Buffett græðir yfir 2 milljarða dollara á Goldman Sachs 24. júlí 2009 10:20 Gengishagnaður ofurfjárfestisins Warren Buffett á kaupum á hlutabfréfum í Goldman Sachs s.l. vetur er nú kominn í 2,2 milljarða dollara eða tæplega 280 milljarða kr. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni. Goldman Sachs leitaði til Buffett í kjölfar þess að Lehman Brothers urðu gjaldþrota s.l. haust og Bank of America hafði tekið yfir Merill Lynch til að forða þeim banka frá gjaldþroti. Buffett ákvað að leggja Goldman Sachs til fjármagn í gegnum eignarhaldfélag sitt Berkshire Hathaway. Bara það að Buffett var tilbúin að koma inn í Goldman Sachs með fé var nóg til þess að stöðugleiki komst á hluti í Goldman Sachs sem höfðu verið í frjálsu falli á markaðinum fram yfir áramótin síðustu. Buffett fékk kauprétt á hlutum í Goldman Sachs að upphæð 5 milljarða dollara á genginu 115 dollarar á hlut. Í dag stendur gengið í 162 dollurum. Þetta er ávöxtun upp á 44% fyrir Buffett og ef hann kysi að leysa til sín hlutina í dag fengi hann 2,2 milljarða dollara í vasann sem hagnað af viðskiptunum við Goldman Sachs. „Það hlýtur að vera gott að vera Warren Buffett," segir Gerald Martin prófessor í fjármálastarfsemi við Kogod viðskiptaháskólann í Washington en hann hefur rannsakað viðskiptasögu Buffetts. „Þessar tölur koma eins og blaut tuska í andlit þeirra sem segja að Buffett hafi tapað neista sínum." Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengishagnaður ofurfjárfestisins Warren Buffett á kaupum á hlutabfréfum í Goldman Sachs s.l. vetur er nú kominn í 2,2 milljarða dollara eða tæplega 280 milljarða kr. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni. Goldman Sachs leitaði til Buffett í kjölfar þess að Lehman Brothers urðu gjaldþrota s.l. haust og Bank of America hafði tekið yfir Merill Lynch til að forða þeim banka frá gjaldþroti. Buffett ákvað að leggja Goldman Sachs til fjármagn í gegnum eignarhaldfélag sitt Berkshire Hathaway. Bara það að Buffett var tilbúin að koma inn í Goldman Sachs með fé var nóg til þess að stöðugleiki komst á hluti í Goldman Sachs sem höfðu verið í frjálsu falli á markaðinum fram yfir áramótin síðustu. Buffett fékk kauprétt á hlutum í Goldman Sachs að upphæð 5 milljarða dollara á genginu 115 dollarar á hlut. Í dag stendur gengið í 162 dollurum. Þetta er ávöxtun upp á 44% fyrir Buffett og ef hann kysi að leysa til sín hlutina í dag fengi hann 2,2 milljarða dollara í vasann sem hagnað af viðskiptunum við Goldman Sachs. „Það hlýtur að vera gott að vera Warren Buffett," segir Gerald Martin prófessor í fjármálastarfsemi við Kogod viðskiptaháskólann í Washington en hann hefur rannsakað viðskiptasögu Buffetts. „Þessar tölur koma eins og blaut tuska í andlit þeirra sem segja að Buffett hafi tapað neista sínum."
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira