Stjórn JJB Sports reynir að finna þann sem keypti hlut Kaupþings 14. apríl 2009 08:28 Stjórn JJB Sports hefur sent bréf til allra hluthafa í sportvöruverslanakeðjunni með kröfu um að þeir upplýsi hvort þeir hafi keypt ráðandi hlut í keðjunni. Stjórnin er að reyna að finna út hver hafi eignast hlut þann sem Kaupþing seldi nýlega í keðjunni. Forsaga málsins er í suttu máli sú að Kaupþing tók yfir 23% hlut Chris Ronnie í JJB Sports með veðkalli fyrr í vetur. Þessi hlutur var síðan seldur til Crédit Agricole International í lok síðasta mánaðar. Crédit Agricole seldi síðan 13% sama dag til Monecor. Hinsvegar er á huldu hvar hin 10% höfnuðu. Í frétt um málið í Financial Times segir að ekki sé bara á huldu hver keypti fyrrgreind 10% heldur einnig fyrir hvern Monecor var að kaupa 13%. Meðal þeirra sem fengið hafa bréf frá lögmönnum JJB Sports er Mike Ashley forstjóra Sports Direct en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann hafi fest kaup á öllum 23%. Ashley, sem er eigandi fótboltaliðsins Newcastle barðist við David Whelan eigenda liðsins Wigan Atlethic um yfirráðin í JJB Sports í síðasta mánuði. Stjórn JJB Sports segir áríðandi að eignarhaldið liggi fyrir áður en hluthafafundur tekur afstöðu til samnings við leigusala JJB Sports síðar í mánuðinum. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórn JJB Sports hefur sent bréf til allra hluthafa í sportvöruverslanakeðjunni með kröfu um að þeir upplýsi hvort þeir hafi keypt ráðandi hlut í keðjunni. Stjórnin er að reyna að finna út hver hafi eignast hlut þann sem Kaupþing seldi nýlega í keðjunni. Forsaga málsins er í suttu máli sú að Kaupþing tók yfir 23% hlut Chris Ronnie í JJB Sports með veðkalli fyrr í vetur. Þessi hlutur var síðan seldur til Crédit Agricole International í lok síðasta mánaðar. Crédit Agricole seldi síðan 13% sama dag til Monecor. Hinsvegar er á huldu hvar hin 10% höfnuðu. Í frétt um málið í Financial Times segir að ekki sé bara á huldu hver keypti fyrrgreind 10% heldur einnig fyrir hvern Monecor var að kaupa 13%. Meðal þeirra sem fengið hafa bréf frá lögmönnum JJB Sports er Mike Ashley forstjóra Sports Direct en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann hafi fest kaup á öllum 23%. Ashley, sem er eigandi fótboltaliðsins Newcastle barðist við David Whelan eigenda liðsins Wigan Atlethic um yfirráðin í JJB Sports í síðasta mánuði. Stjórn JJB Sports segir áríðandi að eignarhaldið liggi fyrir áður en hluthafafundur tekur afstöðu til samnings við leigusala JJB Sports síðar í mánuðinum.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira