AGS spáir betri tíð í uppfærðri hagvaxtarspá 13. júní 2009 06:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er bjartsýnni en fyrir tveimur mánuðum á horfur í efnahagslífi þjóðanna á næsta ári.Fréttablaðið/AFP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur uppfært hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár og reiknar nú með 2,4 prósenta hagvexti á heimsvísu í stað 1,9 prósenta. Sjóðurinn gefur út heildarspána fyrir fund átta umsvifamestu iðnríkja heims, sem haldinn verður í ítölsku borginni L’Aquila í júlí. Borgin komst í heimsfréttirnar í apríl þegar jarðskjálftar jöfnuðu heimili sextíu þúsund íbúa hennar við jörðu. Væntingar AGS eru þvert á spá Alþjóðabankans frá í fyrradag en hann telur samdrátt á heimsvísu munu liggja nær þremur prósentum en þeim 1,7 prósentum sem hann reiknaði með í spá sinni í mars. Mun fjármálakreppan hafa dregið svo mjög úr fjárfestingum og brennt upp svo mikið fjármagn innan hinna þróaðri hagkerfa að ólíklegt sé að þau nái sér á næstu misserum. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir mismuninn skýrast af því að AGS og Alþjóðabankinn mæli mismunandi hagvísa. Blaðið bendir á að fjármálaskýrendur telji verstu hremmingarnar í alþjóðlegu efnahagslífi yfirstaðnar og vænta megi betri tíðar á næsta ári. Bloomberg-fréttaveitan bætir því við að japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan hafi endað í 10.135 stigum í gærmorgun auk þess sem væntingar neytenda hafi aukist nokkuð í Bandaríkjunum. Það glæði vonir manna um að versta efnahagskreppa í manna minnum sé í rénun. Japanska vísitalan hefur verið á góðu skriði síðan í mars og hafði í gær ekki verið hærri síðan í byrjun október í fyrra, þegar fjármálamarkaðir voru að fara á hliðina í kjölfar gjaldþrots bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Haft er eftir japönskum sérfræðingum að talsverðrar bjartsýni gæti á asískum mörkuðum um þessar mundir, ekki síst í kjölfar birtingar hagtalna í Japan og Kína sem voru ívið betri en almennt hafði verið búist við. Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur uppfært hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár og reiknar nú með 2,4 prósenta hagvexti á heimsvísu í stað 1,9 prósenta. Sjóðurinn gefur út heildarspána fyrir fund átta umsvifamestu iðnríkja heims, sem haldinn verður í ítölsku borginni L’Aquila í júlí. Borgin komst í heimsfréttirnar í apríl þegar jarðskjálftar jöfnuðu heimili sextíu þúsund íbúa hennar við jörðu. Væntingar AGS eru þvert á spá Alþjóðabankans frá í fyrradag en hann telur samdrátt á heimsvísu munu liggja nær þremur prósentum en þeim 1,7 prósentum sem hann reiknaði með í spá sinni í mars. Mun fjármálakreppan hafa dregið svo mjög úr fjárfestingum og brennt upp svo mikið fjármagn innan hinna þróaðri hagkerfa að ólíklegt sé að þau nái sér á næstu misserum. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir mismuninn skýrast af því að AGS og Alþjóðabankinn mæli mismunandi hagvísa. Blaðið bendir á að fjármálaskýrendur telji verstu hremmingarnar í alþjóðlegu efnahagslífi yfirstaðnar og vænta megi betri tíðar á næsta ári. Bloomberg-fréttaveitan bætir því við að japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan hafi endað í 10.135 stigum í gærmorgun auk þess sem væntingar neytenda hafi aukist nokkuð í Bandaríkjunum. Það glæði vonir manna um að versta efnahagskreppa í manna minnum sé í rénun. Japanska vísitalan hefur verið á góðu skriði síðan í mars og hafði í gær ekki verið hærri síðan í byrjun október í fyrra, þegar fjármálamarkaðir voru að fara á hliðina í kjölfar gjaldþrots bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Haft er eftir japönskum sérfræðingum að talsverðrar bjartsýni gæti á asískum mörkuðum um þessar mundir, ekki síst í kjölfar birtingar hagtalna í Japan og Kína sem voru ívið betri en almennt hafði verið búist við.
Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent