Viðsnúningur í bresku hagkerfi 5. ágúst 2009 14:00 Frá London. Viðsnúningur virðist vera á næsta leyti í bresku hagkerfi eftir samfellda efnahagsniðursveiflu í rúmlega eitt ár. Þetta kemur fram í könnun innkaupastjóra í þjónustugeiranum á Bretlandi. Svokölluð innkaupavísitala (e. purchasing managers index) í þjónustugeiranum stendur nú í 53 stigum sem er hæsta gildi vísitölunnar í tæplega eitt og hálft ár. Eru þetta vísbendingar um að sala í þjónustugeiranum hafi hækkað í júlí, þriðja mánuðinn í röð. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag. Breska Hagstofan opinberaði einnig framleiðslutölur sem voru umfram væntingar. Þær tölur sýna að heildarframleiðsla jókst um 0,4% í júní og iðnaðarframleiðsla um 0,5% sem er mesta hækkun iðnaðarframleiðslu í tuttugu mánuði. Að auki er húsnæðisverð á Bretlandi á uppleið en fasteignaverðsvísitalan hækkaði um 1,1% í júlí. „Gögn bresku Hagstofunnar auka bjartsýni á viðsnúningi efnahagslífsins," er haft eftir hagfræðingi hjá ING bankanum. Gögnin benda til þess að 0,8% minnkun á þjóðarframleiðslu á öðrum ársfjórðungi, muni ekki endurtaka sig á þriðja ársfjórðungi og Bretland verði á meðal fyrstu stóru hagkerfum heimsins til að ná sér upp úr hinni djúpu efnahagslægð. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Viðsnúningur virðist vera á næsta leyti í bresku hagkerfi eftir samfellda efnahagsniðursveiflu í rúmlega eitt ár. Þetta kemur fram í könnun innkaupastjóra í þjónustugeiranum á Bretlandi. Svokölluð innkaupavísitala (e. purchasing managers index) í þjónustugeiranum stendur nú í 53 stigum sem er hæsta gildi vísitölunnar í tæplega eitt og hálft ár. Eru þetta vísbendingar um að sala í þjónustugeiranum hafi hækkað í júlí, þriðja mánuðinn í röð. Þetta kemur fram í Wall Street Journal í dag. Breska Hagstofan opinberaði einnig framleiðslutölur sem voru umfram væntingar. Þær tölur sýna að heildarframleiðsla jókst um 0,4% í júní og iðnaðarframleiðsla um 0,5% sem er mesta hækkun iðnaðarframleiðslu í tuttugu mánuði. Að auki er húsnæðisverð á Bretlandi á uppleið en fasteignaverðsvísitalan hækkaði um 1,1% í júlí. „Gögn bresku Hagstofunnar auka bjartsýni á viðsnúningi efnahagslífsins," er haft eftir hagfræðingi hjá ING bankanum. Gögnin benda til þess að 0,8% minnkun á þjóðarframleiðslu á öðrum ársfjórðungi, muni ekki endurtaka sig á þriðja ársfjórðungi og Bretland verði á meðal fyrstu stóru hagkerfum heimsins til að ná sér upp úr hinni djúpu efnahagslægð.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira