Kobe með flautukörfu í framlengingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. desember 2009 09:19 Kobe Bryant í leik með LA Lakers. Mynd/AP Kobe Bryant tryggði Lakers ótrúlegan sigur á Milwaukee með flautukörfu í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt, 107-106. Þetta tókst honum þó svo að hann hafi spilað með spelku á hægri vísifingri en alls skoraði hann 39 stig í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi. Andrew Bogut fékk reyndar tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma er hann náði að fiska villu á varnarmann Lakers um leið og hann setti niður skot og jafnaði þar með leikinn, 95-95. En hann klikkaði á vítalínunni og fékk því Lakers tækifæri til að klára leikinn í síðustu sókninni. Þá klikkaði hins vegar Kobe á flautukörfunni. Milwaukee var með frumkvæðið í framlengingunni og komst í sex stiga forystu, 106-100, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Kobe svaraði strax með körfu en Eresan Ilyasova komst á vítalínuna í næstu sókn Milwaukee. Hann klikkaði á báðum vítaskotunum og Lakers fékk því tækifæri til að minnka muninn enn frekar. Kobe keyrði inn í teig og náði að skora með miklum látum. Heimamenn töldu að um ruðning hefði verið að ræða en í staðinn fékk hann körfuna dæmda góða og vítakast þar að auki. Þar með var munurinn orðinn eitt stig. Hann tryggði svo sínum mönnum sigurinn með flautukörfu í blálok leiksins eftir að Michael Redd hafði klikkað á skoti fyrir Milwaukee skömmu áður. Pau Gasol skoraði 26 stig fyrir Lakers og tók 22 fráköst. Ron Artest var með tíu stig. Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Ilyasova 24 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Hér má sjá úrslit þeirra: Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 110-97Indiana Pacers - Charlotte Bobcats 101-98Orlando Magic - Toronto Raptors 118-99 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 101-108 New Jersey Nets - Utah Jazz 92-108 Milwaukee Bucks - LA Lakers 106-107 Minnesote Timberwolves - LA Clippers 95-120New Orleans Hornets - Detroit Pistons 95-87 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-100Denver Nuggets - Houston Rockets 111-101Sacramento Kings - Washington Wizards 112-109 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 91-103 NBA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Kobe Bryant tryggði Lakers ótrúlegan sigur á Milwaukee með flautukörfu í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt, 107-106. Þetta tókst honum þó svo að hann hafi spilað með spelku á hægri vísifingri en alls skoraði hann 39 stig í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi. Andrew Bogut fékk reyndar tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma er hann náði að fiska villu á varnarmann Lakers um leið og hann setti niður skot og jafnaði þar með leikinn, 95-95. En hann klikkaði á vítalínunni og fékk því Lakers tækifæri til að klára leikinn í síðustu sókninni. Þá klikkaði hins vegar Kobe á flautukörfunni. Milwaukee var með frumkvæðið í framlengingunni og komst í sex stiga forystu, 106-100, þegar ein og hálf mínúta var eftir. Kobe svaraði strax með körfu en Eresan Ilyasova komst á vítalínuna í næstu sókn Milwaukee. Hann klikkaði á báðum vítaskotunum og Lakers fékk því tækifæri til að minnka muninn enn frekar. Kobe keyrði inn í teig og náði að skora með miklum látum. Heimamenn töldu að um ruðning hefði verið að ræða en í staðinn fékk hann körfuna dæmda góða og vítakast þar að auki. Þar með var munurinn orðinn eitt stig. Hann tryggði svo sínum mönnum sigurinn með flautukörfu í blálok leiksins eftir að Michael Redd hafði klikkað á skoti fyrir Milwaukee skömmu áður. Pau Gasol skoraði 26 stig fyrir Lakers og tók 22 fráköst. Ron Artest var með tíu stig. Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Ilyasova 24 stig. Alls fóru tólf leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Hér má sjá úrslit þeirra: Atlanta Hawks - Memphis Grizzlies 110-97Indiana Pacers - Charlotte Bobcats 101-98Orlando Magic - Toronto Raptors 118-99 Philadelphia 76ers - Cleveland Cavaliers 101-108 New Jersey Nets - Utah Jazz 92-108 Milwaukee Bucks - LA Lakers 106-107 Minnesote Timberwolves - LA Clippers 95-120New Orleans Hornets - Detroit Pistons 95-87 Oklahoma City Thunder - Dallas Mavericks 86-100Denver Nuggets - Houston Rockets 111-101Sacramento Kings - Washington Wizards 112-109 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 91-103
NBA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira