Efast um að ég sé velkominn hjá þjálfaranum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2009 06:00 Kári Árnason. Knattspyrnumaðurinn Kári Árnason segist vilja losna frá danska úrvalsdeildarfélaginu AGF. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann var í láni á síðari hluta síðasta tímabils hjá Esbjerg sem leikur í sömu deild en gat lítið beitt sér þar vegna meiðsla. Það er því útlit fyrir að hann snúi aftur til AGF þegar sumarleyfinu lýkur. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við AGF og fer því aftur þangað í sumar, sem ætti að vera nokkuð sérstakt," sagði Kári. „Það er ástæða fyrir því að ég fór á sínum tíma. Ég og þjálfarinn deilum ekki sömu sýn á fótbolta og fór ég til Esbjerg í þeirri von að ég fengi að spila og yrði svo seldur í kjölfarið. En þá meiddist ég og þurfti að fara í tvær aðgerðir. Ég gat því lítið spilað. Ég er þó allur að koma til og er hættur að finna fyrir meiðslunum." Hann segir að hann hafi ekki skilið við þjálfara sinn hjá AGF á góðum nótum. „Það voru ákveðnir hlutir sagðir og ég veit ekki hvort við getum átt samleið aftur. Ég ber engar slæmar tilfinningar í hans garð en ég efast um að ég sé velkominn aftur hjá honum. Við erum ekki bestu vinir." Það var núverandi þjálfari Esbjerg sem keypti Kára til AGF frá Djurgården í Svíþjóð á sínum tíma. Hann efast þó um að Esbjerg geti keypt sig nú. „Það kom til greina en ég held að fjárhagsstaða félagsins sé ekki það góð að það sé mögulegt. Ég efast um að það sé í spilunum lengur." Kári er þó ekki að stressa sig um of á öllu saman. „Ég er með umboðsmenn sem eru að vinna í því að finna félög sem hefðu hugsanlega áhuga og ég er opinn fyrir öllu. Ég hefði auðvitað mestan áhuga á því að komast að í bestu deildunum en það er oft spurning um heppni. Ég væri líka til í að prófa að fara til annars lands þó svo að Danmerkurdvölin hafi verið mjög góð. Það tekur auðvitað sinn tíma að aðlagast nýju landi en fyrir utan meiðslin hefur mér gengið mjög vel." Ef Kára bjóðast engir aðrir möguleikar verður hann væntanlega áfram í herbúðum AGF. „Ég er á fínum launum í eitt ár til viðbótar en auðvitað vil ég helst fá að spila." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kári Árnason segist vilja losna frá danska úrvalsdeildarfélaginu AGF. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann var í láni á síðari hluta síðasta tímabils hjá Esbjerg sem leikur í sömu deild en gat lítið beitt sér þar vegna meiðsla. Það er því útlit fyrir að hann snúi aftur til AGF þegar sumarleyfinu lýkur. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við AGF og fer því aftur þangað í sumar, sem ætti að vera nokkuð sérstakt," sagði Kári. „Það er ástæða fyrir því að ég fór á sínum tíma. Ég og þjálfarinn deilum ekki sömu sýn á fótbolta og fór ég til Esbjerg í þeirri von að ég fengi að spila og yrði svo seldur í kjölfarið. En þá meiddist ég og þurfti að fara í tvær aðgerðir. Ég gat því lítið spilað. Ég er þó allur að koma til og er hættur að finna fyrir meiðslunum." Hann segir að hann hafi ekki skilið við þjálfara sinn hjá AGF á góðum nótum. „Það voru ákveðnir hlutir sagðir og ég veit ekki hvort við getum átt samleið aftur. Ég ber engar slæmar tilfinningar í hans garð en ég efast um að ég sé velkominn aftur hjá honum. Við erum ekki bestu vinir." Það var núverandi þjálfari Esbjerg sem keypti Kára til AGF frá Djurgården í Svíþjóð á sínum tíma. Hann efast þó um að Esbjerg geti keypt sig nú. „Það kom til greina en ég held að fjárhagsstaða félagsins sé ekki það góð að það sé mögulegt. Ég efast um að það sé í spilunum lengur." Kári er þó ekki að stressa sig um of á öllu saman. „Ég er með umboðsmenn sem eru að vinna í því að finna félög sem hefðu hugsanlega áhuga og ég er opinn fyrir öllu. Ég hefði auðvitað mestan áhuga á því að komast að í bestu deildunum en það er oft spurning um heppni. Ég væri líka til í að prófa að fara til annars lands þó svo að Danmerkurdvölin hafi verið mjög góð. Það tekur auðvitað sinn tíma að aðlagast nýju landi en fyrir utan meiðslin hefur mér gengið mjög vel." Ef Kára bjóðast engir aðrir möguleikar verður hann væntanlega áfram í herbúðum AGF. „Ég er á fínum launum í eitt ár til viðbótar en auðvitað vil ég helst fá að spila."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira