Óttast mengun á erfðavísum villtra þorska 23. júní 2009 14:58 Úr fiskeldisstöð. Náttúruverndarsinnar óttast að aukning þorskeldis muni leiða til frekari flótta þorsks úr þorskeldum sem leiði til mengunar á erfðavísum villtra þorska. Náttúruverndarsinnar hafa komið þessum áhyggjum sínum á framfæri vegna mikillar aukningar þorskeldis í Evrópu. Noregur er langstærsta þorskeldisþjóð heims með um 80% markaðshlutdeild á heimsvísu. Árið 2007 var framleiðsla þorskeldis í Noregi 10.375 tonn en ári síðar nam framleiðslan 16.523 tonnum, framleiðslan jókst því um 59% milli ára. Náttúrusinnar óttast þær afleiðingar sem aukning þorskeldisins gæti haft í för með sér ef eldisþorskurinn nær að losna úr þorskeldinu og þar með blandast villtum þorski í hafinu. Um það bil 228 þúsund eldisþorskar losnuðu út í hafið við Noregsstrendur árið 2008, samanborið við um 100 þúsund eldislaxa, jafnvel þótt laxeldi sé um 60 sinnum umfangsmeira en þorskeldi. Þegar þorskinum tekst að losna og hrygna út í hafið er hætta á að hann dreifi sjúkdómum í hinn náttúrulega stofn. Sú staðreynd, að þorskeldi hefur aukist gríðarlega um heim allann á undanförnum árum, ýtir undir ótta náttúruverndarsinna. Í Noregi hefur þorskeldi aukist úr 248 tonnum árið 2002 í 16.523 tonn árið 2009 eða meira en 6500% aukning á sjö árum. Framleiðsla á eldisþorski fer fram í Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi og Danmörku auk Noregs. Heildar heimsframleiðsla á eldisþorski nemur um 20.000 tonnum samkvæmt heimildum Guardian. Samkvæmt því framleiða fyrrgreindar þjóðir, utan Noregs, innan við 3.500 tonn af því magni. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Náttúruverndarsinnar óttast að aukning þorskeldis muni leiða til frekari flótta þorsks úr þorskeldum sem leiði til mengunar á erfðavísum villtra þorska. Náttúruverndarsinnar hafa komið þessum áhyggjum sínum á framfæri vegna mikillar aukningar þorskeldis í Evrópu. Noregur er langstærsta þorskeldisþjóð heims með um 80% markaðshlutdeild á heimsvísu. Árið 2007 var framleiðsla þorskeldis í Noregi 10.375 tonn en ári síðar nam framleiðslan 16.523 tonnum, framleiðslan jókst því um 59% milli ára. Náttúrusinnar óttast þær afleiðingar sem aukning þorskeldisins gæti haft í för með sér ef eldisþorskurinn nær að losna úr þorskeldinu og þar með blandast villtum þorski í hafinu. Um það bil 228 þúsund eldisþorskar losnuðu út í hafið við Noregsstrendur árið 2008, samanborið við um 100 þúsund eldislaxa, jafnvel þótt laxeldi sé um 60 sinnum umfangsmeira en þorskeldi. Þegar þorskinum tekst að losna og hrygna út í hafið er hætta á að hann dreifi sjúkdómum í hinn náttúrulega stofn. Sú staðreynd, að þorskeldi hefur aukist gríðarlega um heim allann á undanförnum árum, ýtir undir ótta náttúruverndarsinna. Í Noregi hefur þorskeldi aukist úr 248 tonnum árið 2002 í 16.523 tonn árið 2009 eða meira en 6500% aukning á sjö árum. Framleiðsla á eldisþorski fer fram í Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi og Danmörku auk Noregs. Heildar heimsframleiðsla á eldisþorski nemur um 20.000 tonnum samkvæmt heimildum Guardian. Samkvæmt því framleiða fyrrgreindar þjóðir, utan Noregs, innan við 3.500 tonn af því magni.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira