Kylfingurinn Phil „Lefty" Mickelson snýr aftur á völlinn í næstu viku á WGC-Bridgestonemótinu eftir tæplega tveggja mánaða fjarveru frá keppnisgolfi til þess að standa við hlið bæði eiginkonu sinnar og móður sinnar í baráttunni við brjóstakrabbamein.
Mickelson, sem er númer tvö á heimslista golfara, lék síðast á opna-bandaríska meistaramótinu í byrjun júní þar sem hann deildi öðru sæti ásamt þeim David Duval og Ricky Barnes en Lucas Glover vann sem kunnugt er mótið.