Snýr Daly aftur á Hazeltine-vellinum? Ómar Þorgeirsson skrifar 7. ágúst 2009 15:30 John Daly. Nordic photos/AFP Kylfingurinn skrautlegi John Daly er ekki á meðal keppenda á Bridgestone mótinu á Firestone-vellinum í PGA-mótaröðinni sem nú stendur yfir en veltir fyrir sér að snúa aftur á PGA-mótaröðinni í næstu viku á Hazeltine-vellinum. Daly spilaði sitt versta mót á dögunum í langan tíma þegar hann komst ekki í gengum niðurskurðinn á Opna-Buick mótinu eftir að hafa spilað seinni hring sinn á 88 höggum. Hann kvartaði yfir því eftir mótið að hann hefði enga tilfinningu fyrir því hvað hann væri að gera og velti fyrir sér hver ástæðan kynni að vera. Vangaveltur voru á lofti um að megrun sem Daly hefur tekið föstum tökum hafi haft sín áhrif á spilamennsku kappans en hann hefur misst um 35 kíló á nokkrum mánuðum. Daly staðfesti aftur á móti á Twitter-síðu sinni í vikunni að hann hafi gengist undir augnaðgerð og það er spurning hvort að það hafi verið meinið. Það verður alla vega spennandi að sjá hvort þessi skrautlegi kylfingur haldi ekki keppni áfram á næsta móti PGA-mótaraðrinnar. Golf Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Kylfingurinn skrautlegi John Daly er ekki á meðal keppenda á Bridgestone mótinu á Firestone-vellinum í PGA-mótaröðinni sem nú stendur yfir en veltir fyrir sér að snúa aftur á PGA-mótaröðinni í næstu viku á Hazeltine-vellinum. Daly spilaði sitt versta mót á dögunum í langan tíma þegar hann komst ekki í gengum niðurskurðinn á Opna-Buick mótinu eftir að hafa spilað seinni hring sinn á 88 höggum. Hann kvartaði yfir því eftir mótið að hann hefði enga tilfinningu fyrir því hvað hann væri að gera og velti fyrir sér hver ástæðan kynni að vera. Vangaveltur voru á lofti um að megrun sem Daly hefur tekið föstum tökum hafi haft sín áhrif á spilamennsku kappans en hann hefur misst um 35 kíló á nokkrum mánuðum. Daly staðfesti aftur á móti á Twitter-síðu sinni í vikunni að hann hafi gengist undir augnaðgerð og það er spurning hvort að það hafi verið meinið. Það verður alla vega spennandi að sjá hvort þessi skrautlegi kylfingur haldi ekki keppni áfram á næsta móti PGA-mótaraðrinnar.
Golf Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira