NBA í nótt: Atlanta á siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2009 09:09 Joe Johnson í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Atlanta Hawks er á góðri leið með að ná sér í heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í síðustu níu heimaleikjum sínum í nótt. Atlanta vann Minnesota, 109-97, þar sem Flip Murray skoraði 30 stig sem er persónulegt met hjá honum í vetur. Joe Johnson og Mike Bibby voru með 20 stig hvor. Atlanta hefur alls unnið 28 af 35 heimaleikjum sínum í vetur og gætu því reynst erfiðir viðureignar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor. Þeir eiga þriggja og hálfs leiks forystu á Miami sem er í fimmta sætinu. Liðið á þó erfiða leiki heima fyrir í vikunni. Fyrst gegn San Antonio annað kvöld, svo Boston og loks Los Angeles Lakers á sunnudaginn. Þetta var fimmta tap Minnesota í röð. Randy Foye var með nítján stig og Kevin Love sautján. Boston vann LA Clippers, 90-77. Ray Allen var með 20 stig fyrir Boston. Orlando vann New York, 106-102. Dwight Howard var með 29 stig og fjórtán fráköst fyrir Orlando. Það var þó Hedo Turkoglu sem var aðalmaðurinn í fjórða leikhluta leiksins. Miami vann Memphis, 94-82. Dwyane Wade skoraði 27 stig og bætti þar með sitt eigið stigamet hjá félaginu yfir heilt tímabil. Hann gaf þar að auki átta stoðsendingar. Chicago vann Washington, 101-99. Ben Gordon skoraði 21 stig, þar af sjö á síðustu þremur og hálfri mínútunni. Phoenix vann Denver, 118-115, og hélt þar með í vonina um sæti í úrslitakeppninni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Grant Hill var með 23 stig og Jason Richardson 22. Phoenix er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar, þremur sigurleikjum á eftir Dallas. Philadelphia vann Portland, 104-103, í framlengdum leik. Andre Miller varm eð 27 stig og tíu fráköst og þeir Thaddeus Young og Andre Iguodala bættu við 25 stigum hvor. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Atlanta Hawks er á góðri leið með að ná sér í heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í síðustu níu heimaleikjum sínum í nótt. Atlanta vann Minnesota, 109-97, þar sem Flip Murray skoraði 30 stig sem er persónulegt met hjá honum í vetur. Joe Johnson og Mike Bibby voru með 20 stig hvor. Atlanta hefur alls unnið 28 af 35 heimaleikjum sínum í vetur og gætu því reynst erfiðir viðureignar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor. Þeir eiga þriggja og hálfs leiks forystu á Miami sem er í fimmta sætinu. Liðið á þó erfiða leiki heima fyrir í vikunni. Fyrst gegn San Antonio annað kvöld, svo Boston og loks Los Angeles Lakers á sunnudaginn. Þetta var fimmta tap Minnesota í röð. Randy Foye var með nítján stig og Kevin Love sautján. Boston vann LA Clippers, 90-77. Ray Allen var með 20 stig fyrir Boston. Orlando vann New York, 106-102. Dwight Howard var með 29 stig og fjórtán fráköst fyrir Orlando. Það var þó Hedo Turkoglu sem var aðalmaðurinn í fjórða leikhluta leiksins. Miami vann Memphis, 94-82. Dwyane Wade skoraði 27 stig og bætti þar með sitt eigið stigamet hjá félaginu yfir heilt tímabil. Hann gaf þar að auki átta stoðsendingar. Chicago vann Washington, 101-99. Ben Gordon skoraði 21 stig, þar af sjö á síðustu þremur og hálfri mínútunni. Phoenix vann Denver, 118-115, og hélt þar með í vonina um sæti í úrslitakeppninni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Grant Hill var með 23 stig og Jason Richardson 22. Phoenix er sem stendur í níunda sæti Vesturdeildarinnar, þremur sigurleikjum á eftir Dallas. Philadelphia vann Portland, 104-103, í framlengdum leik. Andre Miller varm eð 27 stig og tíu fráköst og þeir Thaddeus Young og Andre Iguodala bættu við 25 stigum hvor. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira