Carmelo Anthony með 34 stig í sigri Denver á San Antonio Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2009 11:00 Carmelo Anthony og Chauncey Billups. Mynd/AP Carmelo Anthony skoraði 22 af 34 stigum sínum í seinni hálfleik í 106-99 sigri Denver Nuggets á San Anotnio Spurs í NBA-deildinni í nótt. Þetta var þriðji sigur Denver-liðsins í röð en Spurs var með forustuna nær allan tímann fram að lokaleikhlutanum. Chauncey Billups bætti við 18 stigum fyrir Denver en Tony Parker skoraði 27 stig og Tim Duncan var með 26 stig hjá Spurs. Brandon Roy var með 28 stig og sigurkörfuna þegar Portland vann 90-89 sigur á Houston. Andre Miller skoraði 16 af 24 stigum sínunm í þriðja leikhlutanum þegar liðið vann upp fimmtán stiga forskot Houston. Carl Landry var með 23 stig hjá Houston og Luis Scola skoraði 21. Raymond Felton tryggði Charlotte Bobcats 106-105 sigur á Philadelphia 76ers daginn eftir að liðið varð fyrsta lið deildarinnar til þess að tapa fyrir New Jersey Nets. Boris Diaw var með 28 stig fyrir Charlotte en Willie Green skoraði 26 stig fyrir Philadelphia. Vince Carter skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar þegar Orlando Magic vann 126-118 sigur á Golden State Warriors. Mickael Pietrus var með 22 stig fyrir Orlando sem tryggði sér sigur með 17-4 endaspretti. Monta Ellis var með 33 stig og 7 stoðsendingar og Anthony Randolph bætti við 28 stigum og 13 fráköstum fyrir Golden State. Kevin Love var með 18 stig og 10 fráköst í 108-101 sigri Minnesota Timberwolves á Utah en þetta var aðeins annar leikur hans eftir handarbrot og jafnframt bara þriðji sigur liðsins í síðustu 20 leikjum. Ryan Gomes var með 23 stig fyrir Timberwolves en Carlos Boozer var með 21 stig og 13 fráköst hjá Utah. Steve Nash var með 32 stig og Amare Stoudemire bætti við 18 stigum og 21 frákasti í 115-107 sigri Phoenix Suns á Sacramento Kings. Tyreke Evans var með 21 stig og Andres Nocioni skoraði 20 stig fyrir Kings. Al Thornton var með 19 stig og Baron Davis skoraði 8 af 12 stigum sínum þegar Los Angeles Clippers vann lokahluta leiksins 18-4 og tryggði sér 88-72 sigur á Indiana Pacers. Chris Kaman var með 16 stig og 11 fráköst fyrir Los Angeles en Troy Murphy var stigahæstur hjá Indiana með 13 stig. Chris Bosh skoraði 25 stig og tók 12 fráköst þegar Toronto Raptors vann 110-78 sigur á Chicago Bulls og Joe Johnson var með 31 stig fyrir Atlanta sem vann 80-75 sigur á Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki var með 32 stig og 9 fráköst fyrir Dallas. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Carmelo Anthony skoraði 22 af 34 stigum sínum í seinni hálfleik í 106-99 sigri Denver Nuggets á San Anotnio Spurs í NBA-deildinni í nótt. Þetta var þriðji sigur Denver-liðsins í röð en Spurs var með forustuna nær allan tímann fram að lokaleikhlutanum. Chauncey Billups bætti við 18 stigum fyrir Denver en Tony Parker skoraði 27 stig og Tim Duncan var með 26 stig hjá Spurs. Brandon Roy var með 28 stig og sigurkörfuna þegar Portland vann 90-89 sigur á Houston. Andre Miller skoraði 16 af 24 stigum sínunm í þriðja leikhlutanum þegar liðið vann upp fimmtán stiga forskot Houston. Carl Landry var með 23 stig hjá Houston og Luis Scola skoraði 21. Raymond Felton tryggði Charlotte Bobcats 106-105 sigur á Philadelphia 76ers daginn eftir að liðið varð fyrsta lið deildarinnar til þess að tapa fyrir New Jersey Nets. Boris Diaw var með 28 stig fyrir Charlotte en Willie Green skoraði 26 stig fyrir Philadelphia. Vince Carter skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar þegar Orlando Magic vann 126-118 sigur á Golden State Warriors. Mickael Pietrus var með 22 stig fyrir Orlando sem tryggði sér sigur með 17-4 endaspretti. Monta Ellis var með 33 stig og 7 stoðsendingar og Anthony Randolph bætti við 28 stigum og 13 fráköstum fyrir Golden State. Kevin Love var með 18 stig og 10 fráköst í 108-101 sigri Minnesota Timberwolves á Utah en þetta var aðeins annar leikur hans eftir handarbrot og jafnframt bara þriðji sigur liðsins í síðustu 20 leikjum. Ryan Gomes var með 23 stig fyrir Timberwolves en Carlos Boozer var með 21 stig og 13 fráköst hjá Utah. Steve Nash var með 32 stig og Amare Stoudemire bætti við 18 stigum og 21 frákasti í 115-107 sigri Phoenix Suns á Sacramento Kings. Tyreke Evans var með 21 stig og Andres Nocioni skoraði 20 stig fyrir Kings. Al Thornton var með 19 stig og Baron Davis skoraði 8 af 12 stigum sínum þegar Los Angeles Clippers vann lokahluta leiksins 18-4 og tryggði sér 88-72 sigur á Indiana Pacers. Chris Kaman var með 16 stig og 11 fráköst fyrir Los Angeles en Troy Murphy var stigahæstur hjá Indiana með 13 stig. Chris Bosh skoraði 25 stig og tók 12 fráköst þegar Toronto Raptors vann 110-78 sigur á Chicago Bulls og Joe Johnson var með 31 stig fyrir Atlanta sem vann 80-75 sigur á Dallas Mavericks. Dirk Nowitzki var með 32 stig og 9 fráköst fyrir Dallas.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira