Forbes birtir listann yfir tekjuhæstu fyrirsæturnar 28. maí 2009 14:34 Forbes tímaritið hefur birt lista sinn yfir tíu tekjuhæstu fyrirsætur heimsins á tímabilinu frá því í júní í fyrra og þar til í dag. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á tekjur þessara stúlkna eins og víðast annarsstaðar í tískuheiminum. Meðal annars hefur kreppan leitt til þess að fjölda af tískusýningum hefur verið aflýst frá því í fyrra sumar. Það er Gisele Bundchen sem nær aftur fyrsta sætinu í ár með tekjur upp á 25 milljónir dollara, eða rúma 3 milljarða kr. Tekjur hennar minnkuð samt um 10 milljónir dollara á tímabilinu þar sem hún tapaði feitum samningi sem hún hafði haft hjá Victoria´s Secret ásamt öðrum samningum. Í öðru sætinu í ár er Heidi Klum þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul þriggja barna móðir. Tekjur hennar koma nú aðallega úr sjónvarpi en hún er enn á samningi hjá Victoria´s Secret og hefur virka auglýsingasamninga við félög á borð við Diet Coke, Volkswagen og McDonalds. Tekjur hennar eru áætlaðar 16 milljónir dollara. Í þriðja sæti er Kate Moss, fyrirsæta sem einnig er komin til ára sinna. Hún er jafnframt sú eina á topp tíu listanum sem eykur við tekjur sínar frá fyrra ári. Moss nýtur góðs af því að hennar eigin fatalína selst mjög vel hjá Topshop og öðrum breskum tískuverslsunum. Tekjur hennar voru áætlaðar 8,5 milljónir dollara. Rétt á eftir Moss er svo brasilíska fyrirsætan Adriana Lima með tekjur upp á 8 milljónir dollara. Alls eru þrjá stúlkur frá Brasilíu á topp tíu listanum. Og í fimmta sæti er hin hollenska Doutzen Kroes með tekjur upp á 6 milljónir dollara. Hægt er að sjá myndir og tekur allra 10 stúlknanna á lista Forbes með því að klikka á linkinn hér: http://epn.dk/brancher/mode/article1707414.ece Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forbes tímaritið hefur birt lista sinn yfir tíu tekjuhæstu fyrirsætur heimsins á tímabilinu frá því í júní í fyrra og þar til í dag. Fjármálakreppan hefur haft áhrif á tekjur þessara stúlkna eins og víðast annarsstaðar í tískuheiminum. Meðal annars hefur kreppan leitt til þess að fjölda af tískusýningum hefur verið aflýst frá því í fyrra sumar. Það er Gisele Bundchen sem nær aftur fyrsta sætinu í ár með tekjur upp á 25 milljónir dollara, eða rúma 3 milljarða kr. Tekjur hennar minnkuð samt um 10 milljónir dollara á tímabilinu þar sem hún tapaði feitum samningi sem hún hafði haft hjá Victoria´s Secret ásamt öðrum samningum. Í öðru sætinu í ár er Heidi Klum þrátt fyrir að vera orðin 36 ára gömul þriggja barna móðir. Tekjur hennar koma nú aðallega úr sjónvarpi en hún er enn á samningi hjá Victoria´s Secret og hefur virka auglýsingasamninga við félög á borð við Diet Coke, Volkswagen og McDonalds. Tekjur hennar eru áætlaðar 16 milljónir dollara. Í þriðja sæti er Kate Moss, fyrirsæta sem einnig er komin til ára sinna. Hún er jafnframt sú eina á topp tíu listanum sem eykur við tekjur sínar frá fyrra ári. Moss nýtur góðs af því að hennar eigin fatalína selst mjög vel hjá Topshop og öðrum breskum tískuverslsunum. Tekjur hennar voru áætlaðar 8,5 milljónir dollara. Rétt á eftir Moss er svo brasilíska fyrirsætan Adriana Lima með tekjur upp á 8 milljónir dollara. Alls eru þrjá stúlkur frá Brasilíu á topp tíu listanum. Og í fimmta sæti er hin hollenska Doutzen Kroes með tekjur upp á 6 milljónir dollara. Hægt er að sjá myndir og tekur allra 10 stúlknanna á lista Forbes með því að klikka á linkinn hér: http://epn.dk/brancher/mode/article1707414.ece
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira