Alonso vill enda ferilinn með Ferrari 1. október 2009 09:11 Fernando Alonso var umvafinn fjölmiðlamönnum útaf samningnum við Ferrari i dag. mynd: Getty Images Fernando Alonso gerði þriggja ára samning við Ferrari og byrjar að keyra með liðinu á næsta ári. Hann kemur í stað Kimi Raikkönen og ekur með Felipe Massa á næsta ári. "Vonandi tekst mér að ljúka ferlinum með Ferrari og með marga sigra í farteskinu. Ég trúi því að Ferrari verði síðasta lið mitt í íþróttinni. Það væri skref afturábak að fara eitthvað annað. Ég vil ljúka ferlinum með Ferrari", sagði Alonso á Suzuka brautinni í Japan í dag. Keppt verður á brautinni um helgina og Alonso ekur með Renault. Ferrari tilkynnti ráðningu hans í gær. "Mig langar að vinna marga titla með Ferrari eins og Schumacher, en það verður ekki auðvelt. Ég mun gefa 100% í hverja keppni eins og alltaf og tel ferli mínum vel borgið hjá Ferrari. Að vinna titla með Ferrari yrði sérstök upplifun", sagði Alonso sem vann tvo titla með Renault. Ítarlega verður fjallað um mál Alonso í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Sjá brautarlýsingu frá Suzuka Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso gerði þriggja ára samning við Ferrari og byrjar að keyra með liðinu á næsta ári. Hann kemur í stað Kimi Raikkönen og ekur með Felipe Massa á næsta ári. "Vonandi tekst mér að ljúka ferlinum með Ferrari og með marga sigra í farteskinu. Ég trúi því að Ferrari verði síðasta lið mitt í íþróttinni. Það væri skref afturábak að fara eitthvað annað. Ég vil ljúka ferlinum með Ferrari", sagði Alonso á Suzuka brautinni í Japan í dag. Keppt verður á brautinni um helgina og Alonso ekur með Renault. Ferrari tilkynnti ráðningu hans í gær. "Mig langar að vinna marga titla með Ferrari eins og Schumacher, en það verður ekki auðvelt. Ég mun gefa 100% í hverja keppni eins og alltaf og tel ferli mínum vel borgið hjá Ferrari. Að vinna titla með Ferrari yrði sérstök upplifun", sagði Alonso sem vann tvo titla með Renault. Ítarlega verður fjallað um mál Alonso í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport kl. 20.00 í kvöld. Sjá brautarlýsingu frá Suzuka
Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira