefur að meðaltali unnið átta af hverjum tíu leikjum í vetur og er með næstbesta árangurinn í deildinni - liðið er hársbreidd á eftir LA Lakers. Cleveland er þó með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það er rúmur mánuður þar til deildakeppninni lýkur. LeBron James varm eð 23 stig í leiknum í nótt og Delonte West var með 13 stig og átta stolna bolta. Þetta kom þó fæstum á óvart og leikmenn voru ekki mikið að fagna að þessi áfangi væri í höfn. „Við vissum að við myndum komst í úrslitakeppnina," sagði James. „Það hefði auðvitað verið stórslys fyrir okkur hefði það ekki tekist." Mo Williams skoraði fimmtán stig gegn sínum gömlu félögum og Zydrunas Ilgauskas var með fjórtán. Hjá Milwaukee var Richard Jefferson stigahæstur með 29 stig en liðið er nú í áttunda sæti Austurdeildarinnar. New York vann Atlanta, 109-105. Larry Hughes var með 23 stig fyrir New York og er nú farið að ganga betur hjá sínu nýja félagi eftir erfiða byrjun þar. Hann kom til New York frá Chicago þann 19. febrúar síðastliðinn. Miami vann Phoenix, 135-129. Dwyane Wade skoraði 35 stig og gaf sextán stoðsendingar sem er persónuleg metjöfnun. Michael Beasly og Daequan Cook voru báðir varamenn í leiknum en skoruðu þó samanlagt 55 stig gegn Shaq og félögum. Boston vann New Jersey, 115-111. Paul Pierce var með 31 stig og skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 20 sekúndur vour eftir. Oklahoma City vann Washington, 88-83. Russell Westbrook og Thabo Sefolosha voru aðalmennirnir í sigri Oklahoma City og þá sérstaklega á síðustu tveimur mínútum leiksins. Þetta var þriðji sigur Oklahoma City í röð og er það í fyrsta sinn sem liðinu tekst að ná það mörgum sigurleikjum í röð síðan félagið flutti frá Seattle. Chicago vann Golden State, 110-88. John Salmons skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. Joakim Noah skoraði fjórtán og tók sautján fráköst. Utah vann Houston, 101-94. Carlos Boozer var með 20 stig og sautján fráköst. Dallas vann San Antonio, 107-102. Josh Howard skoraði 29 stig og skoraði lykilkörfu á lokamínútu leiksins. Jason Kidd setti svo niður þrist þegar 31 sekúnda var eftir. Portland vann Indiana, 107-105. Brandon Roy var með 28 stig og setti niður tvö víti þegar 1,7 sekúndur voru eftir. Þetta var tíundi sigur Portland á heimavelli í röð. Memphis vann LA Clippers, 118-95. Rudy Gay skoraði 35 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Memphis hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn