NBA í nótt: Cleveland fyrst í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2009 08:56 LeBron James og félagar eru komnir í úrslitakeppnina. Nordic Photos / Getty Images Cleveland tryggði sér í nótt fyrst liða í NBA-deildinni sæti í úrslitakeppninni sem hefst í vor. Cleveland vann Milwaukee, 91-73. Liðið hefur að meðaltali unnið átta af hverjum tíu leikjum í vetur og er með næstbesta árangurinn í deildinni - liðið er hársbreidd á eftir LA Lakers. Cleveland er þó með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það er rúmur mánuður þar til deildakeppninni lýkur. LeBron James varm eð 23 stig í leiknum í nótt og Delonte West var með 13 stig og átta stolna bolta. Þetta kom þó fæstum á óvart og leikmenn voru ekki mikið að fagna að þessi áfangi væri í höfn. „Við vissum að við myndum komst í úrslitakeppnina," sagði James. „Það hefði auðvitað verið stórslys fyrir okkur hefði það ekki tekist." Mo Williams skoraði fimmtán stig gegn sínum gömlu félögum og Zydrunas Ilgauskas var með fjórtán. Hjá Milwaukee var Richard Jefferson stigahæstur með 29 stig en liðið er nú í áttunda sæti Austurdeildarinnar. New York vann Atlanta, 109-105. Larry Hughes var með 23 stig fyrir New York og er nú farið að ganga betur hjá sínu nýja félagi eftir erfiða byrjun þar. Hann kom til New York frá Chicago þann 19. febrúar síðastliðinn. Miami vann Phoenix, 135-129. Dwyane Wade skoraði 35 stig og gaf sextán stoðsendingar sem er persónuleg metjöfnun. Michael Beasly og Daequan Cook voru báðir varamenn í leiknum en skoruðu þó samanlagt 55 stig gegn Shaq og félögum. Boston vann New Jersey, 115-111. Paul Pierce var með 31 stig og skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 20 sekúndur vour eftir. Oklahoma City vann Washington, 88-83. Russell Westbrook og Thabo Sefolosha voru aðalmennirnir í sigri Oklahoma City og þá sérstaklega á síðustu tveimur mínútum leiksins. Þetta var þriðji sigur Oklahoma City í röð og er það í fyrsta sinn sem liðinu tekst að ná það mörgum sigurleikjum í röð síðan félagið flutti frá Seattle. Chicago vann Golden State, 110-88. John Salmons skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. Joakim Noah skoraði fjórtán og tók sautján fráköst. Utah vann Houston, 101-94. Carlos Boozer var með 20 stig og sautján fráköst. Dallas vann San Antonio, 107-102. Josh Howard skoraði 29 stig og skoraði lykilkörfu á lokamínútu leiksins. Jason Kidd setti svo niður þrist þegar 31 sekúnda var eftir. Portland vann Indiana, 107-105. Brandon Roy var með 28 stig og setti niður tvö víti þegar 1,7 sekúndur voru eftir. Þetta var tíundi sigur Portland á heimavelli í röð. Memphis vann LA Clippers, 118-95. Rudy Gay skoraði 35 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Memphis hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan. NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Cleveland tryggði sér í nótt fyrst liða í NBA-deildinni sæti í úrslitakeppninni sem hefst í vor. Cleveland vann Milwaukee, 91-73. Liðið hefur að meðaltali unnið átta af hverjum tíu leikjum í vetur og er með næstbesta árangurinn í deildinni - liðið er hársbreidd á eftir LA Lakers. Cleveland er þó með besta árangurinn í Austurdeildinni. Það er rúmur mánuður þar til deildakeppninni lýkur. LeBron James varm eð 23 stig í leiknum í nótt og Delonte West var með 13 stig og átta stolna bolta. Þetta kom þó fæstum á óvart og leikmenn voru ekki mikið að fagna að þessi áfangi væri í höfn. „Við vissum að við myndum komst í úrslitakeppnina," sagði James. „Það hefði auðvitað verið stórslys fyrir okkur hefði það ekki tekist." Mo Williams skoraði fimmtán stig gegn sínum gömlu félögum og Zydrunas Ilgauskas var með fjórtán. Hjá Milwaukee var Richard Jefferson stigahæstur með 29 stig en liðið er nú í áttunda sæti Austurdeildarinnar. New York vann Atlanta, 109-105. Larry Hughes var með 23 stig fyrir New York og er nú farið að ganga betur hjá sínu nýja félagi eftir erfiða byrjun þar. Hann kom til New York frá Chicago þann 19. febrúar síðastliðinn. Miami vann Phoenix, 135-129. Dwyane Wade skoraði 35 stig og gaf sextán stoðsendingar sem er persónuleg metjöfnun. Michael Beasly og Daequan Cook voru báðir varamenn í leiknum en skoruðu þó samanlagt 55 stig gegn Shaq og félögum. Boston vann New Jersey, 115-111. Paul Pierce var með 31 stig og skoraði sigurkörfuna þegar rúmar 20 sekúndur vour eftir. Oklahoma City vann Washington, 88-83. Russell Westbrook og Thabo Sefolosha voru aðalmennirnir í sigri Oklahoma City og þá sérstaklega á síðustu tveimur mínútum leiksins. Þetta var þriðji sigur Oklahoma City í röð og er það í fyrsta sinn sem liðinu tekst að ná það mörgum sigurleikjum í röð síðan félagið flutti frá Seattle. Chicago vann Golden State, 110-88. John Salmons skoraði 23 stig og tók sjö fráköst. Joakim Noah skoraði fjórtán og tók sautján fráköst. Utah vann Houston, 101-94. Carlos Boozer var með 20 stig og sautján fráköst. Dallas vann San Antonio, 107-102. Josh Howard skoraði 29 stig og skoraði lykilkörfu á lokamínútu leiksins. Jason Kidd setti svo niður þrist þegar 31 sekúnda var eftir. Portland vann Indiana, 107-105. Brandon Roy var með 28 stig og setti niður tvö víti þegar 1,7 sekúndur voru eftir. Þetta var tíundi sigur Portland á heimavelli í röð. Memphis vann LA Clippers, 118-95. Rudy Gay skoraði 35 stig, þar af 20 í þriðja leikhluta. Memphis hafði tapað átta leikjum í röð fyrir þennan.
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira