Það eru enn þrír stórir í liði Boston 27. apríl 2009 17:33 Paul Pierce, Rajon Rondo og Ray Allen Nordic Photos/Getty Images Einvígi meistara Boston Celtics og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar hefur vakið mikla athygli. Ungt lið Chicago hefur komið mjög á óvart og flestir eru á því að hér sé um að ræða fjörugasta einvígið í úrslitakeppninni til þessa. Chicago gaf tóninn strax í fyrsta leik með dramatískum sigri í Boston og heimamenn náðu með naumindum að jafna metin í öðrum leiknum. Flestir héldu að meistararnir væru komnir í gírinn þegar þeir unnu svo stórsigur í Chicago í leik þrjú, en Chicago svaraði með sigri í gærkvöld í tvíframlengdum leik á heimavelli sínum og því er staðan jöfn 2-2 þegar rimman fer aftur til Boston. Þrír af þessum fjórum leikjum eiga góða möguleika á að fara í sögubækur fyrir skemmtanagildi, dramatík og spennu.Tekur upp hanskann fyrir Garnett Boston varð fyrir áfalli þegar ljóst varð að framherjinn Kevin Garnett gæti ekki leikið með liðinu í úrslitakeppninni og það gefur augaleið að stórt skarð er höggvið í liðið þegar vantar varnarmann ársins í fyrra í lið meistaranna. Boston hefur vissulega átt nokkuð erfitt uppdráttar gegn ungum og hungruðum leikmönnum Chicago Bulls, en framganga leikstjórnandans Rajon Rondo hjá Boston hefur valdið verðskuldaða athygli. Hafi einhver leikmaður í liði Boston ákveðið að taka meira til sín í fjarveru Garnett, þá er það hinn 23 ára gamli Rondo. Hann hefur spilað svo vel í einvíginu að menn verða ef til vill að fara að endurskoða hugtakið um þá "þrjá stóru" hjá Boston - þá Garnett, Pierce og Allen.Með þrefalda tvennu að meðaltaliRondo hefur stigið upp í fjarveru GarnettNordicPhotos/GettyImagesRondo var stigahæsti leikmaður Boston í einvíginu þangað til Paul Pierce skreið fram úr honum eftir fjórða leikinn.Rondo skorar að meðaltali 23,3 stig, hirðir 10,8 fráköst og gefur 10 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur að meðaltali (43,3) og stelur flestum boltum (3,5). Þetta er frábær tölfræði og líklega vekur það mesta athygli að hinn 185 cm hái og 78 kílóa þungi Rondo sé langfrákastahæsti leikmaður Boston í einvíginu við Chicago.Og það á meiddum ökkla sem hefur gert honum lífið leitt frá því í leik tvö.Rondo er lykillinn Rondo er þekktur fyrir að vera sérlundaður og nokkuð rogginn með sig, en eftir að Chicago vann fyrsta leikinn í einvíginu í Boston, mátti fyrst merkja smá hik á honum. Hann fór til þjálfara síns Doc Rivers og spurði hann ráða. "Spilaðu bara þinn leik. Það ert þú sem ert með lyklana að þessu liði," sagði Rivers, sem sjálfur þekkir að vera ungur leikstjórnandi innan um stórstjörnur frá því hann spilaði með Atlanta á árum áður. "Mundu bara að taka félaga þína í liðinu með þér," sagði Rivers. Ekki stóð á svarinu hjá þeim stutta. "Þeir verða þá að halda í við mig," sagði Rondo.Næsti leikur Boston og Chicago er í Boston annað kvöld og þau mætast svo aftur í Chicago á fimmtudagskvöldið. Ef um oddaleik verður að ræða, verður hann á sunnudaginn í Boston. NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Sjá meira
Einvígi meistara Boston Celtics og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar hefur vakið mikla athygli. Ungt lið Chicago hefur komið mjög á óvart og flestir eru á því að hér sé um að ræða fjörugasta einvígið í úrslitakeppninni til þessa. Chicago gaf tóninn strax í fyrsta leik með dramatískum sigri í Boston og heimamenn náðu með naumindum að jafna metin í öðrum leiknum. Flestir héldu að meistararnir væru komnir í gírinn þegar þeir unnu svo stórsigur í Chicago í leik þrjú, en Chicago svaraði með sigri í gærkvöld í tvíframlengdum leik á heimavelli sínum og því er staðan jöfn 2-2 þegar rimman fer aftur til Boston. Þrír af þessum fjórum leikjum eiga góða möguleika á að fara í sögubækur fyrir skemmtanagildi, dramatík og spennu.Tekur upp hanskann fyrir Garnett Boston varð fyrir áfalli þegar ljóst varð að framherjinn Kevin Garnett gæti ekki leikið með liðinu í úrslitakeppninni og það gefur augaleið að stórt skarð er höggvið í liðið þegar vantar varnarmann ársins í fyrra í lið meistaranna. Boston hefur vissulega átt nokkuð erfitt uppdráttar gegn ungum og hungruðum leikmönnum Chicago Bulls, en framganga leikstjórnandans Rajon Rondo hjá Boston hefur valdið verðskuldaða athygli. Hafi einhver leikmaður í liði Boston ákveðið að taka meira til sín í fjarveru Garnett, þá er það hinn 23 ára gamli Rondo. Hann hefur spilað svo vel í einvíginu að menn verða ef til vill að fara að endurskoða hugtakið um þá "þrjá stóru" hjá Boston - þá Garnett, Pierce og Allen.Með þrefalda tvennu að meðaltaliRondo hefur stigið upp í fjarveru GarnettNordicPhotos/GettyImagesRondo var stigahæsti leikmaður Boston í einvíginu þangað til Paul Pierce skreið fram úr honum eftir fjórða leikinn.Rondo skorar að meðaltali 23,3 stig, hirðir 10,8 fráköst og gefur 10 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur að meðaltali (43,3) og stelur flestum boltum (3,5). Þetta er frábær tölfræði og líklega vekur það mesta athygli að hinn 185 cm hái og 78 kílóa þungi Rondo sé langfrákastahæsti leikmaður Boston í einvíginu við Chicago.Og það á meiddum ökkla sem hefur gert honum lífið leitt frá því í leik tvö.Rondo er lykillinn Rondo er þekktur fyrir að vera sérlundaður og nokkuð rogginn með sig, en eftir að Chicago vann fyrsta leikinn í einvíginu í Boston, mátti fyrst merkja smá hik á honum. Hann fór til þjálfara síns Doc Rivers og spurði hann ráða. "Spilaðu bara þinn leik. Það ert þú sem ert með lyklana að þessu liði," sagði Rivers, sem sjálfur þekkir að vera ungur leikstjórnandi innan um stórstjörnur frá því hann spilaði með Atlanta á árum áður. "Mundu bara að taka félaga þína í liðinu með þér," sagði Rivers. Ekki stóð á svarinu hjá þeim stutta. "Þeir verða þá að halda í við mig," sagði Rondo.Næsti leikur Boston og Chicago er í Boston annað kvöld og þau mætast svo aftur í Chicago á fimmtudagskvöldið. Ef um oddaleik verður að ræða, verður hann á sunnudaginn í Boston.
NBA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Tiger syrgir móður sína Golf Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Sjá meira