Er von að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði? 14. júlí 2009 15:51 Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, skilaði hagnaði uppá 3,4 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjur bankans á ársfjórðungnum námu 13,8 milljörðum dala sem eru mestu ársfjórðungstekjur bankans frá upphafi. „Á meðan fjármálamarkaðir eru mjög brothættir og efnahagslífið er enn í miklum vandræðum, gefa þessar rekstrarniðurstöður von um að fjármálamarkaðurinn sé að rétta úr kútnum," segir yfirmaður hjá Goldman Sachs, í samtali við breska viðskiptablaðið Financial Times. Flestar deildir Goldman Sachs skiluðu mjög góðum árangri á ársfjórðungnum en margir yfirmenn bankans seldu hlutabréf í bankanum fyrir 700 milljónir bandaríkjadala eftir hrun fjárfestingabankans Lehman Brothers í september síðastliðnum. Þrátt fyrir fall Lehman Brothers virðist Goldman Sachs standa teinréttur. Búist er við því að bandarískir bankar skili góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi með auknum hlutabréfa- og skuldabréfaútgáfum. Auk þess hefur eitruðum eignum bankanna, eins og til að mynda undirmálslánunum, fækkað verulega. Ennfremur er talið að velta á verðbréfamarkaðinum verði töluvert meiri á síðari ársfjórðungi þessar árs en á þeim fyrri. Benda þessar fréttir til þess að von sé að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, skilaði hagnaði uppá 3,4 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjur bankans á ársfjórðungnum námu 13,8 milljörðum dala sem eru mestu ársfjórðungstekjur bankans frá upphafi. „Á meðan fjármálamarkaðir eru mjög brothættir og efnahagslífið er enn í miklum vandræðum, gefa þessar rekstrarniðurstöður von um að fjármálamarkaðurinn sé að rétta úr kútnum," segir yfirmaður hjá Goldman Sachs, í samtali við breska viðskiptablaðið Financial Times. Flestar deildir Goldman Sachs skiluðu mjög góðum árangri á ársfjórðungnum en margir yfirmenn bankans seldu hlutabréf í bankanum fyrir 700 milljónir bandaríkjadala eftir hrun fjárfestingabankans Lehman Brothers í september síðastliðnum. Þrátt fyrir fall Lehman Brothers virðist Goldman Sachs standa teinréttur. Búist er við því að bandarískir bankar skili góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi með auknum hlutabréfa- og skuldabréfaútgáfum. Auk þess hefur eitruðum eignum bankanna, eins og til að mynda undirmálslánunum, fækkað verulega. Ennfremur er talið að velta á verðbréfamarkaðinum verði töluvert meiri á síðari ársfjórðungi þessar árs en á þeim fyrri. Benda þessar fréttir til þess að von sé að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira