Forráðamenn skilanefndar Landsbankans hafa verið boðaðir á fund í breska fjármálaráðuneytinu í dag en formaður nefndarinnar, Lárus Finnbogason, er nú staddur í London.
Eins og fram kemur í frétt hér á síðunni eru bresk stjórnvöld æf af reiði út í skilanefndina þar sem ekkert samráð var haft við þau um beiðni um greiðslustöðvun Baugs.
Fjármálaráðuneytið mun, að sögn Timesonline, krefjast svara frá skilanefndinni um málið.