Rauðlitaðir hlutabréfamarkaðir víða um heim 8. janúar 2009 09:11 Miðlarar rýna í markaðinn. Mynd/AP Lækkun einkennir helstu hlutabréfamarkaði víða um heim eftir verðfall á bandarískum fjármálamörkuðum í gær. Helsta skýringin á fallinu eru væntingar um aukið atvinnuleysi vestanhafs og almennt slæmar afkomutölur bandarískra stórfyrirtækja. Staðfestar atvinnuleysistölur verða gefnar út á föstudag. Almennt er þó búist við að atvinnulausum muni fjölga um sjö hundruð þúsund á milli mánaða. Þá hefur fjármálakreppan sett stórt strik í reikning stórfyrirtækja á borð við bandaríska tæknirisans Intel og afþreyingafyrirtækisins Time Warner auk þess sem bandarísa álfyrirtækið Alcoa tilkynnti í vikunni að það myndi segja upp tíu prósentum af starfsfólki sínu. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times sagðí í gærkvöldi tölurnar endurspegla þá slæmu stöðu sem komin sé upp í efnahagslífinu þar í landi. Í kjölfar tíðindanna féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 2,72 prósent og S&P 500-vísitalan um slétt þrjú prósent. Þetta smitaði svo út frá sér á aðra markaði, svo sem til Asíu en Nikkei-vísitalan féll um fjögur prósent. Lækkunar gætir sömuleiðis í morgunsárið á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi lækkað um 0,35 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi um 0,92 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 0,76 prósent. Norrænir markaðir hafa ekki farið varhluta af lækkunarhrinunni ef frá er skilin danski hlutabréfamarkaðurinn. Mest er fallið í Helsinki í Finnlandi, eða mínus 2,25 prósent en minnst í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún hefur lækkað um 0,86 prósent. C-20 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hefur á móti hækkað um 0,36 prósent. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Lækkun einkennir helstu hlutabréfamarkaði víða um heim eftir verðfall á bandarískum fjármálamörkuðum í gær. Helsta skýringin á fallinu eru væntingar um aukið atvinnuleysi vestanhafs og almennt slæmar afkomutölur bandarískra stórfyrirtækja. Staðfestar atvinnuleysistölur verða gefnar út á föstudag. Almennt er þó búist við að atvinnulausum muni fjölga um sjö hundruð þúsund á milli mánaða. Þá hefur fjármálakreppan sett stórt strik í reikning stórfyrirtækja á borð við bandaríska tæknirisans Intel og afþreyingafyrirtækisins Time Warner auk þess sem bandarísa álfyrirtækið Alcoa tilkynnti í vikunni að það myndi segja upp tíu prósentum af starfsfólki sínu. Bandaríska dagblaðið Los Angeles Times sagðí í gærkvöldi tölurnar endurspegla þá slæmu stöðu sem komin sé upp í efnahagslífinu þar í landi. Í kjölfar tíðindanna féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 2,72 prósent og S&P 500-vísitalan um slétt þrjú prósent. Þetta smitaði svo út frá sér á aðra markaði, svo sem til Asíu en Nikkei-vísitalan féll um fjögur prósent. Lækkunar gætir sömuleiðis í morgunsárið á evrópskum hlutabréfamörkuðum. Þannig hefur FTSE-hlutabréfavísitalan í Bretlandi lækkað um 0,35 prósent, DAX-vísitalan í Þýskalandi um 0,92 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 0,76 prósent. Norrænir markaðir hafa ekki farið varhluta af lækkunarhrinunni ef frá er skilin danski hlutabréfamarkaðurinn. Mest er fallið í Helsinki í Finnlandi, eða mínus 2,25 prósent en minnst í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún hefur lækkað um 0,86 prósent. C-20 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku hefur á móti hækkað um 0,36 prósent.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira