Milljarðabónusar til starfsmanna UBS vekja ofsareiði í Sviss 27. janúar 2009 13:17 Ofsareiði ríkir nú meðal almennings í Sviss eftir að ljóst varð að stjórn UBS bankans ætlar að borga starfsmönnum sínum samtals 2 milljarða franka eða um 210 milljarða kr. í bónusgreiðslur fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á e24.no kemur fram að upphaflega ætlaði stjórn bankans að borga starfsmönnum sínum 3 milljarða franka en dró aðeins í land á síðustu stundu. Þegar ljóst varð s.l. haust að stjórnvöld í Sviss þurftu að koma UBS til aðstoðar og láta bankanum í té 20 milljarða franka eða um 2.100 milljarða kr. til að forða honum frá falli urðu uppþot fyrir utan höfuðstöðvar UBS í Zürich og víðar í Sviss. Bónusgreiðslur eru fastur liður í bankasamfélagi Sviss en það virkar eins og rauð dula framan í andlit almennings í Sviss að ætla að verðlauna starfsmenn bankans fyrir það að hafa nær rekið UBS í gjaldþrot. Hver almennur starfsmaður fær tæplega 3 milljónir kr. í sinn hlut en stjórnendur fá snökktum hærri upphæð. Komið hefur fram þverpólitísk og hörð gagnrýni á bónusgreiðslurnar á svissneska þinginu en hún hrekkur af stjórn UBS eins og vatn af gæs. Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ofsareiði ríkir nú meðal almennings í Sviss eftir að ljóst varð að stjórn UBS bankans ætlar að borga starfsmönnum sínum samtals 2 milljarða franka eða um 210 milljarða kr. í bónusgreiðslur fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á e24.no kemur fram að upphaflega ætlaði stjórn bankans að borga starfsmönnum sínum 3 milljarða franka en dró aðeins í land á síðustu stundu. Þegar ljóst varð s.l. haust að stjórnvöld í Sviss þurftu að koma UBS til aðstoðar og láta bankanum í té 20 milljarða franka eða um 2.100 milljarða kr. til að forða honum frá falli urðu uppþot fyrir utan höfuðstöðvar UBS í Zürich og víðar í Sviss. Bónusgreiðslur eru fastur liður í bankasamfélagi Sviss en það virkar eins og rauð dula framan í andlit almennings í Sviss að ætla að verðlauna starfsmenn bankans fyrir það að hafa nær rekið UBS í gjaldþrot. Hver almennur starfsmaður fær tæplega 3 milljónir kr. í sinn hlut en stjórnendur fá snökktum hærri upphæð. Komið hefur fram þverpólitísk og hörð gagnrýni á bónusgreiðslurnar á svissneska þinginu en hún hrekkur af stjórn UBS eins og vatn af gæs.
Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira